30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

31 Landsbankinn<br />

Áhættustýring<br />

Hlutverk fjármálastofnana er að takast á við og stjórna áhættu.<br />

Til að vernda fjárhagslegan styrk Landsbankans vinnur áhættustýring<br />

bankans með skilgreint áhættustjórnskipulag og óháð<br />

áhættueftirlit. Aðferðir við mat og mælingu á áhættu eru í<br />

stöðugri þróun.<br />

Áhættureglur og ferlar bankans tryggja að áhættan sé bæði þekkt og mæld og að<br />

eftirlit sé haft með henni. Áhættunni er stýrt til að hún haldist innan þeirra marka<br />

sem bankinn hefur sett sér og samræmist kröfum eftirlitsaðila á fjármálamarkaði.<br />

Bankinn setur sér stefnu um áhættusamsetningu þannig að sveiflur vegna óvæntra<br />

atburða, sem hafa áhrif á bæði eigið fé bankans og afkomu, séu takmarkaðar og<br />

viðráðanlegar.<br />

Áhættuþættir<br />

Landsbankinn flokkar áhættustöður eftir því hvers eðlis áhættan er og skiptir<br />

áhættuþáttunum upp í útlánaáhættu, markaðsáhættu, rekstraráhættu og áhættu<br />

vegna samsetningar eigna og skulda.<br />

Áhættustjórnskipulag<br />

Bankaráð ber ábyrgð á almennri stefnumótun bankans varðandi áhættu og sér<br />

til þess að hún falli að stefnu bankans, reynslu stjórnenda hans, eiginfjárhlutfalli<br />

og áhættusækni. Bankastjórar bera ábyrgð á daglegri stjórnun bankans gagnvart<br />

bankaráði og stýra áhættu bankans í gegnum fastanefndir hans. Auk þess<br />

bera framkvæmdastjórar ábyrgð á starfsemi hvers sviðs gagnvart bankastjórum<br />

og því að áhættan sé í samræmi við starfsreglur bankans. Fastanefndir bankans<br />

eru fimm: Fjármálanefnd, lánanefnd, eignastýringarnefnd, rekstrarnefnd og<br />

áhættunefnd Landsbankasamstæðunnar. Í hverri fastanefnd eru lykilstjórnendur<br />

og áhættustjórar hvers sviðs ásamt bankastjórum.<br />

Fjármálanefnd: Fjármálanefnd bankans hefur eftirlit með áhættuþáttum í starfsemi<br />

bankans og setur takmörk á áhættuskuldbindingar. Nefndin ákvarðar stefnu<br />

varðandi markaðsáhættu. Einnig hefur hún sett nákvæmar reglur um hámarksáhættu<br />

samstæðunnar. Áður en ráðist er í nýjar tegundir viðskipta, nýja gerð<br />

samninga við viðskiptavini eða í eigin reikning bankans þarf að leggja skriflega<br />

greinargerð um áformuð viðskipti fyrir nefndina til umsagnar og ákvarðanatöku.<br />

Fjármálanefnd mótar stefnu í lausafjárstýringu, hefur eftirlit með lausafjárstöðu<br />

og er ráðgefandi um eigna- og skuldasamsetningu bankans.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!