30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

103 Landsbankinn<br />

Yfirlýsingin var undirrituð og birt í kjölfar leiðtogafundar forsvarsmanna fyrirtækja<br />

á vegum Sameinuðu þjóðanna (UN Global Compact Leaders Summit), sem aðalframkvæmdastjóri<br />

Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki Moon, boðaði til dagana 5.–6. júlí<br />

<strong>2007</strong> í Genf. Yfirlýsingin, „Caring for Climate: The Business Leadership Platform“,<br />

er alþjóðlegt ákall forsvarsmanna fyrirtækja sem margir hverjir tóku þátt í leiðtogafundinum.<br />

Hnattrænn samningur (UN Global Compact) og Umhverfisáætlun<br />

Sameinuðu þjóðanna (UNEP), ásamt Alþjóðaviðskiptaráðinu fyrir sjálfbæra þróun<br />

(WBCSD), stuðluðu að tilurð yfirlýsingarinnar.<br />

Þau fyrirtæki, sem standa að yfirlýsingunni, og í þeim hópi eru 30 fyrirtæki af<br />

Fortune Global 500-listanum, skuldbinda sig til að „taka raunhæf skref til að auka<br />

skilvirkni í orkuneyslu, minnka hlut kolefnis í vörum, þjónustu og verkferlum, setja<br />

sér af frjálsum vilja markmið í þeim efnum og birta upplýsingar um árangurinn<br />

opinberlega á hverju ári“. Einnig hafa þessi fyrirtæki skuldbundið sig til að takast á<br />

við loftslagsbreytingar með skipulegum hætti og byggja upp viðeigandi starfsgetu.<br />

Fyrirtækin hafa samþykkt að vinna með öðrum fyrirtækjum á sama sviði og öðrum<br />

alþjóðlegum viðskiptavinum sínum að því að kynna viðurkennda staðla og setja á<br />

stofn sameiginleg verkefni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.<br />

Ráðstefnur<br />

Landsbanki Kepler, sem er fjárfestingarbanki og dótturfélag Landsbankans í Evrópu,<br />

hélt alþjóðlega ráðstefnu um nýja orkugjafa í París í febrúar <strong>2007</strong>. Á ráðstefnunni<br />

bauðst 200 fag- og fyrirtækjafjárfestum einstakt tækifæri til að hlusta<br />

á og hitta fulltrúa 22 fyrirtækja sem starfa við framleiðslu á endurnýjanlegri og<br />

kolefnislausri orku. Framleiðendur sólarorku voru áberandi og átta evrópsk fyrirtæki,<br />

sem starfa á því sviði, kynntu starfsemi sína. Landsbanki Kepler hélt aðra<br />

ráðstefnu um orkumál í febrúar 2008.<br />

Al Gore, 45. varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, ávarpaði<br />

Orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Landsbanki í Dublin á Írlandi, laugardaginn<br />

1. desember <strong>2007</strong>. Rúmlega 400 manns hlustuðu á framsöguræðu Gore,<br />

„Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina“.<br />

Ábyrg fjárfestingarstefna<br />

Sívaxandi umsvif Landsbankans á alþjóðlegum mörkuðum ýta undir mikilvægi þess<br />

að marka skýra og ábyrga fjárfestingarstefnu. Hingað til hafa helstu fjárfestingar<br />

og aðalstarfsvettvangur bankans verið á heimamarkaði þar sem þörfin á reglum um<br />

ábyrgar fjárfestingar hefur ekki verið mikil. Hér veita samfélagið og lagaumhverfið<br />

sjálfkrafa aðhald auk þess sem bankinn gjörþekkir sinn heimamarkað. Í ljósi aukinnar<br />

þátttöku á alþjóðlegum markaði vinnur Landsbankinn nú stöðugt að því að skoða<br />

viðmið, ferli og siðareglur sem liggja að baki ábyrgri fjárfestingarstefnu bankans.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!