30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

39 Landsbankinn<br />

Við lausafjárstýringu fer bankinn eftir reglum Seðlabankans um lausafjárhlutfall,<br />

það er hlutfall veginna lausafjáreigna af lausafjárskuldum. Reglurnar kveða á um að<br />

hlutfallið skuli vera hærra en 1 þegar litið er til næstu þriggja mánaða. Reglur Seðlabankans<br />

fela í sér nokkurs konar álagspróf þar sem eigna- og skuldaliðir eru vegnir<br />

með stuðlum. Álagsprófið endurspeglar hversu aðgengileg eign í lausafjárkreppu er<br />

og hversu mikil þörf er á að greiða viðkomandi skuldbindingu tímanlega.<br />

Lausafjárhlutfall bankans var 2,23 í lok árs <strong>2007</strong> og er það reiknað með því að<br />

vega og meta eignir og skuldir bankans samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands nr.<br />

317/2006 um lausafjárhlutfall.<br />

Landsbankinn hefur sett sér innri reglur um erlenda lausafjárstöðu. Reglurnar taka<br />

til lausafjáráhættu til skamms tíma og lengri tíma. Lykilviðmiðun þessara reglna er<br />

að tryggja að bankinn eigi lausafé til að mæta aðstæðum þar sem aðgengi að fjármagni<br />

er lokað í allt að 12 mánuði á meðan bankinn borgar allar skuldbindingar,<br />

sem falla á gjalddaga, auk annarra innlána, sem eru viðkvæm fyrir breytingum,<br />

og heldur um leið óbreyttri starfsemi. Frekari umfjöllum má finna í kaflanum um<br />

fjármögnun og lausafé.<br />

Eigið fé og álagspróf FME<br />

Landbankinn stýrir eigin fé sínu til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um<br />

eigið fé. FME gerir kröfu um að Landsbankinn haldi nægu eigin fé til að uppfylla<br />

lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall skv. reglum um eiginfjárkröfu og áhættugrunn<br />

fjármálafyrirtækja, nr. 215/<strong>2007</strong>. Þessar reglur eru byggðar á viðmiðunarreglum<br />

Basel-nefndarinnar um bankaeftirlit í Basel II-reglunum. Lágmarkskröfur<br />

eru sýndar sem hlutfall af eigin fé af áhættuvegnum eignum.<br />

Landsbankinn hefur sett sér viðmiðanir um eiginfjárhlutfall (eiginfjárþátt B) yfir<br />

10%, sem er töluvert umfram 8% lágmarkskröfur FME. Að mati bankans er með<br />

þessu tekið tillit til samsetningar á rekstri bankans með hliðsjón af viðskiptabankaog<br />

fjárfestingarbankastarfsemi annars vegar og af þeirri áhættu sem bankinn er<br />

reiðubúinn að taka í markaðsverðbréfum hins vegar. Eiginfjárhlutfall Landsbanka<br />

Íslands skv. reglum um eiginfjárhlutfall var í árslok <strong>2007</strong> 11,7%, þar af 10,1% eiginfjárþáttur<br />

A.<br />

Íslensku bankarnir eru reglulega álagsprófaðir af FME til að meta getu þeirra til að<br />

takast á við áföll í efnahagsmálum. Álagsprófið gerir ráð fyrir að eftirtaldir atburðir<br />

gerist allir á sama tíma: i) 35% lækkun á virði innlendra hlutabréfa og 25% lækkun<br />

á virði erlendra hlutabréfa í eigin áhættu, ii) 20% lækkun á virði vaxtafrystra/virðisrýrðra<br />

útlána og fullnustueigna, iii) 7% lækkun á virði markaðsskuldabréfa í eigin<br />

áhættu og iv) 20% veiking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!