30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

51 Landsbankinn<br />

Starfsmannamál<br />

Landsbanki lítur á hvern starfsmann sem mikilvæga auðlind og<br />

leitast því við að ráða einungis til sín framúrskarandi starfsfólk.<br />

Til að laða að, efla og halda í bestu sérfræðingana á hverju<br />

sviði er lögð áhersla á starfsánægju, gott starfsumhverfi og<br />

markvissa starfsþróun. Skemmtilegur og áhugaverður vinnustaður,<br />

þar sem aðstæður, tækjabúnaður og starfsumhverfi eru<br />

eins og best verður á kosið, er lykilatriði í þessu samhengi. Mikil<br />

áhersla er lögð á að laun og aðbúnaður séu samkeppnishæf og<br />

að hagsmunir starfsfólks og bankans fari saman með árangurstengdu<br />

launakerfi.<br />

Skipting stöðugilda Landsbankans eftir<br />

starfsstöðvum<br />

Landsbanki London 6%<br />

Landsbanki Luxembourg S.A. 5%<br />

Merrion 4%<br />

Heritable London 4%<br />

Aðrar starfsstöðvar<br />

5%<br />

Höfuðstöðvar<br />

á Íslandi 35%<br />

Starfsmannahópur bankans er að stækka<br />

Síðastliðin ár hefur Landsbankinn stækkað hratt og örugglega og starfar nú í 16<br />

löndum. Á Íslandi starfa 55% af mannafla bankans, 22% í Bretlandi og Írlandi,<br />

20% eru á meginlandi Evrópu og 1% í Bandaríkjunum, Kanada og Asíu. Vöxturinn<br />

hefur verið mestur í fyrirtækja- og fjárfestingarbankastarfsemi og verðbréfaviðskiptum,<br />

en vöxtur á þessum sviðum kallar á aukna miðlæga þjónustu. Starfsmönnum,<br />

sem sinna þessari þjónustu í höfuðstöðvum Landsbankans, hefur því<br />

fjölgað mjög og mannaráðningar árið <strong>2007</strong> hafa miðast við að styðja aukin umsvif<br />

sem rekja má til samþættingar og samræmingar á öllum sviðum fyrirtækjasamstæðunnar.<br />

Starfsfólki fjölgaði í 2.771 á árinu og er það 20% aukning á milli ára.<br />

Af nýjum stöðugildum voru 112 á Íslandi og 346 erlendis.<br />

Landsbanki<br />

Securities 8%<br />

Kepler 15%<br />

Útibú á<br />

Íslandi 18%<br />

Mannafli æ fjölbreyttari<br />

Samhliða hröðum vexti Landsbankans og auknum umsvifum erlendis hefur samsetning<br />

í hópi starfsfólks bankans breyst mikið. Breytingarnar hafa stuðlað að<br />

meiri fjölbreytni í menntun, þekkingu og reynslu starfsfólks. Í starfsemi bankans<br />

mætast því margvíslegir straumar og stefnur, bæði í daglegu starfi og við mótun<br />

framtíðaráforma.<br />

Hnitmiðuð starfsmannastefna<br />

Starfsmannastefna Landsbankans er ein af helstu ástæðunum fyrir leiðandi stöðu<br />

bankans á innanlandsmarkaði og á henni grundvallast einnig frekari þróun. Drifkraftur<br />

og metnaður starfsmanna Landsbankans hafa átt mikinn þátt í velgengni<br />

bankans síðastliðin ár.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!