30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

21 Landsbankinn<br />

sumum tilfellum voru breytingar á stjórnum fyrirtækjanna óhjákvæmilegar og<br />

með lækkun á væntum og tilkynntum hagnaði fyrirtækjanna mátti búast við verulegri<br />

lækkun hlutabréfa. Undirvísitala S&P 500 fyrir fjármálafyrirtæki féll um 15%<br />

frá byrjun sumars fram í miðjan ágústmánuð og féll svo aftur frá byrjun október<br />

fram að áramótum. Á heildina litið féll undirvísitalan um 20,8% árið <strong>2007</strong>. Þróunin<br />

var svipuð í Evrópu. Euro STOXX-undirvísitalan fyrir fjármálafyrirtæki lækkaði um<br />

12,7% á árinu. Mest var lækkunin meðal þýskra og breskra banka.<br />

Ávöxtunarkrafa langra skuldabréfa í helstu hagkerfum heims lækkaði á árinu. Þessi<br />

þróun endurspeglaði almennt þróun á lánsfjármörkuðum og breytt viðhorf til<br />

áhættu. Eftir því sem fjárfestar gerðu sér í auknum mæli grein fyrir vandamálum á<br />

lánsfjármörkuðum síðastliðið sumar lækkaði ávöxtunarkrafan verulega en hækkaði<br />

á nýjan leik í september og október þegar aðstæður á fjármálamörkuðum virtust<br />

batna. Ávöxtunarkrafa á löngum bréfum tók svo að falla á ný eftir því sem<br />

aðstæður á markaði versnuðu aftur og fjárfestar sóttust eftir auknu öryggi. Við<br />

árslok hafði ávöxtunarkrafa tíu ára bandarískra ríkisbréfa lækkað um 63 punkta frá<br />

upphafi árs og um 123 punkta frá miðjum júní þegar krafan náði hámarki sínu.<br />

Breytingar á hlutabréfavísitölum<br />

árið <strong>2007</strong> í nokkrum löndum<br />

Írland<br />

Svíþjóð<br />

Sviss<br />

Ísland<br />

Frakkland<br />

Finnland<br />

Bandaríkin<br />

Bretland<br />

Holland<br />

Danmörk<br />

Spánn<br />

Þýskaland<br />

1,3%<br />

3,4%<br />

3,5%<br />

3,8%<br />

4,1%<br />

5,1%<br />

7,3%<br />

22,3%<br />

-26,3%<br />

-5,7%<br />

-3,4%<br />

-1,4%<br />

-30% -20% -10% 0 10% 20% 30%<br />

*Vísitölurnar eru: Irish Overall, OMX Stockholm 30, Swiss Market,<br />

OMX Iceland 15, CAC 40, OMX Helsinki 25, S&P 500, FTSE 100,<br />

Amsterdam Exchanges, OMX Copenhagen 20, IBEX 35 og DAX<br />

Heimild: Bloomberg<br />

Einn af athyglisverðustu þáttum núverandi lánsfjárkreppu er sú útbreidda skoðun<br />

að neikvæð áhætta, sem öll helstu iðnríkin standa frammi fyrir, muni hafa minni<br />

áhrif á nýmarkaðsríki. Þetta kemur skýrt fram í gengi hlutabréfa í nýmarkaðshagkerfum<br />

og að því virðist takmarkaðri fylgni milli þróaðra hagkerfa og nýmarkaðshagkerfa.<br />

Í þessu sambandi gæti áframhaldandi vöxtur nýmarkaðshagkerfa og<br />

aukin starfsemi ríkisfjárfestingasjóða (e. sovereign wealth funds), auk lausari peningamálastjórnar<br />

í helstu hagkerfum, valdið því að hagkerfi helstu iðnríkja kæmust<br />

aftur á réttan kjöl fyrr en nú er talið.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!