30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

67 Landsbankinn<br />

í Madrid. Þar er undirbúningur vel á veg kominn og leyfi fengin og þar á að koma<br />

á fót uppsetningarteymi til að treysta stöðu Landsbankans enn frekar á þessum<br />

markaði. Landsbankinn hefur fengið orð á sig fyrir að veita áreiðanlega þjónustu og<br />

hefur þegar byggt upp traust samband við marga af stærstu fjárfestum heimsins.<br />

Með þátttöku í sjóðstreymislánum hefur Landsbankinn byggt upp stórt eignasafn<br />

og komið sér upp traustu tengslaneti sem nær til allra helstu fjárfestingarbanka á<br />

þessu sviði. Með því að starfa á öllum helstu lánamörkuðum er bankinn í stöðu til<br />

að nýta sér bestu tækifærin sem gefast á hverjum tíma. Lánasafn sjóðstreymislána<br />

dreifist á mörg lönd og atvinnugreinar og endurspeglar vel almennt framboð á<br />

þessum lánum í Evrópu. Með því að efla starfsemi og þekkingu á þessu sviði hefur<br />

Landsbankanum tekist að opna leiðir til að fá samstarfsaðila að lánum sem hann<br />

hefur stillt upp sjálfur. Þannig fæst bæði öflugt tekjustreymi samtímis því að fjölbreytni<br />

í lánasafnsins eykst.<br />

Hráefnis- og birgðafjármögnun<br />

Landsbankinn hefur alltaf leitast við að veita sjávarútvegsfyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu,<br />

bæði á Íslandi og erlendis. Landsbankinn hefur getið sér gott orð<br />

meðal alþjóðlegra fyrirtækja sem vinna sjávarafurðir og hefur styrkt stöðu sína<br />

sem leiðandi sjávarútvegsbanki.<br />

Ein helsta varan, sem Landsbankinn býður alþjóðlegum sjávarútvegsfyrirtækjum,<br />

er hráefnis- og birgðafjármögnun (e. Trade Finance) sem nær yfir alla virðiskeðjuna<br />

frá framleiðslu til endanlegrar afhendingar. Hér hefur Landsbankinn búið<br />

til einstæða vöru sem auðveldar fyrirtækjum að efla viðskipti sín hraðar og með<br />

skilvirkari hætti en ella. Starfsemi bankans í hráefnis- og birgðafjármögnun hefur<br />

verið afar árangursrík og starfa teymi á þessu sviði í Reykjavík, London, Amsterdam,<br />

Halifax og Hong Kong. Meðal viðskiptavina eru stærstu sjávarútvegsfyrirtæki<br />

frá helstu sjávarútvegsmiðstöðvum heimsins og búist er við örum vexti<br />

á þessu sviði. Bankinn hefur byggt á þessari sérhæfingu við að veita sjávarafurðafyrirtækjum<br />

hráefnis- og birgðafjármögnun og aðlagað þessa vöru að öðrum<br />

hrávöruiðnaði um allan heim. Þar má nefna landbúnaðarvörur eins og sykur, kaffi,<br />

maís og sojabaunir. Eins er um að ræða málma eins og ál og stál. Þó að áherslan<br />

verði áfram aðallega lögð á sjávarafurðir mun þessi þjónusta einnig ná til annarrar<br />

hrávöru í náinni framtíð.<br />

Markaðshlutdeild Landsbankans í fyrirtækjalánum<br />

innanlands, sterkustu greinar<br />

<strong>2007</strong> 2006<br />

Fyrirtækjalán 43% 40%<br />

Verslun 60% 54%<br />

Fiskveiðar 50% 47%<br />

Byggingarstarfsemi 45% 39%<br />

Þjónusta 42% 40%<br />

Fiskvinnsla 33% 40%<br />

Árið <strong>2007</strong> treysti Landsbankinn möguleika sína við hráefnis- og birgðafjármögnun<br />

með því að ráða til starfa í London teymi fólks með afar mikla reynslu á þessu sviði.<br />

Teymið í London ber ábyrgð á þessari þjónustu í Evrópu, Suður-Afríku og Austur-<br />

Evrópuríkjunum. Teymið veitir alhliða þjónustu í hráefnis- og birgðafjármögnun,<br />

þar á meðal skjalaábyrgðir og tengingu hráefnis- og birgðafjármögnunar við sam-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!