30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

71 Landsbankinn<br />

Fjárfestingabankastarfsemi<br />

Til fjárfestingarbankastarfsemi Landsbankans heyra verðbréfaviðskipti<br />

móðurfélagsins, þrjú dótturfélög sem voru keypt árið<br />

2005: Landsbanki Teather & Greenwood, Landsbanki Kepler<br />

og Merrion Landsbanki, ásamt Bridgewell Group sem keypt var<br />

árið <strong>2007</strong>. Landsbanki Teather & Greenwood og Bridgewell<br />

Group voru sameinuð í Landsbanki Securities UK.<br />

Fjárfestingabanki veitir stórum fyrirtækjum, sveitarfélögum og fagfjárfestum víðtæka<br />

fjármálaþjónustu, þar á meðal verðbréfamiðlun, fyrirtækjaráðgjöf, gjaldeyrisviðskipti<br />

og afleiðuviðskipti. Fjárfestingabanki hefur einnig umsjón með<br />

fjárstýringu bankans, skuldastýringu og eigin viðskiptum bankans. Fjárfestingabankastarfsemi<br />

Landsbankans jókst hröðum skrefum á árinu og námu hreinar<br />

þóknanatekjur 31,4 milljörðum króna á árinu sem er aukning um 53% á milli ára.<br />

Samþætting og vöxtur þjónustuþátta<br />

Fjárfestingabankastarfsemi samstæðunnar gekk vel árið <strong>2007</strong> þrátt fyrir niðursveiflu<br />

á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins. Fyrst og fremst var um<br />

innri vöxt að ræða þar sem starfsstöðvar, sem Landsbankinn hafði þegar eignast,<br />

Landsbanki Kepler og Merrion Landsbanki ásamt Landsbanki Securities í London<br />

víkkuðu út og þróuðu nýja þjónustu. Nýjar deildir voru einnig opnaðar í útibúi<br />

Landsbankans í London.<br />

Eina fyrirtækið sem Landsbankinn keypti árið <strong>2007</strong> var Bridgewell, verðbréfafyrirtæki<br />

í London. Bridgewell var sameinað Teather og Greenwood á árinu og<br />

saman mynda fyrirtækin nú nýtt dótturfélag í London, Landsbanki Securities UK.<br />

Í útibúi bankans í London var sett á laggirnar deild miðlunar og þróunar á fjármálaafurðum,<br />

auk skuldabréfaborðs sem leggur áherslu á miðlun skuldabréfa og<br />

stýringu á vaxandi lausafjársafni bankans. Nýtt útibú var opnað í Helsinki með<br />

aðaláherslu á verðbréfamiðlun. Í lok árs réð Landsbankinn hóp af verðbréfamiðlurum<br />

og hlutabréfagreinendum í Osló, en verðbréfamiðlun er viðbót við starfsemina<br />

í útibúi Landsbankans þar.<br />

Frá því Landsbankinn keypti Landsbanki Kepler hefur fyrirtækið breyst úr því að<br />

vera hrein hlutabréfamiðlun yfir í fjárfestingabanka með fimm viðskiptasviðum:<br />

hlutabréfamiðlun, afleiðumiðlun, fyrirtækjaráðgjöf, eignastýringu og skuldabréfaviðskiptum.<br />

Nýjasta viðskiptasviðið, skuldabréfaviðskipti, efldist mjög þegar við<br />

bættist hópur sérfræðinga frá Anthium Finance í París en starfsreynsla þeirra er að<br />

meðaltali 15 ár. Þetta markar upphaf skuldabréfamiðlunar fyrir Landsbanki Kepler<br />

sem stundað hefur hlutabréfamiðlun síðastliðin 10 ár. Þannig hefur skapast tæki-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!