30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

63 Landsbankinn<br />

Alhliða fyrirtækjaþjónusta<br />

Í meira en 120 ár hefur Landsbankinn gegnt forystuhlutverki við fjármögnun<br />

atvinnulífs á Íslandi. Landsbankinn hefur það að markmiði að vera ætíð fremstur<br />

í alhliða þjónustu við íslensk fyrirtæki. Á innanlandsmarkaði hafa starfsemi Fyrirtækjasviðs<br />

og útlán útibúa lagt grunninn að styrk bankans með uppbyggingu<br />

trausts og vel dreifðs útlánasafns. Fyrirtækjaútlán Landsbankans skiluðu hagnaði<br />

fyrir skatta upp á 24,6 milljarða króna árið <strong>2007</strong>, samanborið við 16,6 milljarða<br />

króna árið áður.<br />

Landsbankinn hefur langa hefð fyrir því að veita öllum greinum íslensks efnahagslífs<br />

trausta og örugga fjármálaþjónustu. Í Landsbankanum er fyrir hendi<br />

mikil reynsla og alhliða þekking á lánamálum fyrirtækja. Starfsmenn búa jafnframt<br />

yfir mikilli sérþekkingu á einstökum atvinnugreinum. Sérfræðingar bankans<br />

veita fyrirtækjum alhliða þjónustu og einnig sérhæfðar lausnir sniðnar að þeirra<br />

þörfum, persónulega leiðsögn og sérfræðilega ráðgjöf. Fyrirtækjasérfræðingum í<br />

innlendum útibúum bankans hefur fjölgað mikið á undanförnum árum sem hefur<br />

bætt þjónustuna við smærri og meðalstór fyrirtæki. Fyrirtækjasviði Landsbankans<br />

á Íslandi er skipt upp í margar sérhæfðar einingar. Á Fyrirtækjasviði hafa öll fyrirtæki<br />

í viðskiptum fasta viðskiptastjóra sem veita alhliða og sérhæfða þjónustu.<br />

Varfærin útlánastefna<br />

Allar ákvarðanir um útlán til fyrirtækja eru samhæfðar í allri bankasamstæðunni<br />

í lánanefnd bankans sem starfar í Reykjavík. Starf lánanefndar tryggir samræmi<br />

og góða heildarsýn yfir alla útlánastarfsemina. Samfara auknum útlánum til<br />

starfsemi viðskiptavina erlendis hefur bankinn ráðið fleiri sérfræðinga staðsetta á<br />

Íslandi til þess að aðstoða við útlán af þessu tagi.<br />

Landsbankinn fylgist vel með stöðu og rekstrarhorfum í einstökum atvinnugreinum<br />

og er það hluti af stefnu bankans um að hvetja til ábyrgra viðhorfa um fjármál.<br />

Með því að fylgjast grannt með þróuninni innan ákveðinna atvinnugreina getur<br />

bankinn greint hættumerki og gætt meiri varfærni en ella við lánveitingar. Til að<br />

gera slíkt eftirlit sem best úr garði hefur greiningarstarf varðandi atvinnugreinar<br />

og markaði verið eflt auk þess sem skýrslugerð til lánanefnda um þróun áhættu<br />

og gæði útlánasafns hefur verið aukin mikið. Enn fremur hafa ýmis útlána- og<br />

eftirlitskerfi vegna fyrirtækjalána verið endurbætt til að bæta áhættumat og fá<br />

nákvæmari mynd af stöðu útlána. Mikið starf hefur líka verið unnið við uppbyggingu<br />

kerfa og þekkingar til að mæta kröfum vegna nýrra reglna sem byggja á Basel<br />

II. Vöruframboð bankans í fyrirtækjaviðskiptum er í sífelldri endurskoðun til að<br />

tryggja að þær vörur, sem í boði eru, byggi á traustum rekstrargrunni til að geta<br />

áfram stutt við innri vöxt og starfsemi á nýjum stöðum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!