30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

72<br />

færi til krosssölu til viðskiptavina nýja skuldabréfateymisins annars vegar og<br />

viðskiptavina hlutabréfamiðlunar hins vegar. Auk þess eru samlegðaráhrif milli<br />

skuldabréfaviðskipta og hópsins sem sér um viðskipti með breytanleg skuldabréf<br />

hjá Landsbanki Kepler. Ráðning skuldabréfateymisins er framhald af starfsemi<br />

Landsbanki Kepler sem stofnuð var Genf í júní 2006 og telur nú 40 manns. Hópurinn<br />

í Genf sérhæfir sig í miðlun skuldabréfa og gjaldeyrisafleiðna frá nýmarkaðslöndum.<br />

Nýlega var bætt við þessa starfsemi þegar hafin var miðlun samsettra<br />

fjármálaafurða.<br />

Fjárfesting í verðbréfum<br />

Sviptingar á alþjóðlegum mörkuðum á seinni hluta ársins <strong>2007</strong> höfðu veruleg<br />

áhrif á ávöxtun skuldabréfa- og hlutabréfasafns Landsbankans. Áhrifanna gætti<br />

sérstaklega á fjórða ársfjórðungi. Fjárfestingatekjur voru engar á fjórða ársfjórðungi<br />

miðað við 16,5 milljarða króna ávöxtun á fyrstu þremur fjórðungunum.<br />

Þegar horft er til þróunar á hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði ársins var hlutabréfasafn<br />

Landsbankans vel dreift og heppilega samsett. Heildareign í hlutabréfum<br />

nam 2,1% af heildareignum í árslok sem er vel innan við það 3% mark sem bankinn<br />

hefur sett sér. Um er að ræða nokkra lækkun milli ára, en hlutabréfasafnið var<br />

2,6% af heildareignum í upphafi ársins.<br />

Staða Landsbankans í skráðum íslenskum hlutabréfum var minnkuð á árinu. Eini<br />

stóri innlendi hluturinn í safninu var hlutur bankans í Marel, framleiðanda matvinnslukerfa.<br />

Marel hefur fylgt árangursríkri stefnu á alþjóðlegum vettvangi og<br />

aukið starfsemi sína með innri vexti og yfirtökum, síðast með kaupum á Stork<br />

Food Systems, keppinauti sínum í Hollandi. Marel, eins og mörg framleiðslufyrirtæki,<br />

hefur komist tiltölulega vel frá þeirri lækkun sem orðið hefur á hlutabréfamarkaðinum.<br />

Stærsti eignarhlutur bankans, sem skráður er erlendis, er Intrum<br />

Justica, sænskt innheimtufyrirtæki, en það hefur einnig komið hlutfallslega vel frá<br />

núverandi ókyrrð á markaði. Hlutabréfastaða bankans skilaði 26% ávöxtun á árinu<br />

sem er vel viðunandi samanborið við viðmið.<br />

Skuldabréfasafn Landsbankans jókst enn á árinu frá 169 milljörðum króna í byrjun<br />

árs í 363 milljarða króna í árslok. Mest varð aukningin í erlendum skuldabréfum<br />

sem endurspeglar hvernig bankinn hefur byggt upp lausafjárstöðu sína. Erlenda<br />

skuldabréfasafnið nam 294 milljörðum króna í árslok miðað við 133 milljarða<br />

króna í upphafi árs en það samanstendur eingöngu af ríkisskuldabréfum og<br />

skuldabréfum fjármálastofnana. Bankinn hefur engar áhættuskuldbindingar í<br />

tengslum við skuldavafninga af neinu tagi (SIV, ABS, CDO, Monolines) eða undirmálslán<br />

í Bandaríkjunum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!