30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

101 Landsbankinn<br />

Samfélagsleg ábyrgð<br />

Landsbankinn á sterkar rætur á Íslandi en síðastliðin ár hefur<br />

bankinn þróast og orðið alþjóðlegri. Þannig bregst bankinn við<br />

breyttu viðskiptaumhverfi í kjölfar hnattvæðingar. Breytingarnar<br />

eru víðtækar og fela í sér að bankinn er ábyrgur gagnvart<br />

sífellt fjölbreyttari hluthafahópi. Af þessu leiðir að samfélagsleg<br />

ábyrgð Landsbankans tekur nú til hópa sem hafa talsvert<br />

breyst og eru stærri en á undanförnum áratugum.<br />

Helstu þættir í stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð eru:<br />

• Forsjál náttúru- og auðlindastefna auk virkrar þátttöku í samstarfi um<br />

samfélagslega ábyrgð fyrirtækja á alþjóðavettvangi<br />

• Öflug fjárfestingarstefna, byggð á siðferðilegum viðmiðum<br />

• Áhrifaríkar innanhússreglur um samfélagslega ábyrgð<br />

• Rausnarlegar skattgreiðslur<br />

• Mikill fjárhagslegur stuðningur við samfélagið<br />

• Gagnsæir stjórnarhættir<br />

Staðið við gefin loforð<br />

Virkur þátttakandi í Global Compact Sameinuðu þjóðanna<br />

Virkur þátttakandi í norrænu tengslaneti Global Compact<br />

Stofnaðili að alþjóðlegri yfirlýsingu<br />

fjármálastofnana (UNEP-FI)<br />

Hefur lýst yfir stuðningi við tilmæli OECD til<br />

fjölþjóðlegra fyrirtækja<br />

Eitt 153 fyrirtækja sem undirrituðu „Caring for Climate“<br />

yfirlýsinguna árið <strong>2007</strong><br />

Landsbankinn hefur ávallt lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og sú stefna er<br />

hluti af framtíðaráformum sem og menningu og gildum fyrirtækisins. Helstu viðskiptamarkmið<br />

bankans eru að veita hluthöfum góða ávöxtun og viðskiptavinum<br />

framúrskarandi fjármálaþjónustu, en einnig að vinna samkvæmt góðum stjórnarháttum<br />

og sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu. Stefnu Landsbankans um samfélagslega<br />

ábyrgð er því ætlað að miðla verðmætunum, sem bankinn skapar, út í<br />

samfélagið þar sem hann er með starfsemi.<br />

Í samræmi við þessi markmið hefur Landsbankinn verið framarlega í flokki þeirra<br />

sem stuðla að miklum lífsgæðum á Íslandi. Styrkveitingar og fjárhagsleg aðstoð,<br />

sem bankinn veitir, hafa aukist samhliða vexti hans. Bankinn styður sjálfbæra<br />

þróun með því að tryggja að eigin starfsemi sé náttúruvæn og félagslega og siðferðilega<br />

ábyrg. Landsbankinn býður ekki upp á vörur eða þjónustu, né tekur hann<br />

þátt í framkvæmdum sem kunna að fela í sér umhverfisspjöll, ósiðlega framkomu,<br />

brot gegn grundvallarmannréttindum og félagslegum réttindum eða spillingu.<br />

Hnattvæðing og umhverfisstefna<br />

Alþjóðlegum fyrirtækjum ber skylda til að taka markvissa afstöðu til mikilvægra<br />

félagslegra, siðferðilegra og umhverfislegra málefna. Þar á meðal er glíman við loftslagsbreytingar,<br />

fátækt, mansal, skipulagða glæpastarfsemi og mannréttindabrot.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!