30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

62<br />

Útlán samstæðunnar til innlendra<br />

og erlendra fyrirtækja<br />

80%<br />

60%<br />

40%<br />

20%<br />

60%<br />

40%<br />

57%<br />

43%<br />

Samhliða útrás Landsbankans og annarra íslenskra fyrirtækja á erlend markaðssvæði<br />

hefur hlutur útlána til erlendra fyrirtækja farið ört vaxandi. Í framhaldi af<br />

verulegri aukningu á þessu sviði á undanförnum árum jók bankinn enn útlán til<br />

erlendra fyrirtækja á árinu <strong>2007</strong>. Í lok ársins fóru 43% af fyrirtækjaútlánum til<br />

erlendra viðskiptavina, hækkun úr 40% á árinu á undan og þar af leiðandi 57% til<br />

íslenskra fyrirtækja. Hluti af útlánum til íslenskra fyrirtækja er notaður í starfsemi<br />

þeirra utan Íslands sem þýðir að mun lægra hlutfall en 57% af útlánum er til notkunar<br />

á innlendum markaði.<br />

Innlend<br />

2006<br />

Erlend<br />

<strong>2007</strong><br />

Stærstur hluti fyrirtækjalána Landsbankans er til fyrirtækja á sviði þjónustu og<br />

byggingarstarfsemi og þar á eftir koma fyrirtæki í verslun og sjávarútvegi. Mest<br />

aukning varð í útlánum til þjónustufyrirtækja á árinu og þar næst til fyrirtækja<br />

í byggingarstarfsemi og iðnaði. Þessi þróun sýnir að Landsbankinn er stöðugt<br />

að efla starfsemi sína í útlánum til fyrirtækja samtímis því sem áhættu er dreift<br />

markvisst á skilgreinda markaði.<br />

Gengisvarnir<br />

Stærstur hluti útlána Landsbankans til íslenskra fyrirtækja er í erlendri mynt.<br />

Flestir þessara skuldunauta eru með eðlilegar varnir beint í gegnum starfsemi<br />

sína. Verulegur hluti tekna margra af stærstu fyrirtækjum Íslands er í erlendri<br />

mynt þar sem hátt hlutfall íslenskra fyrirtækja á í erlendum viðskiptum. Þessi<br />

fyrirtæki eru varin með eðlilegum hætti gegn gengisbreytingum krónunnar þar<br />

sem fjármögnun þeirra í erlendri mynt er venjulega á þann veg að hún myndar<br />

jafnvægi við sjóðstreymi þeirra í viðkomandi myntum. Þar að auki býður bankinn<br />

þeim fyrirtækjum, sem hafa stóran hluta skulda sinna en tiltölulega lítinn<br />

hluta af tekjum í erlendri mynt, margs konar leiðir til að verjast gengissveiflum,<br />

allt eftir stöðu og þörfum hvers viðskiptavinar. Því er hægt að fullyrða að innlend<br />

fyrirtæki í viðskiptum hjá Landsbankanum eru mjög vel varin gegn gengisáhættu.<br />

Breytilegir vextir<br />

Útlána- og vaxtakjör bankans eru mjög sveigjanleg og löguð að aðstæðum viðskiptavina.<br />

Lán í erlendri mynt eru venjulega með breytilegum vöxtum. Lán í<br />

íslenskum krónum eru aðallega með breytilegum, óverðtryggðum vöxtum eða<br />

breytilegum, verðtryggðum vöxtum. Í árslok voru gengisbundin lán 80% af<br />

útlánum Landsbankans til fyrirtækja. Þarna er um að ræða lán sem veitt eru<br />

erlendis en einnig hafa lán í erlendri mynt verið mjög eftirsótt á Íslandi undanfarin<br />

ár vegna hagstæðs gengis og mikils vaxtamunar á milli Íslands og annarra<br />

landa.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!