30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

94<br />

á að taka til máls, leggja fram tillögur og greiða atkvæði. Á hluthafafundum fylgir<br />

eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé og ræður afl atkvæða nema kveðið sé á<br />

um annað í samþykktum eða landslögum. Í ákveðnum tilvikum er samþykkis allra<br />

hluthafa þó krafist. Aukahluthafafundi skal halda þegar bankaráði þykir við þurfa,<br />

samkvæmt fundarályktun eða ef kjörinn endurskoðandi eða hluthafar sem ráða<br />

yfir minnst 1/10 hlutafjár krefjast þess. Aðalfund skal halda fyrir lok aprílmánaðar<br />

ár hvert. Hluthafafundi skal auglýsa í útvarpi og dagblöðum, eða á annan sannanlegan<br />

hátt, með minnst viku en lengst fjögurra vikna fyrirvara. Fundarefni aðalfundar<br />

er birt með fundarboði en endanleg dagskrá og tillögur skulu liggja frammi<br />

hluthöfum til sýnis minnst viku fyrir fundinn. Mál sem ekki eru auglýst í dagskrá<br />

fundarins er ekki unnt að taka til úrlausnar á aðalfundi nema með samþykki allra<br />

viðstaddra hluthafa.<br />

Samþykktir<br />

Í samþykktum Landsbankans er meðal annars lagður grunnur að stjórn bankans<br />

og því hvernig innri málefnum hans skuli háttað. Í samþykktunum eru, auk<br />

ákvæða um reikningshald bankans og endurskoðun, ákvæði um heiti félagsins,<br />

hlutafé þess, hluthafafundi, kosningu stjórnarmanna, starfsemi bankaráðs og þá<br />

ábyrgð og skyldu sem hvílir á bankaráði og bankastjórn.<br />

Bankaráð Landsbankans<br />

Bankaráð Landsbankans fer með æðsta vald í málefnum bankans á milli hluthafafunda<br />

og ber ábyrgð á starfsemi hans. Í bankaráði sitja fimm bankaráðsmenn<br />

og fimm varamenn sem aðalfundur kýs til eins árs í senn. Ávallt er leitast við að<br />

skipan bankaráðsmanna sé í samræmi við skilgreiningu á óhæði stjórnarmanna<br />

sem finna má í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Í ákvæðum Leiðbeininganna<br />

kemur fram að æskilegt sé að meirihluti stjórnarmanna séu óháðir<br />

félaginu og að minnst tveir stjórnendanna skuli vera óháðir stórum hluthöfum.<br />

Bankaráð metur óhæði einstakra bankaráðsmanna og kynnir niðurstöður matsins<br />

í ársskýrslu bankans. Hver sá sem valinn er til setu í bankaráði skal búa yfir þeirri<br />

menntun og reynslu, auk þekkingar á núgildandi lögum og reglugerðum á sviði<br />

fjármálafyrirtækja, sem telst nauðsynleg til að taka vel upplýstar og meðvitaðar<br />

ákvarðanir með tilliti til hagsmuna hluthafa. Samkvæmt lögum og samþykktum<br />

Landsbankans skal bankaráð setja sér skriflegar starfsreglur. Bankaráð hefur í<br />

samræmi við það sett sér skýrar starfsreglur sem sendar eru Fjármálaeftirlitinu, í<br />

samræmi við lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsreglur bankaráðs kveða<br />

á um að bankaráð skuli í árlegu árangursmati meta störf sín og verklag og annað<br />

sem betur má fara í starfsemi þess svo uppfylltar séu þær skyldur sem á því hvíla<br />

samkvæmt lögum, reglum og samþykktum bankans. Bankaráð endurskoðar einnig<br />

starfsreglur sínar og aðra þætti stjórnunarstarfa sinna árlega.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!