30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

33 Landsbankinn<br />

Áhættustýring Landsbankasamstæðunnar<br />

Yfirumsjón<br />

bankaráðs<br />

Bankaráð<br />

Innri endurskoðun og endurskoðunarnefnd<br />

Helstu nefndir<br />

yfirstjórnar<br />

Fjármálanefnd<br />

(Bankastjóri veitir formennsku)<br />

Lánanefnd<br />

(Bankastjóri veitir formennsku)<br />

Bankastjórar<br />

Rekstrarnefnd<br />

(Bankastjóri veitir formennsku)<br />

Eignastýringarnefnd<br />

(Bankastjóri veitir formennsku)<br />

Helstu tegundir<br />

áhættu<br />

Áhættunefnd Landsbankans á samstæðugrunni<br />

Markaðsáhætta Útlánaáhætta Rekstraráhætta Regluvarsla<br />

Markaðsáhætta<br />

Markaðsáhætta felur í sér að verðbreytingar á mörkuðum geti haft áhrif á virði<br />

eigna og skulda bankans innan og utan efnahags. Hér er um að ræða vaxta- og<br />

hlutabréfaáhættu í veltubók og gjaldeyrisáhættu í öllum bókum bankans. Markaðsáhætta<br />

er þó að mestu leyti bundin við veltubókarviðskipti bankans.<br />

Bankaráð hefur skilgreint hámark markaðsáhættu bankans og má hún ekki vera<br />

hærri en 15% af heildaráhættugrunni bankans. Áhættugrunnurinn er ákvarðaður<br />

með því að setja tiltekna áhættuvigt á eignir samstæðunnar samkvæmt<br />

aðferðafræði sem þróuð er af Basel-nefndinni um bankaeftirlit (Basel Committee<br />

on Banking Supervision). Þar af má áhætta vegna hlutabréfa ekki vera hærri en<br />

12%, gjaldeyrisáhætta má ekki vera hærri en 7,6% í gnóttstöðu eða 3,3% í skortstöðu<br />

og áhætta skuldabréfa má ekki vera hærri en 6%. Heimildir til stöðutöku í<br />

erlendum gjaldeyri voru að hámarki 2% í gnótt- og skortstöðu í árslok 2006. Ný<br />

heimild er til komin vegna þeirrar stefnuákvörðunar fjármálanefndar að verja eiginfjárhlutfall<br />

bankans fyrir óstöðugleika í gengi íslensku krónunnar. Þar sem ört<br />

vaxandi hluti efnahagsreiknings bankans er til kominn vegna erlendra gjaldmiðla<br />

og eigið fé bankans er skráð í krónum getur flökt krónunnar haft töluverð áhrif á<br />

eiginfjárhlutfall bankans. Með því byggja upp umtalsverða gjaldeyrisstöðu kemur<br />

bankinn jafnvægi á eiginfjárhlutfallið.<br />

Áhættueftirlit er á samstæðugrundvelli og er í höndum Áhættustýringar. Heimildir<br />

til stöðutöku tengdrar markaðsáhættu eru að mestu leyti bundnar við Verðbréfasvið<br />

í höfuðstöðvum samstæðunnar, en sviðið stýrir jafnframt heildarmarkaðsáhættu<br />

samstæðunnar. Auk Verðbréfasviðs í höfuðstöðvum hafa viðskiptaborð<br />

í dótturfélögunum Landsbanki Kepler, Landsbanki Securities UK Ltd. og Merrion<br />

Landsbanki takmarkaðar heimildir til markaðsáhættu í eigin reikningum.<br />

Heildarvágildi<br />

Í milljónum króna<br />

6.000<br />

4.000<br />

2.000<br />

0<br />

-2.000<br />

-4.000<br />

-6.000<br />

jan. 07 mar. 07 maí 07 júl. 07 sep. 07 nóv. 07<br />

99% líkindamörk -99% líkindamörk P/L

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!