30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

74<br />

Landsbanki. Þar munar mest um sameiginlegan gagnagrunn fyrir fyrirtækjagreiningar<br />

sem greiðir fyrir samræmdri kynningu á gögnum og auðveldar samanburð<br />

milli markaða. Gagnagrunnurinn auðveldar verðbréfamiðlurum og öðrum sérfræðingum<br />

Landsbankans aðgang að greiningarvinnu hópsins. Bæði efni og form<br />

útgáfunnar var staðlað. Deildirnar gefa nú sameiginlega út skýrslur um einstakar<br />

greinar sem ná yfir markaðssvæði bankans, auk þess að skipuleggja málþing og<br />

kynningar fyrir viðskiptavini í sameiningu. Mikil gæði greiningarvinnu Landsbankans<br />

hafa verið staðfest með vali Bloomberg á Landsbanki Kepler sem fremsta<br />

miðlara Evrópu fyrir áreiðanleika ráðleggingar miðað við fjölda þeirra fyrirtækja<br />

sem fylgst er með.<br />

Fyrirtækjagreiningar hjá Landsbankasamstæðunni<br />

Frakk- Þýska- Ísland Írland Ítalía Holland Spánn Sviss Bretland Finnland Önnur Samstæðan<br />

land land lönd 1 í heild<br />

Fjöldi fyrirtækja sem<br />

fylgst er með 154 57 18 30 64 44 49 63 245 20 25 769<br />

% af virði markaðar 97% 65% 80,3% 2 95% 74% 64% 95% 84% 25% 34% – 25-97%<br />

Miðgildi markaðsvirðis fyrirtækjanna<br />

í milljörðum evra 3,1 3,6 0,5 2,9 2,9 2,5 3,6 2,6 0,3 2,4 13,4 –<br />

Fjöldi greinenda 20 10 6 6 6 5 7 9 21 5 – 95<br />

1) Til að mynda önnur Norðurlönd og Austur-Evrópa<br />

2) Greiningardeild Landsbankans gefur ekki út verðmatsgreiningar á Landsbanka Íslands, sem vegur um 15% af markaðsvirði OMX Nordic Exchange Ísland<br />

Gjaldeyris- og afleiðumiðlun<br />

Gjaldeyris-, afleiðu- og skuldastýring (GAS) veitir viðskiptavinum sérhæfða þjónustu<br />

á þessum sviðum. Landsbankinn á langa sögu í fjármögnun fyrirtækja, ekki<br />

síst í sjávarútvegi og verslun, sem gerir stöðu hans í gjaldeyrisviðskiptum á Íslandi<br />

sterka. Í gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum eru bæði stundarviðskipti með gjaldeyri<br />

og framvirk viðskipti. Skulda- og gjaldeyrisstýring veitir fyrirtækjum, sveitarstjórnum<br />

og lífeyrissjóðum alhliða ráðgjöf um gjaldeyris- og vaxtaáhættu.<br />

Áhættustýring byggist á viðurkenndri aðferðafræði sem fylgt er eftir með ráðgjöf<br />

um hvað hægt er að gera til að lágmarka bæði áhættu og fjármagnskostnað.<br />

Umfang gjaldeyrisviðskipta og afleiðumiðlunar Landsbankans á Íslandi jókst um<br />

16% árið <strong>2007</strong> eftir metvöxt upp á 141% árið 2006.<br />

Á sviði verðbréfa og afleiðuviðskipta eru mikil tækifæri til samlegðaráhrifa. Landsbankinn<br />

leggur mikla áherslu á að auka tekjur af verðbréfa-/afleiðusölu og viðskiptum<br />

þvert á samstæðuna með því að bjóða viðskiptavinum heildstætt úrval<br />

af vörum og þjónustu sem þeir hafa í mörgum tilfellum ekki haft kost á áður.<br />

Til að nota þessa möguleika opnaði bankinn deild miðlunar og þróunar á fjármálaafurðum<br />

í London snemma árs <strong>2007</strong>. Deildin býður gömlum og nýjum viðskiptavinum<br />

bankans hlutabréfaafleiður, fjármögnun verðbréfakaupa, samsettar<br />

fjármálaafurðir og fyrirtækjalausnir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!