30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

66<br />

Lesendur tímaritsins ACQ í Bretlandi völdu Landsbankann „The Alternative Debt<br />

Provider“ ársins <strong>2007</strong> og North West Insider kaus bankann sem „Asset based Lender<br />

of the Year“. Ein viðskipti bankans unnu verðlaun Entrepreneur Magazine sem<br />

„Medium-sized“ viðskipti ársins. Þessar viðurkenningar sýna bæði hæfni Landsbankans<br />

til að sníða skuldasamsetningu vel að þörfum viðskiptavinarins og einnig<br />

hve mikilvægt er að bjóða upp á þessa vöru í fjárfestingarbankaviðskiptum.<br />

Landsbankinn lokaði eignatengdum viðskiptum við fleiri en 20 hópa fjárfesta á<br />

einkamarkaði sem sýnir aukna útbreiðslu þessarar vöru en staðfestir ekki síður<br />

mjög góða stöðu bankans á þessu sviði þar sem mikil samkeppni ríkir. Vöxtur<br />

Landsbankans á þessum markaðii var 20% umfram almenna þróun samkvæmt<br />

mælingum ABFA, Commercial Finance Association and Asset Based Finance Association,<br />

fram til desember <strong>2007</strong>.<br />

Annað meiri háttar afrek á árinu <strong>2007</strong> var að koma á traustu og stefnumarkandi<br />

sambandi milli Landsbankans og Wachovia-bankans í Bandaríkjunum. Þetta<br />

samband opnar aðgang að nýjum mörkuðum fyrir viðskiptavini bankanna sem<br />

byggja á þeim samböndum sem fyrir eru og þetta samstarf hefur gagnast báðum<br />

bönkunum mikið.<br />

Sjóðstreymislán<br />

Teymi Landsbankans sem annast sjóðstreymislán í London og Amsterdam eru<br />

orðin virkir þátttakendur á evrópskum lánamarkaði á sviði sjóðstreymislána.<br />

Teymin hafa myndað sterk viðskiptasambönd við sterka hópa fjárfesta og leiðandi<br />

banka á þessu sviði og þeim er oft boðið að taka þátt í samningum víða á þessum<br />

markaði. Teymi bankans hafa einnig nýtt sambönd sín til þess að styrkja eigin<br />

markaðsstöðu með því að hafa umsjón með sífellt fleiri sjóðstreymislánum.<br />

Sjóðstreymislán eru yfirleitt notuð við kaup og yfirtökur og eru þess vegna mikilvægur<br />

þáttur í markmiðum Landsbankans um að verða leiðandi í fjármögnun<br />

fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjóðstreymislánateymum bankans hefur gengið<br />

mjög vel við samningsgerð og njóta þá oft samvinnu við Fyrirtækjaráðgjöf og<br />

eignatengd útán Landsbankans. Krosssala og samlegðaráhrif frá vörum og þjónustu<br />

frá Fyrirtækjasviði, Fyrirtækjaráðgjöf og öðrum fjármálalausnum hafa kallað<br />

fram fjölda góðra dæma um góðan árangur Landsbankans við að veita litlum og<br />

meðalstórum fyrirtækjum þá heildarþjónustu sem sóst er eftir.<br />

Uppsetningarteymi bankans, sem staðsett eru í útibúunum í London og Amsterdam,<br />

hafa sýnt fram á að þau eru hæf til þess að stilla upp og ná samstöðu um<br />

samkeppnishæfa og hagfellda samsetningu lána á markaði lítilla og meðalstórra<br />

fyrirtækja í Bretlandi og Evrópu. Nýjasta framtakið á þessu sviði er opnun útibús

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!