30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ársskýrsla <strong>2007</strong><br />

106<br />

Upplýsingatæknisvið<br />

Árangur ársins leiddi af sér jafnt tækifæri sem ógnanir fyrir<br />

upplýsingatækni og bakvinnslu verðbréfa og eignastýringar<br />

sem saman mynda Upplýsingatæknisvið. Á árinu var megináhersla<br />

lögð á að fylgja eftir vexti bankans með uppbyggingu<br />

á nýjum útibúum og stuðningi við þróunarverkefni, en á<br />

sama tíma var unnið áfram í að samþætta og einfalda ferli og<br />

kerfi innan bankans.<br />

Upplýsingatæknisviðið var endurskipulagt á árinu með það að markmiði að styðja<br />

beint við undirliggjandi viðskiptaferli bankans og mikla nálægð við notendur í stað<br />

þess að horfa á einstök kerfi og stuðning við þau. Í þessu ljósi voru öll verkefni<br />

flokkuð eftir einstökum einingum bankans með það að markmiði að auka sérhæfingu<br />

og tryggja skýra ábyrgð á einstökum málaflokkum frá upphafi til enda. Þetta<br />

gefur aukin tækifæri til að styrkja ferli, draga þannig úr rekstraráhættu og stytta<br />

viðbragðstíma.<br />

Á liðnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að styrkja innri ferli sem er forsenda<br />

þess að bankinn geti staðið undir þeim vexti sem hefur einkennt hann. Viðurkenning<br />

á þessari vinnu kom á árinu þegar starfsemi bankans á Íslandi hlaut vottun frá<br />

vottunarfyrirtækinu BSI samkvæmt ISO27001 sem er alþjóðlegur staðall á sviði upplýsingaöryggis.<br />

Vottunin náði ekki eingöngu til Upplýsingatæknisviðs heldur allrar<br />

starfsemi bankans á landinu, hvort heldur var í útibúum eða höfuðstöðvum.<br />

Endurbætt ferli, ný kerfi og aukin sjálfvirkni hafa verið lykillinn að því að bakvinnsla<br />

bankans hafi náð að fylgja eftir vexti bankans og gríðarlega auknu viðskiptamagni<br />

samhliða því að dregið hefur verið úr rekstraráhættu með ýmsum<br />

hætti. Sem dæmi um þetta má nefna að fjöldi viðskipta í innlendum skráðum<br />

bréfum hefur tvöfaldast á árunum 2004 til <strong>2007</strong>, úr 200 þúsund í 400 þúsund.<br />

Þá hefur fjöldi gjaldeyrisviðskipta fimmfaldast frá árinu 2005 í nærri 200 þúsund.<br />

Þrátt fyrir verulega aukningu í viðskiptamagni hefur tekist að mæta henni án<br />

samsvarandi fjölgunar starfsfólks.<br />

Eins og undanfarin ár var mikil áhersla lögð á að þróa áfram lausnir bankans á internetinu<br />

og fer meginhluti viðskipta bankans nú fram þar. Að jafnaði kom bankinn<br />

út með stórar útgáfur á netlausnum annan hvern mánuð viðskiptavinum bankans<br />

til hagsbóta. Meðal annars var öryggi Einkabanka stóraukið með dreifingu<br />

svokallaðra auðkennislykla til allra notenda. Þá hefur verið lögð sérstök áhersla<br />

á að auka upplýsingagjöf til viðskiptavina um viðskipti á fjármálamörkuðum og<br />

meðal annars var fyrsta lausnin til stofnanafjárfesta gefin út á samstæðugrunni

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!