30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

37 Landsbankinn<br />

Vaxtaáhætta veltubókar<br />

Vaxtaáhætta veltubókar er að mestu leyti vegna eigna bankans í íslenskum skuldabréfum.<br />

Skuldabréfaeign er lykilþáttur í lausafjárstýringu bankans. Að auki er Landsbankinn<br />

aðalmiðlari og viðskiptavaki með innlend ríkisskuldabréf. Bankinn tekur einnig<br />

stöður í innlendum skuldabréfum ásamt mjög seljanlegum og hátt metnum erlendum<br />

skuldabréfum þegar bankinn sér fram á breytingar á ávöxtun þeirra. Hluti af lausafjárstýringu<br />

bankans hefur falist í því að byggja upp umtalsvert safn erlendra skuldabréfa<br />

á árinu. Vegna skamms binditíma safnsins er vágildi vegna þessara bréfa lágt.<br />

Staða skuldabréfa<br />

Vágildisgreining<br />

Vágildis- (99%, 10 daga Staða % af<br />

greining (99% tímabil), % Staða % af Staða % af efnahags-<br />

Í milljörðum króna Staða 10 daga tímabil) af áhættufé áhættufé eiginfjárþætti A reikningi<br />

Alls 362,6 2,8 1,0% 134,0% 155,2% 11,9%<br />

Skráð 360,5 2,8 1,0% 133,2% 154,3% 11,8%<br />

Óskráð 2,1 0,0 0,0% 0,8% 0,9% 0,1%<br />

Innanlands 43,2 1,5 0,5% 15,9% 18,5% 1,4%<br />

Skráð 43,2 1,5 0,5% 15,9% 18,5% 1,4%<br />

Óskráð 0,0 0,0 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%<br />

Erlendis 319,5 1,3 0,5% 118,0% 136,8% 10,4%<br />

Skráð 317,4 1,3 0,5% 117,3% 135,9% 10,4%<br />

Óskráð 2,1 0,0 0,0% 0,8% 0,9% 0,1%<br />

Vaxtaáhætta annarra safna<br />

Vaxtaáhætta bankabókar felst í þeim áhrifum sem vaxtabreytingar eigna og skulda<br />

utan veltubókar hafa á vaxtamun og/eða markaðsvirði eigin fjár. Sú áhætta felst<br />

aðallega í misvægi milli tímalengdar vaxtabindingar eigna og skulda. Vaxtaáhætta<br />

bankabókar er einn af mikilvægari áhættuþáttum bankans. Vaxtaviðmið eru að<br />

jafnaði endurstillt með reglulegu millibili, þó með tveimur undantekningum. Í<br />

fyrsta lagi býður Heritable Bank upp á langtímalán með föstum vöxtum. Vaxtaáhætta<br />

þessa lánasafns er varin með vaxtaskiptasamningum. Í öðru lagi býður<br />

móðurfélag bankans fastvaxtalán í íslenskum krónum og tilheyrir stærstur hluti<br />

þeirra íbúðalánum til einstaklinga. Bankinn hefur varið meirihluta vaxtaáhættu<br />

íbúðalánanna. Fjárstýring í höfuðstöðvum stýrir vaxtaáhættu samstæðunnar.<br />

Verðtryggingajöfnuður<br />

Áhætta bankans vegna verðtryggingar stafar af ójöfnuði milli verðtryggðra eigna<br />

og skulda, innan og utan efnahags. Meirihluti fasteigna- og neytendalána bankans<br />

eru bundin við íslensku neysluverðsvísitöluna til verðtryggingar. Neysluverðsvísitala<br />

er aðallega notuð á langtímalán í íslenskum krónum. Fjárstýring annast<br />

stýringu áhættu vegna verðtryggingar. Í efnahagsreikningi Landsbankans voru<br />

verðtryggðar eignir umfram skuldir 148,9 milljarðar í árslok.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!