30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

133 Landsbankinn<br />

2.14 Óáþreifanlegar eignir<br />

(a) Viðskiptavild<br />

Viðskiptavild endurspeglar þá fjárhæð kaupverðs sem er umfram gangvirði hluta samstæðunnar í hreinum aðgreinanlegum eignum yfirtekins dótturfélags/hlutdeildarfélags<br />

á yfirtökudegi. Viðskiptavild vegna samruna og kaupa dótturfélaga er hluti af óefnislegum eignum samstæðunnar. Viðskiptavild<br />

vegna kaupa á hlutdeildarfélögum er innifalin í bókfærðu verði fjárfestinga hlutdeildarfélaga. Viðskiptavild er metin árlega með tilliti til virðisrýrnunar<br />

og bókfærð á kostnaðarverði að frádregnu uppsöfnuðu virðisrýrnunartapi. Söluhagnaður eða -tap við ráðstöfun dótturfélags/hlutdeildarfélags innifelur<br />

bókfærða fjárhæð viðskiptavildar sem því tengist.<br />

Viðskiptavild er skipt á fjárskapandi einingar í því skyni að meta hana með tilliti til virðisrýrnunar.<br />

(b) Hugbúnaður og aðrar óáþreifanlegar eignir<br />

Hugbúnaðarleyfi sem hafa verið keypt eru eignfærð miðað við þann kostnað sem stofnað var til við að kaupa og koma þessum tiltekna hugbúnaði í<br />

notkun. Kostnaðurinn er afskrifaður á áætluðum nýtingartíma (fimm ár).<br />

Kostnaður við þróun eða viðhald hugbúnaðar er gjaldfærður þegar kostnaðurinn fellur til.<br />

Aðrar óáþreifanlegar eignir eru viðskiptasamningar sem eru hluti af kaupum á rekstrareiningum og eru gjaldfærðir á nýtingartíma þeirra (áætlaður tími<br />

er 15 ár)<br />

2.15 Rekstrarfjármunir<br />

Allir rekstrarfjármunir eru færðir á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Upphaflegt kostnaðarverð felur í sér kostnað sem rekja má beint til kaupa<br />

á þessum eignum.<br />

Kostnaður sem fellur til eftir upphafleg kaup er einungis eignfærður þegar líklegt er að efnahagslegur ávinningur í framtíðinni muni renna til samstæðunnar<br />

og unnt er að meta kostnaðarverðið með öruggum hætti. Viðhald og viðgerðir eru gjaldfærð í rekstrarreikning á því tímabili sem til þeirra er<br />

stofnað.<br />

Lóðir eru ekki afskrifaðar. Afskrift annarra eigna er reiknuð með beinlínuaðferð til að dreifa kostnaði þeirra að frádregnu hrakvirði á nýtingartíma þeirra<br />

með eftirfarandi hætti:<br />

Húseignir<br />

Tölvubúnaður<br />

Aðrir lausafjármunir<br />

25-100 ár,<br />

3-5 ár,<br />

3-10 ár.<br />

Hrakvirði eigna og nýtingartími er endurskoðað árlega og leiðrétt ef það á við<br />

Söluhagnaður og –tap af rekstrarfjármunum er mismunur á söluverði fjármunar og bókfærðu verði hans á söludegi. Söluhagnaður og –tap er fært í<br />

rekstrarreikning.<br />

2.16 Virðisrýrnun annarra eigna en fjáreigna<br />

Eignir sem hafa ótilgreindan nýtingartíma eru ekki afskrifaðar en eru háðar árlegu virðisrýrnunarprófi. Eignir sem almennt eru afskrifaðar eru metnar með<br />

tilliti til virðisrýrnunar þegar atvik eða breyttar aðstæður benda til þess að bókfært verð verði ekki endurheimt. Virðisrýrnun eignar hefur átt sér stað þegar<br />

bókfært verð er hærra en endurheimtanlegt verð hennar. Endurheimtanlegt verð er gangvirði að frádregnum sölukostnaði eða nýtingarvirði hvort sem<br />

hærra er. Við mat á virðisrýrnun eru eignir flokkaðar miðað við lægsta greinnlega sjóðstreymi (sjóðstreymiseiningar). Virði annarra ófjárhagslegra eigna<br />

en viðskiptavildar sem hefur rýrnað er endurmetið með tillti til mögulegrar hækkunar á hverjum reikningsskiladegi.<br />

2.17 Fastafjármunir og eignasamstæður í sölumeðferð<br />

Fastafjármunir til sölu eru fullnustueignir sem eru í söluferli og eignasamstæður sem flokkaðar hafa verið sem eignir sem áformað er að selja. Skuldir<br />

eignasamstæðu sem ætlaðar eru til sölu eru sérgreindar í efnahagsreikningi. Einstakar eignir meðal fastafjármuna sem ætlaðir eru til sölu eru metnar á<br />

bókfærðu verði eða gangvirði að frádregnum sölukostnaði, hvort sem lægra er.<br />

2.18 Leigusamningar<br />

(a) Félög samstæðunnar eru leigutakar<br />

Leigusamningar sem samstæðan á aðild að eru aðallega rekstrarleigusamningar s.s. húsaleigusamningar. Heildargreiðslur fyrir rekstrarleigu eru færðar<br />

línulega í rekstrarreikning á tíma leigusamningsins.<br />

Þegar rekstrarleigusamningi er rift áður en leigutíminn er útrunninn, er hver sú fjárhæð sem greidd er leigusala gjaldfærð á því tímabili sem riftun á sér<br />

stað.<br />

(b) Félög samstæðunnar eru leigusalar<br />

Fjármögnunarleigusamningar eru færðir til eignar sem kröfur miðað við núvirði leigugreiðslna. Mismunurinn á heildar kröfunni og núvirði kröfunnar er<br />

fært sem áfallnar tekjur. Leigutekjur eru færðar til tekna yfir tímabil leigusamningsins með aðferð sem endurspeglar stöðugt, reglubundið arðsemishlut<br />

2.19 Handbært fé og ígildi þess<br />

Handbært fé og ígildi þess er skilgreint í sjóðstreymi sem reiðufé og óbundnar innstæður hjá Seðlabanka og kröfur á aðrar fjármálastofnanir.<br />

Milljónir króna

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!