30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

25 Landsbankinn<br />

Landsbankinn fól Daiwa Bank og Nomura að hafa umsjón með uppsetningu á<br />

svokölluðum „Samurai“, japönskum lánaramma, sem búist er við að verði tilbúinn<br />

til útgáfu á árinu 2008.<br />

Landsbankinn heldur áfram að þróa innviði alþjóðlegrar fjármögnunarstefnu sinnar.<br />

Fjármögnunarteymi bankans í Reykjavík teygir nú anga sína til helstu fjármálamiðstöðva<br />

heims, svo sem London, Hong Kong og New York, sem færir starfsemina nær<br />

helstu mörkuðum og er viðbót við starfsemi bankans í öðrum tímabeltum.<br />

Fjármögnun árið <strong>2007</strong><br />

Takmarkað aðgengi að fjármögnunarmörkuðum á árinu 2006 reyndist góður<br />

undirbúningur fyrir íslenska banka þegar þeir þurftu að takast á við þá erfiðleika<br />

sem settu sinn svip á fjármálamarkaði á árinu <strong>2007</strong>. Landsbankinn gerði ýmsar<br />

breytingar á fjármögnunar- og lausafjárstefnu sinni, og bætti einnig gagnsæi<br />

og samskipti við fjárfesta. Eins og afkoma annars ársfjórðungs <strong>2007</strong> sýndi, getur<br />

umrót á fjármálamörkuðum takmarkað aðgengi að fjármagni sem sannreynir<br />

hve mikilvægt er að auka fjölbreytni í fjármögnunarleiðum hvað varðar markaði,<br />

vörur og landfræðilega dreifingu. Sterk fjármögnunarstaða bankans fyrir þessa<br />

atburði og það þolgæði sem bankinn sýndi á meðan markaðsaðstæður fóru smám<br />

saman versnandi, hefur sýnt að fjármögnunarstefna bankans hefur borið góðan<br />

árangur.<br />

Innlán<br />

Átak Landsbankans til að auka innlán einstaklinga hefur óneitanlega reynst<br />

árangursríkt. Fjármögnun með innlánum, sér í lagi innlánum einstaklinga, hefur<br />

í sögulegu samhengi tryggt bankanum stöðugri fjármögnun en lánsfjármarkaðir.<br />

Landsbankinn hefur sett af stað frekari vinnu við að stækka og auka fjölbreytni<br />

innlánasafnins og ný áform þessu tengd verða kynnt á árinu 2008. Innlán á Íslandi<br />

náðu yfir 25% af heildarinnlánum viðskiptavina í lok árs <strong>2007</strong>. Innlán í Bretlandi<br />

og á svæðum þar sem hagstætt skattaumhverfi ríkir námu 61% og innlán í Lúxemborg<br />

og Amsterdam 14%. Þegar á heildina er litið fjármögnuðu innlán einstaklinga<br />

70% af heildarútlánum á árinu <strong>2007</strong>, samanborið við 34% í lok árs 2005 sem<br />

er mikilvæg breyting á fjármögnun bankans.<br />

Skuldabréf í lausafjáreign Landsbankans<br />

Sundurliðun eftir útgefanda<br />

Fjármálaþjónusta 66%<br />

Ríkisskuldabréf 25%<br />

Fyrirtækjaskuldabréf 9%<br />

Sundurliðun eftir lánshæfismatseinkunn<br />

AAA 32%<br />

AA 44%<br />

A 16%<br />

BBB 4%<br />

NR 4%<br />

Icesave<br />

Innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, Icesave, sem settur var á laggirnar<br />

í október 2006, hefur leikið lykilhlutverk í þeirri umbreytingu sem átt hefur sér<br />

stað í fjármögnun bankans. Í lok árs <strong>2007</strong> nam fjöldi stofnaðra Icesave reikninga<br />

128.000. Velgengni Icesave má að stórum hluta þakka háum vöxtum sem við-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!