30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

104<br />

Viðmið um siðferðilegt athæfi eru nú hluti af lánveitinga- og fjárfestingarathugun<br />

bankans, sem framkvæmd er í tengslum við öll viðskipti. Sérstaklega er fylgst með<br />

athæfi sem kann að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og sjálfbæra þróun, svo sem<br />

ofnýtingu sjávarauðlinda og veiðum á fiskistofnum sem kunna að vera umdeildar<br />

út frá sjónarhóli umhverfisverndar eða vegna siðferðilegra sjónarmiða. Árið 2006<br />

herti bankinn reglur sínar um lánveitingar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að að<br />

fjármagn frá bankanum sé nýtt á skjön við ofangreind markmið.<br />

Innanhússreglur um samfélagslega ábyrgð<br />

Í Landsbankanum starfar nefnd um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja undir forystu<br />

yfirstjórnenda. Nefndin hefur umsjón með yfirgripsmiklum styrkveitingum<br />

bankans á Íslandi og fylgist með því hvort starfsemi bankans sé í samræmi við<br />

væntingar hagsmunasamtaka á svæðinu. Stefnan um samfélagslega ábyrgð er<br />

mikilvægur liður í allri starfsemi Landsbankans og er reglulega til umræðu í fastanefndum<br />

á borð við lána- og fjármálanefnd.<br />

Eitt af meginmarkmiðum samfélagsstefnu bankans er að laða að starfsfólk sem<br />

hefur svipaðar hugmyndir um samfélagslega ábyrgð og finna má í fyrirtækjamenningu<br />

bankans. Auk formlegra verkferla og viðmiða hvetur Landsbankinn<br />

starfsfólk sitt til að taka virkan þátt í starfi sem stuðlar að félagslegri velferð.<br />

Skattgreiðslur og styrkveitingar<br />

Skattgreiðslur Landsbankans og starfsfólks hafa aukist verulega í samræmi við<br />

aukin umsvif og hagnað bæði hérlendis og utan landsteinanna. Auknar skatttekjur<br />

sem rekja má til stækkunar bankans bæta afkomu ríkissjóðs og skila sér þannig<br />

beint til samfélagsins.<br />

Styrkveitingar hafa verið einn mikilvægasti liðurinn í samfélagsverkefnum Landsbankans.<br />

Á Íslandi hefur Landsbankinn verið framarlega í því að styrkja verkefni á<br />

sviði mannúðar, menningar, menntunar og íþrótta- og æskulýðsmála. Á 120 ára<br />

afmæli Landsbankans 2006–<strong>2007</strong> var stuðningur bankans við samfélagsmál meiri<br />

en hjá nokkru öðru fyrirtæki í Íslandssögunni.<br />

Stuðningur við Makeba-stúlknaathvarfið í Jóhannesborg<br />

Í tilefni opnunar hins nýja sendiráðs Íslands í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar <strong>2007</strong><br />

ákváðu Landsbankinn og fleiri aðilar að styðja gott þarlent málefni. Ákveðið var<br />

að veita Makeba-stúlknaathvarfinu í Midrand í nágrenni Jóhannesborgar umtalsverðan<br />

stuðning. Athvarfið hefur verið starfrækt síðan 2003 og hefur bjargað lífi<br />

fjölda stúlkna sem hafa orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!