30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

102<br />

Landsbankinn er virkur aðili að stærstu frjálsu samtökum fyrirtækja um samfélagslega<br />

ábyrgð, Hnattrænum samningi Sameinuðu þjóðanna (UN Global Compact).<br />

Á þessum samstarfsvettvangi vinna fyrirtæki, stofnanir Sameinuðu þjóðanna,<br />

verkalýðshreyfingar, fulltrúar samfélaga og ríkisstjórnir í sameiningu að því að<br />

kynna viðmið á sviði mannréttinda, atvinnu- og umhverfismála og vinna gegn<br />

spillingu. Landsbankinn hefur einnig lýst yfir stuðningi við Leiðbeiningar OECD<br />

fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki og var meðal þeirra fyrstu sem skrifuðu undir Alþjóðlega<br />

yfirlýsingu fjármálastofnana (International Declaration of Financial Institutions<br />

(UNEP-FI)) um umhverfismál og sjálfbæra þróun.<br />

Á komandi árum mun umhverfisvernd verða æ mikilvægari í stefnuskrá bankans.<br />

Landsbankinn hefur mótað sína eigin umhverfisstefnu sem er ætlað að bæta<br />

frammistöðu bankans í umhverfismálum.<br />

Árið <strong>2007</strong> stofnaði Landsbankinn HydroKraft Invest í samvinnu við Landsvirkjun.<br />

Tilgangur þessa nýja fyrirtækis er að fjárfesta í orkuverkefnum erlendis. Flest þessara<br />

verkefna tengjast nýtingu vatnsafls en nokkur þeirra snúa að vinnslu á annars<br />

konar endurnýjanlegri orku. Á Íslandi og hjá íslenskum orkuframleiðendum, þar<br />

sem Landsvirkjun er langstærsta fyrirtækið, er mikil reynsla og þekking á orkuframleiðslu.<br />

Þetta sést meðal annars á því að 72% af allri frumorkuneyslu á Íslandi<br />

kemur frá endurnýjanlegum orkulindum á meðan alþjóðlegt meðaltal er einungis<br />

13%. Landsbankinn hefur fyrir sitt leyti tekið virkan þátt í fjármögnun verkefna á<br />

sviði endurnýjanlegrar orku og er HydroKraft Invest til marks um aukna áherslu<br />

bankans á þessa mikilvægu grein. Það er mat Landsbankans að eftirspurn eftir<br />

endurnýjanlegri orku muni aukast umtalsvert á næstu árum. HydroKraft Invest<br />

byggir á sameinaðri fjármálaþekkingu starfsmanna bankans og tæknilegri þekkingu<br />

Landsvirkjunar á byggingu og rekstri orkuvera og -kerfa og því má búast við<br />

að fyrirtækinu séu flestir vegir færir í framtíðinni.<br />

Í fyrstu mun HydroKraft Invest aðallega fjárfesta í vatnsorkuverum í Evrópu þar<br />

sem auka má framleiðni og skilvirkni, hvort sem er með því að endurbæta tækjakost<br />

eða stjórnarhætti.<br />

Með fjárfestingarstefnu sinni vill Landsbankinn styðja nýjar hugmyndir, tækni og<br />

lausnir til að koma til móts við sívaxandi kröfur um að efnahagsleg þróun styðji<br />

góða umgengni um náttúruna og umhverfið.<br />

Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum<br />

Bankastjórar Landsbankans voru í hópi fulltrúa þeirra 153 fyrirtækja sem skrifuðu<br />

undir yfirlýsingu sem hvatti ríkisstjórnir til að samþykkja, eins fljótt og auðið yrði,<br />

aðgerðir til að tryggja raunhæfar heildarlausnir í loftslagsmálum eftir árið 2012<br />

þegar Kyoto-bókunin rennur út.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!