30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

83 Landsbankinn<br />

Eignastýring og einkabankastarfsemi<br />

Mikill vöxtur var áfram einkennandi á þessu ári hjá Eignastýringu<br />

og Einkabankastarfsemi Landsbankasamstæðunnar. Þetta<br />

var alfarið innri vöxtur vegna nýrra verkefna í eignastýringu og<br />

einkabankastarfsemi ásamt stofnun margra nýrra sjóða.<br />

Í starfsemi þessa árs var aðallega lögð áhersla á að styrkja undirstöður ört vaxandi<br />

reksturs Landsbankans. Frá árinu 2003 hafa eignir í stýringu aukist um 397%. Sérstakur<br />

gaumur var gefinn að málefnum er varða áhættu og regluvörslu í sambandi<br />

við innleiðingu á MiFID-reglunum en einnig var lögð áhersla á bætta þjónustu við<br />

viðskiptavini. Nýtt vöruúrval hefur verið þróað með rekstri og skráningu sjóða<br />

í Lúxemborg og Dublin ásamt starfseminni á Íslandi. Eignastýring safna þriðju<br />

aðila var aukin verulega. Eignastýring leggur áfram áherslu á framsækna fjárfestingarkosti<br />

og hefur á sama tíma lagt aukna áherslu á rekstur alþjóðlegra og<br />

evrópskra hlutabréfasjóða með því að styðjast við yfirgripsmikla greiningarvinnu<br />

Landsbankasamstæðunar.<br />

Eignir í stýringu<br />

Í milljörðum króna<br />

500<br />

400<br />

377<br />

Í milljörðum<br />

króna<br />

513<br />

3.000<br />

2.489<br />

2.400<br />

Alls voru 513 milljarðar króna í eignastýringu hjá samstæðu Landsbankans í árslok<br />

Assets Under Management<br />

en það er hækkun um 3% frá árinu áður. Eignir í stýringu hjá verðbréfasjóðum<br />

og fjárfestingarsjóðum samstæðunnar ISKbn jukust um 41% upp í 230 513 milljarða króna í<br />

árslok. Eignir einkabankaþjónustu jukust um 73%.<br />

377<br />

300<br />

200<br />

100<br />

130<br />

268<br />

191<br />

674<br />

300<br />

1.299<br />

1.749<br />

1.800<br />

1.200<br />

600<br />

Aukin samvinna milli starfssviða Landsbankans 300 og dótturfyrirtækja hans hefur<br />

leitt af sér heildstæðari þjónustu við viðskiptavini og styrkt þannig enn frekar<br />

191<br />

verðmæti Landsbankans. Landsbankinn var áfram leiðandi á íslenskum markaði í<br />

130<br />

stýringu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða með 35% markaðshlutdeild hérlendis.<br />

des. 03 des. 04 des. 05 des. 06<br />

Eignir í sjóðastýringu<br />

Heildareignir í vörslu (hægri ás)<br />

des. 07<br />

Dec 03<br />

Dec 04<br />

Dec 05<br />

Dec 06<br />

Dec 07<br />

Vöruþróun<br />

Framúrskarandi þjónusta, sem byggir á faglegri sérþekkingu og vörusafni sem<br />

þjónar fjölbreyttum viðskiptavinahópum, er leiðarljós vöruþróunar hjá Eignastýringu<br />

Landsbankans. Á sama tíma og Eignastýring Landsbankans hefur víkkað<br />

út starfsemi sína og þjónustu til erlendra viðskiptavina með því að skrifa undir<br />

dreifingarsamninga og leggja meiri áherslu á fagfjárfesta, var vöruúrvalið aukið<br />

enn frekar með stofnun fjögurra nýrra hlutabréfasjóða í Lúxemborg til að mæta<br />

þörfum erlendra viðskiptavina. Þessir sjóðir einbeita sér að þýskum, norrænum,<br />

evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Til að fylgja eftir góðum árangri Peningabréfa<br />

Landsbankans stofnaði Eignastýring tvo nýja peningabréfasjóði í dönskum<br />

krónum og kanadískum dollurum. Á árinu hleypti Eignastýringarsvið af stokkunum<br />

tveimur nýjum fagfjárfestasjóðum, annars vegar einkaframtakssjóði nr. 2 í<br />

röðinni og hins vegar vogunarsjóði sem sérhæfir sig í gjaldeyri.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!