30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

61<br />

Landsbankinn<br />

Fyrirtækjaviðskipti<br />

Á árinu <strong>2007</strong> gegndi Landsbankinn enn sem fyrr meginhlutverki<br />

í fjármögnun atvinnulífs á Íslandi með um 40% hlutdeild<br />

í fyrirtækjaviðskiptum á innanlandsmarkaði. Landsbankinn hélt<br />

einnig áfram sókn sinni inn á alþjóðlega markaði á sviði fyrirtækjaviðskipta.<br />

Ný útibú voru opnuð þar sem megináhersla<br />

er lögð á fyrirtækjaviðskipti, t.d. í Osló og Halifax í Kanada.<br />

Útibúin, sem opnuð voru í Helsinki í Finnlandi og Hong Kong,<br />

munu að hluta til helga sig fyrirtækjaviðskiptum.<br />

Á árinu <strong>2007</strong> var af hálfu Landsbankans lögð meiri áhersla á bæði eignatengd lán<br />

(e. asset-based lending) og hráefnis- og birgðafjármögnun (e. trade finance). Hráefnis-<br />

og birgðafjármögnun mun verða mikilvægur hluti af starfsemi nýju útibúanna<br />

í Kanada og Noregi. Skrifstofan í Hong Kong mun líka leggja áherslu á þessa<br />

starfsemi. Landsbankinn styrkti stöðu sína í lánastarfsemi, bæði innanlands og<br />

erlendis, og jók mjög við þessa starfsemi á árinu í útibúum sínum utan Íslands.<br />

Traust og vel dreift útlánasafn<br />

Styrkur og gæði lánasafns Landsbankans er forsenda fyrir vexti hans og stöðu sem<br />

alþjóðlegs fyrirtækjabanka. Aukin dreifing áhættu hefur verið mikilvægur þáttur í<br />

vaxandi starfsemi bankans erlendis á undanförnum árum. Útlán til fyrirtækja í lok<br />

árs <strong>2007</strong> námu 1.665 milljörðum króna (18,2 milljónum evra) og var hlutfall þeirra<br />

82% af heildarútlánum bankans. Þetta hlutfall hækkaði úr 79% árið 2006. Útlán<br />

samstæðunnar til fyrirtækja jukust um 44% á milli ára. Ítarlega er fjallað um ýmsa<br />

áhættuþætti fyrirtækjaútlána Landsbankans í kaflanum um áhættustýringu.<br />

Útlán bankans til fyrirtækja eru af ýmsum gerðum. Þar má nefna hefðbundin lán<br />

til innlendra fyrirtækja í öllum greinum með starfsemi á Íslandi og erlendis en<br />

einnig er um að ræða þátttöku erlendra útibúa bankans í fjármögnun alþjóðlegra<br />

fyrirtækja. Auk þess býður Landsbanki Heritable Bank í London litlum og meðalstórum<br />

fyrirtækjum upp á fjölbreytta fjármögnunarmöguleika. Fyrirtækjalán<br />

Landsbankans dreifast þannig á nær allar atvinnugreinar og til fjölda landa.<br />

Til þess að fylgja eftir árangursríkri starfsemi útibúa á Bretlandi og á meginlandi<br />

Evrópu, auk innkomu á norrænan markað, stefnir Landsbankinn að því að dreifa<br />

útlánum enn frekar milli landa og atvinnugreina. Opnun nýrra útibúa í Noregi og<br />

Kanada á árinu er liður í þeim áherslum. Það er því rökrétt skref í vexti bankans að<br />

horfa til Bandaríkjanna og Kyrrahafssvæðis Asíu og í lok ársins opnaði Landsbankinn<br />

skrifstofu í Hong Kong. Þessar nýju starfsstöðvar munu leggja megináherslu á<br />

hráefnis- og birgðafjármögnun.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!