30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

23<br />

Landsbankinn<br />

Fjármögnun og lausafjárstaða <strong>2007</strong><br />

Landsbankinn hefur fylgt þeirri stefnu að tryggja fjármögnun<br />

og lausafé með fjölbreyttum leiðum, að halda skynsamlega<br />

utan um stýringu lausafjár og draga úr vægi lánsfjármögnunar<br />

á markaði, sem og að halda áfram að auka landfræðilega<br />

dreifingu fjármögnunar.<br />

Á árinu <strong>2007</strong> fylgdi bankinn þessari stefnu eftir með góðum árangri. Frumkvöðlastarf<br />

Landsbankans á sviði alþjóðlegrar innlánastarfsemi hefur átt stærstan þátt<br />

í endurskipulagningu efnahagsreiknings bankans og þeirri þróun að bankinn þarf<br />

nú í mun minni mæli að treysta á alþjóðlega lánamarkaði til fjármögnunar. Kostir<br />

þessarar stefnu eru augljósir þegar litið er til þess óróa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum<br />

á seinni hluta ársins, þegar bankinn reyndist vel í stakk búinn til<br />

að takast á við samdrátt á lánsfjármarkaði.<br />

Fjármögnun og lausafjárstefna<br />

Fjármögnunarstefna Landsbankans er óaðskiljanlegur hluti lausafjárstýringar<br />

bankans. Fjármögnun á alþjóðlegum lánamörkuðum er eðlilegt svar bankans við<br />

aukinni landfræðilegri dreifingu eignasafnsins en stöðugt og áreiðanlegt aðgengi<br />

að fjármagni er mikilvægur þáttur í að halda utan um lausafjáráhættu. Landsbankinn<br />

stýrir fjármögnun sinni á virkan hátt til þess að ná fram þessari dreifingu<br />

og áreiðanleika með því að fylgjast vel með aðstæðum á markaði til að að geta<br />

með sem bestu móti stýrt fjármögnun bankans á sem hagkvæmastan hátt.<br />

Á árinu <strong>2007</strong> hélt Landsbankinn áfram að auka fjölbreytni fjármögnunarleiða<br />

bankans og bæta almennt aðgengi að fjármögnun. Lögð er áhersla á alþjóðleg<br />

innlán einstaklinga til að ná fram ákjósanlegu jafnvægi á milli fjármögnunar með<br />

innlánum og fjármögnunar á alþjóðlegum lánamörkuðum. Hlutfall innlána einstaklinga<br />

var 70% af heildarútlánum til viðskiptavina í lok árs <strong>2007</strong>, samanborið<br />

við 46% í byrjun árs.<br />

Lausafjárstýring samstæðunnar<br />

Samhliða vexti Landsbankans á undanförnum árum hefur lausafjárstýring samstæðunnar<br />

verð efld og umtalsvert aukið við lausafé. Sá órói sem skapaðist í<br />

kringum íslensku bankana á árinu 2006, aukin alþjóðleg starfsemi Landsbankans,<br />

sem og aukin áhrif alþjóðlegra lánamarkaða á íslenska hagkerfið, ýttu undir þá<br />

ákvörðun að efla lausafjárstöðu bankans. Nýjar innri reglur bankans um lausafjárstýringu,<br />

sem segja til um stýringu lausafjáráhættu, eru settar af fjármála-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!