30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

97 Landsbankinn<br />

Fastanefndir<br />

Bankastjórar bera ábyrgð á daglegum rekstri og áhættustýringu bankans í gegnum<br />

fimm fastanefndir: Lánanefnd, fjármálanefnd, eignastýringarnefnd, rekstrarnefnd<br />

og áhættunefnd samstæðunnar. Nefndirnar eru vettvangur ákvarðanatöku, stýringar<br />

og eftirlits með umsvifum samstæðunnar, t.a.m. útlánaeftirliti, markaðsáhættu<br />

og rekstrarumhverfi.<br />

Lánanefnd hefur umsjón með og samræmir útlánaferli samstæðunnar með útlánareglum<br />

sem byggja á grunnreglum frá bankaráði. Þetta skipulag tryggir að nefndin<br />

hafi góða yfirsýn yfir útlán allrar starfsemi bankans. Lánanefnd ákveður einnig<br />

hámarks útlánaheimild bankans og nýjar lánategundir eru háðar samþykki hennar.<br />

Hlutverk fjármálanefndar er m.a. að hafa eftirlit með fjárfestingarbankastarfsemi<br />

og áhættuþáttum í starfsemi bankans, auk þess að setja reglur um áhættustýringu.<br />

Fjármálanefnd fer einnig yfir fjármögnun bankans og samþykkir nýjar vörur<br />

sem bjóða á viðskiptavinum í tengslum við verðbréfaviðskipti.<br />

Eignastýringarnefnd hefur eftirlit með Eignastýringarsviði Landsbankans og yfirumsjón<br />

með mikilvægum þáttum í tengslum við þau viðskipti. Nefndin fer yfir<br />

mánaðarlega skýrslu Eignastýringarsviðs þar sem fjallað er um eignastýringu,<br />

tekjur og stöðu verðbréfasjóða Landsbankans. Mikilvægar breytingar á störfum<br />

Eignastýringarsviðs eru einnig háðar samþykki nefndarinnar.<br />

Rekstrarnefnd samræmir rekstur bankans, stýrir hagræðingu, tækniþróun, þróun<br />

útibúa og eignamálum. Nefndin tekur einnig ákvarðanir um áhættutakmarkanir<br />

og gæðaeftirlit í útibúunum, vaxtabreytingar og verðlag og nýjar vörur og þjónustu<br />

sem útibú Landsbankans bjóða upp á.<br />

Áhættunefnd samstæðunnar var stofnuð til að tryggja að áhætta sé metin fyrir<br />

samstæðuna sem heild. Hlutverk áhættunefndar er að þróa viðeigandi áhættustýringarkerfi<br />

og samræma og hafa eftirlit með vinnu ýmissa áhættustýringardeilda<br />

og -aðgerða innan bankasamstæðunnar. Nefndin á að tryggja að næg tól og<br />

starfslið séu til staðar til að meta, mæla, fylgjast með og stýra vörum, starfsemi,<br />

verkferlum og kerfum samstæðunnar. Frekari upplýsingar um áhættustýringu má<br />

finna í sérstökum kafla um áhættustýringu.<br />

Ytri og innri endurskoðun<br />

Aðalfundur kýs óháðan löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfélag til að<br />

endurskoða ársreikninga bankans og fara yfir árshlutauppgjör í samræmi við lög<br />

og alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!