30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ársreikningur <strong>2007</strong><br />

128<br />

Skýringar við ársreikning samstæðu<br />

1. Almennar upplýsingar<br />

Landsbanki Íslands hf. (samstæðan) er viðskipta- og fjárfestingarbanki. Samstæðan er með rekstur í fjórtán löndum og voru starfsmenn hennar 2.640 í<br />

lok ársins.<br />

Móðurfélag samstæðunnar er Landsbanki Íslands hf. (bankinn) sem er skráð hlutafélag með aðsetur á Íslandi. Skráð aðsetur höfuðstðva bankans er<br />

Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Bankinn var stofnaður á árinu 1886 og var ríkisbanki fram til ársins 1998 þegar ákveðið var að einkavæða bankann með<br />

almennu hlutafjárútboði. Hlutabréf bankans eru skráð hjá OMX Nordic Exchange.<br />

Bankaráð Landsbanka Íslands hf. samþykkti ársreikning samstæðunnar þann 28. janúar 2008.<br />

2. Yfirlit um helstu reikningsskilaaðferðir<br />

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara samstæðureikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan<br />

hátt á öll tímabilin sem birt eru í reikningsskilunum, nema annað sé tekið fram.<br />

2.1 Grundvöllur reikningsskila<br />

Ársreikningur samstæðu Landsbanka Íslands hf. <strong>2007</strong> er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið samþykktir af<br />

Evrópusambandinu (ES). Ársreikningurinn fylgir IFRS og staðfestum túlkunum á honum sem voru í gildi 31. desember <strong>2007</strong>.<br />

Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS) sem samþykktir hafa verið af ES víkja frá öðrum IFRS stöðlum á eftirfarandi sviðum í starfsemi samstæðunnar:<br />

Staðlar sem ekki hafa verið samþykktir af ES:<br />

IAS 23 (Viðauki), “Borrowing costs” (“Lántökukostnaður” tekur gildi 1. janúar 2009). Þar er kveðið á um að lántökukostnaður skuli eignfærður sem hluti af<br />

kostnaði við eignamyndun ef hann tengist beint kaupum, framkvæmdum eða myndun eignar sem uppfyllir tiltekin skilyrði (eign sem tekur verulegan tíma<br />

að koma í nothæft eða söluhæft ástand.) Ekki verður heimilt að gjaldfæra slíkan kostnað. Þessi viðauki hefur ekki tekið gildi og hefur ekki verið samþykktur<br />

af ES. Samstæðan mun fara eftir þessum staðli um leið og hann hefur verið samþykktur af ES.<br />

Skýringar við staðla sem ekki hafa verið samþykktir af ES:<br />

IFRIC 12, ‘Service concession arrangements’ (gildistaka 1. janúar 2008)<br />

IFRIC 13, ‘Customer loyalty programmes’ (gildistaka 1. júlí 2008).<br />

IFRIC 14 ‘IAS 19 – The limit on a defined benefit asset, minimum funding requirements and their interaction’ (gildistaka 1. janúar 2008).<br />

Staðlar, viðbætur og skýringar sem samþykktar hafa verið af ES og tekið gildi á árinu <strong>2007</strong>:<br />

Staðlar:<br />

IFRS-staðall 7, Fjármálagerningar: skýringar (“Financial instruments: Disclosures”), og viðauki til skýringar á IAS-staðli 1, framsetning reikningsskila<br />

- eiginfjáryfirlit (“Presentation of financial statements – Capital disclosures”), setja fram nýjar reglur um skýringar til þess að bæta upplýsingar um fjármálagerninga.<br />

Þar er meðal annars gert ráð fyrir upplýsingum um hversu veruleg áhættustaða sé og um aðferðir við áhættustýringu. Þessar nýju skýringar<br />

veita upplýsingar um umfang áhættu byggt á innri upplýsingum lykilstjórnenda. Gert er ráð fyrir að skýringar séu greinargóðar og veiti upplýsingar um<br />

umfang útlánaáhættu, lausafjáráhættu og markaðsáhættu. IFRS 7 staðallinn kemur í stað IAS 30 “Disclosures in the financial statements of banks and<br />

similar financial institutions” og einnig í stað nokkurra ákvæða um skýringar í IAS 32 “Financial instruments, disclosure and presentation”. Viðbótin við<br />

IAS 1 setti fram skýringar þar sem fram komi upplýsingar um eiginfjárhlutfall og eiginfjárstýringu.<br />

Þessir staðlar hafa veruleg áhrif á flokkun og skýringar á fjármálagerningum samstæðunnar. Báðir staðlarnir hafa verið innleiddir í reikningsskilareglur<br />

samstæðunnar og liggja til grundvallar þessum samstæðureikningsskilum.<br />

IFRS 4, “Insurance contracts”; Þessi staðall hefur engin áhrif á ársreikning samstæðunnar.<br />

Túlkunarstaðlar:<br />

IFRIC 7, ‘Applying the restatement approach under IAS 29, Financial reporting in hyperinflationary economies’<br />

IFRIC 8, ‘Scope of IFRS 2’<br />

IFRIC 9, ‘Re-assessment of embedded derivatives’<br />

IFRIC 10, ‘Interim financial reporting and impairment<br />

IFRIC 11, ‘IFRS 2 – Group and treasury share transactions’<br />

Staðallinn sem vísað er til hér á eftir hefur verið birtur og samstæðunni gert skylt að fylgja honum frá og með 1. janúar 2008. Staðallinn hefur verið<br />

samþykktur af ES en er ekki tekinn upp innan samstæðunnar fyrr en krafist er:<br />

IFRS-staðall 8, ‘Operating segments‘, starfsþáttayfirlit (tekur gildi 1. janúar 2009). Þessi staðall kemur í stað IAS 14 og er samsvarandi reglum um starfsþáttagreiningu<br />

sem fram koma í bandaríska staðlinum SFAS 131, ‘Disclosures about segments of an enterprise and related information’. Þessi nýi staðall<br />

gerir ráð fyrir framsetningu í samræmi við innri upplýsingagjöf stjórnenda. Samstæðan mun innleiða IFRS-staðal 8 frá og með 1. janúar 2009.<br />

Ársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsaðferð að teknu tilliti til færslu fjáreigna og fjárskulda (þ.m.t. afleiðugerninga) sem tilgreindar eru<br />

á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi.<br />

Gerð ársreikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að notaðar séu tilteknar aðferðir við reikningshaldslegt mat. Stjórnendur<br />

bankans þurfa jafnframt að ákvarða notkun tiltekinna reikningsskilaaðferða. Sérstaklega er greint frá þessum aðferðum í skýringu nr. 3.<br />

Milljónir króna

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!