16.11.2012 Views

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

Byggingareftirlitið - Skipulagsstofnun

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

6.18 Gæði hönnunargagna<br />

Byggingarfulltrúi samþykkir uppdrætti og önnur hönnunargögn. Hvort þau hljóta<br />

náð fyrir augum hans hlýtur væntanlega að vera háð því að hann meti gæði þeirra<br />

fullnægjandi – gögnin sýni það sem sýna ber og frágangur sé viðunandi. Leitað var<br />

álits byggingarfulltrúa á gæðum hönnunargagna almennt með eftirfarandi<br />

spurningu:<br />

Eru gæði hönnunargagna almennt fullnægjandi að þínu mati. Ef svo er ekki hvað<br />

er helst að? Er um það að ræða að hönnuðir geri ófullnægjandi grein fyrir<br />

mannvirki – þ.e. teikningar beinlínis skorti. Er um það að ræða að þær séu illa<br />

unnar, það vanti í þær og/eða illa gerð grein fyrir hlutum?<br />

Dæmi um svör eru birt hér að neðan. Þau eru flokkuð í jákvæð, neikvæð og það<br />

sem kallað er „bæði og svör“.<br />

Gögn ekki nógu góð<br />

• „Nei almennt ekki, þau eru ekki alltaf fullunnin. Byggingarlýsingu er ábótavant,<br />

málsetning ekki fullnægjandi og oft vantar lóðarteikningar. Oftast þarf að gera<br />

athugasemdir og vitna til ákvæða reglugerðarinnar varðandi það hvað eigi að<br />

koma fram á teikningum. Oft vantar einnig snið og deili.“<br />

• „Hönnunargögn eru ekki alltaf fullnægjandi. Það kemur oft fyrir að þau séu<br />

illa unnin og vanti þætti inn á teikningar s.s. flóttaleiðir, slökkvibúnað,<br />

björgunarop o.þ.h. Stundum kemur fyrir að ekki er gerð grein fyrir<br />

loftræsingum og slíkum þáttum..<br />

• „Oft eru deili ófullkomin og takmörkuð lýsing efnisvals í byggingarlýsingu.<br />

Einnig algengt að illa sé gerð grein fyrir breytingum.“<br />

Bæði og<br />

• „Illa unnin hönnunargögn sjáum<br />

við að sjálfsögðu of oft. En taka<br />

verður fram að einnig er mikið<br />

um góða vinnu.“<br />

• „Misjafnt eftir því hvað er verið<br />

að taka fyrir. Margir mjög<br />

vandvirkir. Þetta er mismunandi<br />

milli einstaklinga.“<br />

• „Almennt eru hönnunargögn í<br />

lagi. Undantekningar koma þó,<br />

sem oft geta verið mjög slæmar.“<br />

• „Já gæðin eru almennt<br />

fullnægjandi. En það eru líka undantekningar. Ég tel að það sé fyrst og fremst<br />

hraði og tímaskortur hjá hönnuðum sem leiði til þess að hönnunargögn séu<br />

ófullnægjandi.“<br />

• „Almennt í lagi hjá vönum aðila. En hjá óvönum aðila getur vantað mjög mikið<br />

uppá. Þá bæði að teikningar vanti svo og að ekki sé gerð fullnægjandi grein<br />

fyrir málum á teikningum.“<br />

Jákvæð svör<br />

• „Almennt fullnægjandi.“<br />

• „Oftast fullnægjandi.“<br />

64<br />

18%<br />

Almennt<br />

fullnægjandi<br />

Eru gæði hönnunargagna almennt<br />

fullnægjandi?<br />

44%<br />

26%<br />

Ekki<br />

fullnægjandi<br />

12%<br />

Bæði og Svara ekki

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!