30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

47 Landsbankinn<br />

Rekstraráhætta<br />

Rekstraráhætta er hættan á því að bankinn verði fyrir fjárhagslegu tjóni vegna<br />

ófullnægjandi eða gallaðra verkferla eða kerfa, mistökum starfsfólks eða vegna<br />

utanaðkomandi atvika. Lagaleg áhætta telst til rekstraráhættu, en ekki hætta á<br />

rýrnun orðstírs. Rekstraráhætta er því til staðar í allri starfsemi Landsbankans.<br />

Framkvæmdastjóri hvers sviðs ber ábyrgð á rekstraráhættu sviðsins, en dagleg<br />

stjórn á rekstraráhættu er á ábyrgð forstöðumanna deilda. Landsbankinn<br />

hefur umsjón með og samræmir stýringu á rekstraráhættu á samstæðugrunni.<br />

Áhættustýringarferlið er í samræmi við „Sound Practice for the Management and<br />

Supervision of Operational Risk“ sem Basel-nefndin gaf út árið 2003 og uppfyllir<br />

einnig nýjar reglur um gjaldþol sem tóku gildi 1. janúar 2008. Samstæðan hefur<br />

ákveðið að nota grundvallaraðferð (e. „Basic Indicator approach“) til að reikna út<br />

lögbundið eiginfjárhlutfall sitt.<br />

Til að tryggja samhæfða stjórn rekstraráhættu á samstæðugrunni notar Landsbankinn<br />

kerfi sem er bæði fyrirbyggjandi og felur í sér eftirlit. Um er að ræða<br />

ítarlega verkferla, stöðuga umsjón og tryggingar, ásamt virku eftirliti sem er í<br />

höndum innri endurskoðunar. Slíkri umsjón með rekstraráhættu er ætlað að<br />

tryggja að allar starfseiningar bankans séu vel meðvitaðar um rekstraráhættu, að<br />

stöndugt eftirlitskerfi sé til staðar og að eftirlitsþáttum sé framfylgt á skilvirkan<br />

og áhrifaríkan hátt.<br />

Við mat á rekstraráhættu styðst bankinn við ýmsar aðferðir sem þróaðar hafa verið<br />

síðastliðin ár. Þar á meðal er reglubundið sjálfsmat framkvæmt af stjórnendum allra<br />

starfseininga, þar sem metin er líkleg tíðni og mögulegar fjárhagslegar afleiðingar,<br />

til að greina helstu áhættuþætti eininganna. Góð undirstaða að mati og greiningu<br />

á rekstraráhættu fæst með því að rekja fjárhagslegt tjón sem af henni hefur hlotist.<br />

Nota má ýmsa áhættuvísa til að greina breytingar á rekstraráhættu.<br />

Ítarlegar reglur og verklagsferlar mæla fyrir um hvernig starfsmenn eigi að haga<br />

vinnu sinni fyrir bankann. Innri reglur bankans eru sífellt til endurskoðunar og<br />

er reglum og ferlum breytt í samræmi við nýjar áherslur. Bankinn býður starfsmönnum<br />

sínum einnig aðgang að víðtækri þjálfun og menntun til að auka enn<br />

frekar á þekkingu og færni þeirra.<br />

Talsverð áhætta tengist upplýsingatæknikerfum sem fjármálafyrirtæki nota í starfsemi<br />

sinni. Stöðugt er unnið að þróun og endurbótum á upplýsingatæknikerfum<br />

Landsbankans. Áhætta þeim tengd er metin reglulega og er mótvægisaðgerðum<br />

til að draga úr áhættu beitt hvar sem því verður við komið. Öryggisafrit eru tekin<br />

af öllum helstu hlutum kerfisins, á borð við aðalgagnageymslur, og eru afritin<br />

samkeyrð og hýst á sérstökum stöðum, í samræmi við stefnu bankans um stýringu<br />

á rekstraráhættu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!