30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

93 Landsbankinn<br />

Stjórnarhættir Landsbankans<br />

Landsbankinn er í fararbroddi íslenskra fyrirtækja við að fylgja<br />

góðum stjórnarháttum og tryggja að þeir séu í samræmi við<br />

bestu framkvæmd á hverjum tíma. Innan Landsbankans nær<br />

hugtakið góðir stjórnarhættir til ýmissa þátta í starfsemi bankans.<br />

Þar má nefna stjórnskipulag, upplýsingagjöf, reglur og<br />

verkferla sem eru hluti af starfsemi og rekstri bankans.<br />

Bankaráð Landsbankans átti frumkvæði að því að bankinn var eitt fyrsta íslenska<br />

fyrirtækið sem innleiddi Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem OMX Nordic<br />

Stock Exchange á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Verslunarráð Íslands gáfu<br />

út árið 2004. Landsbankinn hefur einnig tekið upp innri siða- og verklagsreglur og<br />

gaf út regluhandbók þar sem finna má greinargott yfirlit yfir innri reglur bankans.<br />

Innri reglur Landsbankans hafa verið settar til þess að bankinn uppfylli ströngustu<br />

kröfur um stjórnarhætti sem gerðar eru á alþjóðavettvangi og er ætlað að tryggja<br />

gagnsæi og gott upplýsingaflæði.<br />

Landsbankinn endurskoðar innri reglur sínar og innra skipulag reglulega til þess<br />

að tryggja að þær séu ávallt í samræmi við gildandi lög og reglur. Árið <strong>2007</strong> var<br />

mikil vinna lögð í að endurskoða og koma á nýjum reglum og verkferlum á samstæðugrunni.<br />

Góðir stjórnarhættir Landsbankans endurspeglast meðal annars í traustri uppbyggingu<br />

starfseminnar á samstæðugrunni, góðu aðgengi að upplýsingum, vandaðri<br />

ákvarðanatöku og öflugu eftirliti með öllum áhættuþáttum. Markmið bankans<br />

er að tryggja heilbrigðan og traustan rekstur sem og viðeigandi upplýsingaflæði til<br />

hluthafa, annarra markaðsaðila og eftirlitsaðila í þeim lögsögum þar sem Landsbankinn<br />

er með starfsemi. Að auki styðst bankinn við vandaða umgjörð sem ætlað<br />

er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í ákvarðanatökuferlum og tryggja að<br />

starfsemin sé í samræmi við mismunandi lagalegan áskilnað og ströngustu kröfur<br />

um góða starfshætti.<br />

Þær reglur um stjórnarhætti sem bankaráð Landsbankans hefur innleitt eru einnig<br />

notaðar sem meginviðmið um góða stjórnarhætti innan dótturfélaga Landsbankans.<br />

Hluthafafundir<br />

Hluthafafundur fer með æðsta vald í málefnum Landsbankans innan þess ramma<br />

sem samþykktir bankans og landslög mæla fyrir um. Þátttökurétt á hluthafafundum<br />

eiga hluthafar, umboðsmenn þeirra og ráðgjafar, en auk þess eru fundirnir<br />

opnir fjölmiðlum og fulltrúum Kauphallarinnar. Allir hluthafar eiga jafnan rétt

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!