30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

108<br />

Bankastjórar<br />

Halldór J. Kristjánsson lauk lagaprófi (cand. jur.) frá Háskóla Íslands árið 1979,<br />

meistaraprófi í alþjóðalögum (LLM) frá New York University árið 1981 og stundaði<br />

nám í samningarétti við Harvard Law School árið 1986. Hann tók við starfi<br />

bankastjóra Landsbankans 1998. Áður starfaði hann sem skrifstofustjóri og síðar<br />

ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árin 1994-98. Halldór var<br />

aðstoðarbankastjóri við Evrópubankann í London (EBRD) 1991-1994. Þar áður<br />

starfaði hann sem skrifstofustjóri lögfræði- og alþjóðadeildar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu<br />

árin 1981-1991.<br />

Á vegum ráðuneytisins tók Halldór meðal annars þátt í þróun stóriðjuframkvæmda<br />

á Íslandi, átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum og var fulltrúi Íslands<br />

hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Síðan Halldór hóf störf hjá Landsbankanum hefur<br />

hann setið í stjórnum hjá fjölmörgum fyrirtækjum og samtökum, meðal annars<br />

Evrópsku bankasamtökunum og Samtökum iðnaðarins. Þá var hann formaður<br />

stjórnar Sambands íslenskra viðskiptabanka. Halldór hefur verið formaður stjórnar<br />

Landsbanki Heritable Bank Ltd í London síðan 2000 og formaður stjórnar Landsbanki<br />

Luxembourg SA síðan 2003, í stjórn Lex Life and Pension SA, sem og dótturfyrirtækja<br />

Landsbankans Kepler Equities SA og Merrion Landsbanki, síðan 2005<br />

og í stjórn Landsbanki Guernsey Ltd síðan 2006.<br />

Sigurjón Þ. Árnason útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1992<br />

og lauk MBA prófi í fjármálum frá University of Minnesota í Bandaríkjunum 1994.<br />

Hann nam hagverkfræði við Technische Universität í Berlin árin 1994-1995. Sigurjón<br />

hóf störf sem bankastjóri hjá Landsbankanum í apríl 2003. Áður starfaði<br />

hann hjá Búnaðarbanka Íslands hf. og var þar framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs<br />

frá 1998 og forstöðumaður Hagfræði- og áætlanadeildar 1995-1998. Á árunum<br />

1995-1997 var Sigurjón einnig stundakennari við Háskóla Íslands.<br />

Sigurjón er formaður samninganefndar íslenskra banka og hefur verið formaður<br />

dótturfyrirtækis Landsbankans Kepler Equities SA síðan 2005. Hann hefur setið í<br />

stjórn hjá Landsbanki Heritable Bank frá 2003, Landsbanki Luxembourg frá 2001,<br />

Teather & Greenwood Ltd frá 2005, Merrion Landsbanki frá 2005, Lex Life & Pension<br />

SA frá 2005, Landsbanki Guernsey Ltd frá 2006, Hömlum hf. frá 2003, Intrum<br />

Justitia AB frá 2005 og Landsbanki Securities Holding plc frá <strong>2007</strong>.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!