30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársreikningur <strong>2007</strong><br />

134<br />

2.20 Óvissar skuldbindingar<br />

Skuldbindingar vegna endurskipulagningar og deilumála eru færðar í reikningsskilin þegar (i) lögformleg eða væntanleg skuldbinding er á samstæðunni<br />

vegna fyrri atvika; (ii) meiri líkur en minni eru á því að fjármunum verði ráðstafað til þess að mæta skuldbindingunni; (iii) og hægt er að áætla fjárhæðina<br />

með áreiðanlegum hætti.<br />

Skuldbindingar eru metnar á núvirði þeirra gjalda sem ætlað er að þurfi til að gera upp skuldina þar sem notaður er afvöxtunarstuðull fyrir skatta sem<br />

endurspeglar núverandi mat markaða á tímavirði peninga og þeirrar áhættu sem einkennir skuldbindinguna. Hækkun á skuldbindingunni vegna tímans sem<br />

líður er færð sem vaxtagjöld.<br />

2.21 Fjárhagslegar ábyrgðir<br />

Samningar um fjárhagslegar ábyrgðir eru samningar sem krefjast þess að útgefandi inni af hendi tilteknar greiðslur til að bæta samningshafa tap sem<br />

hann verður fyrir ef tiltekinn skuldari stendur ekki við greiðslur á tilskildum tíma, samkvæmt skilmálum skuldasamnings. Bankar, fjármálastofnanir og aðrir<br />

aðilar fá slíkar fjárhagslegar ábyrgðir frá viðskiptavinum til tryggingar á láni, yfirdrætti og öðru<br />

Fjárhagslegar ábyrgðir eru upphaflega færðar í reikningana á gangvirði þess dags sem samningurinn var gerður. Eftir upphaflega færslu eru skuldir samstæðunnar<br />

vegna slíkra ábyrgða metnar sem hærra gildið, annars vegar af upphaflegu mati, án afskrifta, sem skipt er línulega á tíma samningsins og fært<br />

meðal þjónustutekna í rekstrarreikningi, og hins vegar besta mati á útgjöldum vegna uppgjörs á hvers konar fjárhagslegum skuldbindingum sem stofnast<br />

á reikningsskiladegi. Slíkt mat ákvarðast á grundvelli reynslu af sams konar viðskiptum og tapi, ásamt mati stjórnenda.<br />

2.22 Starfskjör<br />

(a) Eftirlaunaskuldbindingar<br />

Félög samstæðunnar haga lífeyrismálum sínum með ýmsum hætti. Flest félög samstæðunnar eru með reglubundnar greiðslur þar sem félögin greiða í<br />

almenna sjóði eða séreignasjóði og er þá ýmist um að ræða skyldusparnað, samningsbundinn sparnað eða frjálsan sparnað. Ekki hvíla frekari greiðsluskuldbindingar<br />

á samstæðunni eftir að framlögin hafa verið greidd. Framlögin eru færð sem gjöld vegna réttinda starfsmanna á gjalddaga í hverjum<br />

mánuði.<br />

Nokkur félaga samstæðunnar hafa réttindatengda lífeyrissjóði. Réttindatengdur lífeyrissjóður er sjóður sem skilgreinir ákveðna lífeyrisfjárhæð sem starfsmaður<br />

fær við starfslok og fer hún venjulega eftir einum eða fleiri þáttum, svo sem aldri, starfsaldri og launum.<br />

Skuldin sem færð er á efnahagsreikninginn vegna lífeyrisgreiðslna reiknast sem núvirði skilgreindra lífeyrisskuldbindinga á uppgjörsdegi að frádregnu<br />

gangvirði eigna sjóðsins ásamt leiðréttingum vegna tryggingafræðilegs hagnaðar eða taps sem ekki er fært til bókar ásamt réttindatengdum kostnaði<br />

vegna fyrri tímabila. Réttindatengdar lífeyrisskuldbindingar eru reiknaðar út árlega af sjálfstætt starfandi tryggingastærðfræðingum sem núvirða réttindin<br />

með því að beita aðferðinni sem miðar við áunnin réttindi. Núvirði réttindatengdrar lífeyrisskuldbindingar er ákvörðuð með því að afvaxta áætlað<br />

framtíðarsjóðsstreymi með vöxtum skuldabréfa fyrirtækja, sem hafa traust lánshæfismat, í þeim gjaldmiðli sem lífeyrinn verður greiddur í og hafa svipaðan<br />

líftíma og viðkomandi lífeyrisskuldbinding.<br />

Tryggingafræðilegur hagnaður eða tap vegna breytinga á reynslugrunni og tryggingafræðilegum forsendum sem samsvarar meira en hærri fjárhæðinni af<br />

annars vegar 10% af verðgildi eigna sjóðsins eða hins vegar 10% af réttindatengdum lífeyrisskuldbindingum er gjaldfært eða tekjufært meðan á áætluðum<br />

eftirstandandi meðalstarfstíma stendur. Réttindatengdur kostnaður vegna fyrra tímabils er færður beint undir rekstarkostnað nema viðbætur við lífeyrinn<br />

séu háðar því að starfsmenn haldi áfram störfum í tiltekinn tíma (ávinnslutími). Í þeim tilvikum er réttindatengdur kostnaður vegna fyrri tímabila afskrifaður<br />

línulega á ávinnslutímanum..<br />

(b) Kaupréttarsamningar<br />

Samstæðan hefur gert kaupréttarsamninga við starfsmenn sína sem gerir þeim kleift að eignast hlut í bankanum. Kaupréttur er í samræmi við markaðsverð<br />

hlutafjár þegar kaupréttarsamningur er gerður. Kostnaður vegna kaupréttarsamninga er gjaldfærður á kaupréttartímabilinu í samræmi við samnings-ákvæði.<br />

Allir kaupréttarsemaningar eru gerðir upp með hlutafé og samstæðan gjaldfærir núvirði fenginnar þjónustu á því tímabili sem hún er látin af hendi.<br />

Samstæðan notar Black-Scholes verðmatslíkan til þess að ákvarða núvirði gerðra kaupréttarsamninga. Mikilvægustu stærðirnar í líkaninu eru gangvirði<br />

hlutabréfa á samningsdegi, dreifing og flökt í arðsemi, arðsemishlutfall og vaxtahlutfall áhættulausra vaxta.<br />

2.23 Frestaður tekjuskattur<br />

Frestaður tekjuskattur er færður að fullu til skuldar sem tímabundinn mismunur milli skattverðs eigna og skulda og bókfærðra fjárhæða þeirra í samstæðureikningsskilunum.<br />

Frestaður tekjuskattur er hins vegar ekki færður ef hann myndast vegna upphaflegrar færslu eignar eða skuldar í öðrum viðskiptum<br />

en sameiningu fyrirtækja sem hefur hvorki áhrif á reikningshaldslegan né skattskyldan hagnað eða tap. Frestaður tekjuskattur er ákvarðaður með<br />

því að nota skatthlutföll sem hafa verið lögleidd eða efnislega lögleidd fyrir dagsetningu efnahagsreiknings og vænst er að verði í gildi þegar viðkomandi<br />

frestuð skattinneign er innleyst eða frestuð tekjuskattskuldbinding er gerð upp.<br />

Meginhluti tímabundins mismunar er til kominn vegna endurmats tiltekinna fjáreigna og -skulda, þar á meðal afleiðusamninga, og afskrifta af rekstrarfjármunum.<br />

Tímabundinn mismunur á einnig við um frestað skattalegt tap ásamt mismuninum á gangvirði keyptra eigna og skattalegu verði þeirra.<br />

Frestuð skattinneign er færð þegar líklegt er að tímabundinn mismunur nýtist á móti skattalegum hagnaði í framtíðinni.<br />

Frestaður tekjuskattur sem er til kominn vegna tímabundins mismunar tengdum fjárfestingum í dóttur- og hlutdeildarfélögum er færður i samstæðureikningsskilin.<br />

Það er þó ekki gert þegar samstæðan ræður tímasetningu viðsnúnings tímabundins mismunar og líklegt er að hann muni ekki snúast við<br />

í fyrirsjáanlegri framtíð<br />

Skattáhrif yfirfæranlegs skattalegs taps eru færð til eignar í þeim tilfellum þar sem líklegt er talið að það muni nýtast á móti skattskyldum hagnaði í<br />

framtíðinni.<br />

Milljónir króna

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!