30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

109 Landsbankinn<br />

Framkvæmdastjórar<br />

Atli Atlason, framkvæmdastjóri Starfsmannasviðs lauk viðskiptafræðiprófi frá<br />

Háskóla Íslands 1992. Hann var skipaður framkvæmdastjóri Starfsmannasviðs<br />

í maí 2003. Áður var hann starfsmannastjóri hjá Búnaðarbanka Íslands hf. frá<br />

1999. Á árunum 1992 til 1999 starfaði hann sem fjármála- og starfsmannastjóri<br />

Fiskistofu. Atli er fulltrúi menntamálaráðherra í stjórn Félagsstofnunar stúdenta.<br />

Ársæll Hafsteinsson er framkvæmdastjóri Lögfræðisviðs, útibúaþjónustu, útlánaeftirlits<br />

og regluvörslu samstæðunnar. Ársæll útskrifaðist úr lagadeild Háskóla<br />

Íslands, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 1992 og löggildingu í verðbréfamiðlun<br />

1999. Hann var skipaður í stöðu sína í Landsbankanum í maí 2003.<br />

Hann hóf störf hjá Búnaðarbanka Íslands hf. árið 1988, starfaði sem forstöðumaður<br />

lögfræðideildar Búnaðarbankans frá 1991 og aðallögfræðingur hans frá<br />

árinu 2000. Hann hefur setið í stjórnum margra fyrirtæka, þar á meðal hjá Creditinfo<br />

Group hf., Intrum Iceland hf., Intrum Justitia SA og Hömlum hf.<br />

Brynjólfur Helgason er framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs og staðgengill bankastjóra.<br />

Hann lauk MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi 1979 og cand. oecon. gráðu<br />

í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1977. Brynjólfur kom til starfa hjá Landsbankanum<br />

árið 1979. Hann var framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs frá 1998 til 2002<br />

og framkvæmdastjóri ýmissa sviða frá 1988. Hann var áður framkvæmdastjóri<br />

Markaðssviðs frá stofnun þess árið 1984 en fram að því var hann forstöðumaður<br />

í Fyrirtækjaviðskiptum. Hann situr í stjórn Landsbanki Heritable Bank Ltd í London,<br />

Alþjóða viðskiptaráðsins á Íslandi og Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Brynjólfur<br />

hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Þeirra á meðal eru Lýsing hf., Reiknistofa<br />

bankanna, Vátryggingafélag Íslands, Líftryggingafélag Íslands hf., Fjárvangur hf.,<br />

SP-Fjármögnun hf., Landsbanki Luxembourg SA og Fransk-íslenska viðskiptaráðið.<br />

S. Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs lauk viðskiptafræðiprófi<br />

frá Háskóla Íslands 1979. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra Fyrirtækjasviðs í<br />

maí 2003. Áður starfaði hún í Búnaðarbanka Íslands hf. í 24 ár, síðast sem framkvæmdastjóri<br />

Fyrirtækjasviðs eftir að hafa gegnt starfi forstöðumanns og aðstoðarframkvæmdastjóra<br />

sama sviðs. Hún hefur setið í stjórn Landsbanki Luxembourg<br />

SA og SP-Fjármögnunar hf. frá 2003. Elín átti sæti í stjórn Búnaðarbankans frá<br />

1998 til 2003 og Lýsingar hf. frá 2000 til 2003.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!