30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

95 Landsbankinn<br />

Bankaráðsfundir<br />

Í samræmi við starfsreglur bankaráðs eru fundir ráðsins skipulagðir ár fram í tímann.<br />

Bankaráð kýs sér formann og varaformann á fyrsta fundi sínum eftir kjör<br />

bankaráðs á aðalfundi. Formaður bankaráðs, eða varaformaður sé formaður fjarstaddur,<br />

stýrir fundum bankaráðs sem alla jafna eru haldnir mánaðarlega. Þó má<br />

boða til aukafundar með þriggja daga fyrirvara.<br />

Starfsreglur bankaráðs<br />

Starfsreglurnar innihalda ítarleg ákvæði um hlutverk bankaráðs og bankastjóra.<br />

Bankastjórar bera ábyrgð á daglegum rekstri, en yfirumsjón með starfseminni og<br />

ákvarðanir um ráðstafanir sem teljast óvenjulegar eða mikilvægar eru í höndum<br />

bankaráðs. Helstu verkefni bankaráðs eru að taka stefnumarkandi ákvarðanir um<br />

helstu þætti í starfsemi bankans og tryggja að öll umsvif hans séu í samræmi við<br />

lög og reglur. Til þess að bankaráð geti sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu er í starfsreglunum<br />

að finna ítarleg ákvæði um upplýsingagjöf til bankaráðs. Í starfsreglunum<br />

er einnig að finna upptalningu á þeim ráðstöfunum sem teljast óvenjulegar<br />

eða mikilsháttar. Ennfremur innihalda starfsreglurnar ákvæði um hagsmunaárekstra<br />

sem geta komið upp í tengslum við eigin viðskipti bankaráðsmanna eða<br />

félaga sem þeir eiga virkan hlut í, sitja í stjórn hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða<br />

eiga að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta. Í slíku tilfelli telst bankaráðsmaður<br />

vanhæfur og skal ekki taka þátt í umræðu eða meðferð málsins. Sama gildir<br />

um aðila sem eru fjárhagslega eða persónulega tengdir bankaráðsmönnum og um<br />

samkeppnisaðila þeirra eða aðila þeim tengdum.<br />

Ofangreindum ákvæðum er ætlað að koma í veg fyrir að hagsmunir bankaráðsmanna<br />

hafi óeðlileg áhrif á ákvarðanir þeirra og að tryggja jafnan algert óhæði<br />

þeirra. Bankaráðsmaður sem telst vanhæfur samkvæmt fyrrnefndum ástæðum<br />

skal hvorki taka þátt í meðferð hlutaðeigandi máls né hafa aðgang að upplýsingum<br />

sem málið varða.<br />

Bankastjórar bera ábyrgð á upplýsingagjöf til bankaráðs. Meðal upplýsinga sem<br />

lagðar eru fyrir bankaráð eru regluleg fjárhagsuppgjör bankans og endurskoðaðir<br />

eða kannaðir samstæðureikningar fyrir hvern árshluta. Bankaráð fær einnig upplýsingar<br />

um 100 stærstu viðskiptavini bankans sem og vanskil og greiningu á vanskilum.<br />

Upplýsingar um öll viðskipti bankaráðsmanna og kjör þeirra eru ennfremur<br />

lagðar fyrir bankaráð, auk sundurliðaðra upplýsinga um fyrirgreiðslur til venslaðra<br />

aðila. Innri endurskoðandi bankans sinnir einnig endurskoðun á fyrirgreiðslum til<br />

venslaðra aðila og ber þær meðal annars saman við sambærileg viðskipti annarra<br />

viðskiptavina. Til venslaðra aðila teljast meðal annars bankaráðsmenn, bankastjórar,<br />

framkvæmdastjórar, innri endurskoðandi og regluvörður, ásamt nánum<br />

fjölskyldumeðlimum þessara aðila. Hliðstæðir aðilar í dótturfélögum og tengdum

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!