30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

19 Landsbankinn<br />

Fyrirtæki sóttu 546 milljarða á íslenskan verðbréfamarkað árið <strong>2007</strong>, þar af 85<br />

milljarða með útgáfu hlutafjár. Skuldabréf voru gefin út fyrir 460 milljarða.<br />

Langstærstu útgefendur skuldabréfa voru bankar og önnur fjármálafyrirtæki.<br />

Innlend skuldabréfaútgáfa íslenskra fyrirtækja hefur í auknum mæli færst frá<br />

meðallöngum verðtryggðum bréfum yfir í skammtímabréf. Þessi þróun hófst í<br />

mars 2006 vegna hækkandi stýrivaxta sem leiddu til þess að sparnaður færðist<br />

í auknum mæli yfir á peningamarkað og eftirspurn eftir löngum verðtryggðum<br />

bréfum minnkaði hratt.<br />

Alþjóðleg efnahagsmál og fjármálamarkaðir<br />

Yfirstandandi óróa í alþjóðlegum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum má að<br />

stórum hluta rekja til aðlögunar á bandarískum húsnæðismarkaði. Húsnæðisverð<br />

er nú þegar farið að lækka í Bandaríkjunum, Bretlandi og Írlandi og húsnæðismarkaðir<br />

í Mið-Evrópu og á Norðurlöndum bera þess merki að vera mettaðir.<br />

Óvissa um umfang og áhættu undirmálslána og aðra áhættu á lánamörkuðum,<br />

auk hækkandi olíuverðs, hefur aukið líkur á samdrætti í bandarísku efnahagslífi.<br />

Staðan við árslok <strong>2007</strong> er gjörólík þeirri sem var á fyrstu mánuðum ársins þegar<br />

bjartsýni ríkti, þó sérstaklega í Evrópu. Nokkrar áhyggjur voru að vísu af horfum<br />

í bandarísku efnahagslífi þar sem vísbendingar höfðu birst um samdrátt á einkaneyslu<br />

og vanskil á bandaríska undirmálslánamarkaðinum voru að koma fram.<br />

Eftir því sem undirmálskreppan þróaðist og stórar fjármálastofnanir beggja vegna<br />

Atlantshafs tilkynntu um veruleg töp vegna undirmálslána byggðist vaxandi<br />

lausafjárkreppa upp yfir sumarmánuðina.<br />

Stýrivextir<br />

7%<br />

6%<br />

5%<br />

4%<br />

3%<br />

2%<br />

1%<br />

jan. 00 jan. 01 jan. 02 jan. 03 jan. 04 jan. 05 jan. 06 jan. 07<br />

Evrusvæðið<br />

Bretland<br />

Bandaríkin<br />

Japan<br />

Heimild: Reuters EcoWin<br />

Ástandið á lánamörkuðum batnaði til skamms tíma í lok sumars. Það versnaði þó<br />

á ný í lok nóvember. Upphaflegur bati var vafalítið afrakstur gríðarlegrar innspýtingar<br />

lánsfjár frá seðlabönkum heims inn á millibankamarkaði og lækkun stýrivaxta<br />

í Bandaríkjunum. Vaxtamunur á millibankamarkaði fór í 81 punkt í Bandaríkjunum<br />

og 67 punkta í Evrópu í lok júlí. Munurinn lækkaði svo í 45 punkta og 29 punkta<br />

um miðjan október en hækkaði aftur í 88 punkta og 62 punkta þann 22. nóvember.<br />

Í árslok hafði vaxtamunurinn lækkað á ný í 78 og 50 punkta eftir áframhaldandi<br />

innspýtingu lánsfjár og frekari lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum og Bretlandi.<br />

Gengisþróun evru gagnvart<br />

nokkrum myntum<br />

EUR/GBP<br />

EUR/USD<br />

1,5<br />

1,3<br />

1,1<br />

EUR/ISK<br />

100<br />

90<br />

80<br />

Einkaneysla í Bandaríkjunum hélst áfram sterk þrátt fyrir umbreytingu á húsnæðismarkaði.<br />

Samt sem áður féll vöxtur landsframleiðslunnar árið <strong>2007</strong> niður í 2,2%<br />

vegna hratt minnkandi byggingaframkvæmda. Hafði vöxturinn þá ekki verið lægri<br />

frá árinu 2002. Verðbólga hefur aukist vegna hækkandi orku- og matvælaverðs.<br />

Grunnverðbólga hefur hins vegar áfram haldist lág eða í kringum 2% og verðbólguvæntingar<br />

virðast stöðugar þegar litið er til framtíðar.<br />

0,9<br />

70<br />

0,7<br />

60<br />

jan. 00 jan. 01 jan. 02 jan. 03 jan. 04 jan. 05 jan. 06 jan. 07<br />

EUR/GBP EUR/USD EUR/ISK (hægri ás)<br />

Heimild: Reuters EcoWin

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!