16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8.03 Ekki kallað til úttektar<br />

Þegar fjallað var um samskipti við byggingarstjóra og iðnmeistara, í fyrri<br />

köflum þessarar skýrslu, var nokkuð um kvartanir af hálfu byggingarfulltrúa<br />

yfir því að einhver misbrestur væri á því að byggingarstjórar kölluðu til<br />

úttekta. Einnig kom fram að einhver hluti byggingarstjóra ætti það til að<br />

mæta ekki á byggingarstað þegar byggingarfulltrúi kæmi til úttektar.<br />

Þar sem hér virðist um nokkuð algengt vandamál að ræða var kannað til<br />

hvaða úrræða byggingarfulltrúar gripu við slíkar aðstæður. Niðurstaðan er<br />

sú að um 40% aðspurðra byggingarfulltrúa grípa ekki til neinna úrræða.<br />

Þannig að um 60% þeirra gera einhverjar ráðstafanir.<br />

Ekki er að sjá að gripið sé til ráðstafana á skipulagðan og samræmdan hátt.<br />

Þó skal viðurkennt að nokkuð er algengt að rætt sé sérstaklega við<br />

byggingarstjóra þegar slík mál koma upp. Hér að neðan koma fram dæmi<br />

um viðbrögð nokkurs hluta þeirra byggingarfulltrúa sem bregðast við á<br />

einhvern hátt, kalli byggingarstjóri þá ekki til úttektar:<br />

Algengustu viðbrögð<br />

• Talsverður hluti byggingarfulltrúa ræðir sérstaklega við byggingarstjóra,<br />

án þess að til frekari aðgerða komi.<br />

• Einhver hluti sendir áminningarbréf og lætur þar við sitja.<br />

• Síðan er um það að ræða að haft sé samband við byggingarstjóra hann<br />

látinn leggja fram skriflega yfirlýsingu um að viðkomandi úttekt hafi<br />

farið fram.<br />

• Byggingarfulltrúi veitti áminningu skv. byggingarreglugerð gr. 212.1.<br />

Kallaði byggingarstjóra fyrir og afhenti honum áminningu sem<br />

byggingarnefnd hafði samþykkt sérstaklega vegna þessa atviks.<br />

Hörð viðbrögð<br />

• Þegar um alvarlegt brot var að ræða voru framkvæmdir stöðvaðar og<br />

byggingarstjórinn látinn sanna að rétt væri byggt. Þá látinn rífa hluta<br />

verks, bora eða gegnumlýsa.<br />

Tekið á málum eftir mikilvægi<br />

• Yfirleitt er byggingarstjóri áminntur munnlega. Þó hefur komið fyrir að<br />

verk hefur verið rifið vegna þess að úttekt fór ekki fram.<br />

Að öllu jöfnu virðist tekið fremur vægt á því ef byggingarstjóri kallar ekki til<br />

úttekta þó að einstök dæmi séu til um annað. Sé eitthvað gert má að öllum<br />

líkindum gera ráð fyrir að oft sé einungis rætt við byggingarstjórann og við<br />

það látið sitja.<br />

Sú skoðun kom fram og virðist nokkuð almenn meðal byggingarfulltrúa að<br />

heppileg úrræði skorti kalli byggingarstjóri ekki til úttektar.<br />

94<br />

„Byggingarstjóri<br />

gerir<br />

byggingarfulltrúa<br />

viðvart um lok<br />

úttektarskyldra<br />

verkþátta og skal<br />

hann vera<br />

viðstaddur úttektir.<br />

Hann skal jafnframt<br />

tilkynna viðkomandi<br />

meisturum og<br />

hönnuðum um<br />

hvenær úttekt hefur<br />

verið ákveðin og<br />

geta þeir sem þess<br />

óskað verið<br />

viðstaddir.“<br />

(Bygg.reglug. gr. 35.1)<br />

„Hlutaðeigandi<br />

byggingarstjórar<br />

skulu, með minnst<br />

sólarhrings fyrirvara<br />

óska úttektar<br />

byggingarfulltrúa<br />

...“<br />

(Bygg.reglug. gr. 48.1)<br />

„Ef byggingarstjóri<br />

eða iðnmeistari, sem<br />

ábyrgð ber á<br />

byggingarframkvæm<br />

dum, brýtur ákvæði<br />

laga, reglugerða eða<br />

samþykkta um<br />

skipulags- og<br />

byggingarmálefni<br />

getur<br />

byggingarnefnd veitt<br />

honum áminningu<br />

...“<br />

(Bygg.reglug. gr. 212.1)

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!