30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

107 Landsbankinn<br />

á árinu. Netlausnir bankans eru í mikilli sókn og hefur notendum fjölgað um 11%<br />

í Einkabanka og um 34% í Fyrirtækjabanka þrátt fyrir mikla mettun á innlendum<br />

markaði.<br />

Breytingar á reglugerðarumhverfi bankans hafa haft mikil áhrif á þau verkefni<br />

sem sviðið hefur sinnt. Þannig var lokið vinnu við kerfi sem mæta kröfum vegna<br />

Basel II-reglnanna í tengslum við útlánaáhættu og vegna MiFID sem lýtur að viðskiptum<br />

á fjármálamörkuðum. Af öðrum stærri verkefnum ársins má nefna að<br />

grunnur var lagður að nýju vöruhúsi gagna fyrir samstæðuna, lánamatskerfi var<br />

komið á legg auk þess sem komið var fram með ýmsar nýjungar á kortamarkaði<br />

en alls leysti hugbúnaðarteymið í Reykjavík um 7.000 mál á árinu. Þrátt fyrir að<br />

stærsti hluti hugbúnaðargerðar bankans fari fram í Reykjavík þá fer talsverð þróun<br />

fram í öllum helstu starfsstöðvum bankans, einkum í London og Lúxemborg.<br />

Stækkun bankans og sífellt auknar kröfur um stöðugleika og rekstraröryggi hafa<br />

leitt til þess að uppbygging á innviðum bankans hefur verið hraðari en ráð var<br />

fyrir gert og mun hraðari en til dæmis aukning í starfsmannafjölda. Þannig hefur<br />

starfmannafjöldi bankans tvöfaldast á síðustu fjórum árum en á sama tíma hefur<br />

diskarými hundraðfaldast og umfang tölvupósts starfsmanna tvöhundruðfaldast.<br />

Aukna fjölbreytni í starfsemi bankans má einnig greina á því að fjöldi tölvuþjóna<br />

hefur farið úr 176 í árslok 2006 í 1.024 ári síðar og fjöldi kerfa í rekstri hefur nærri<br />

fjórfaldast á sama tíma; kerfin voru í árslok <strong>2007</strong> um 450 talsins og sinntu afar<br />

ólíkum verkefnum.<br />

Nýjar starfsstöðvar bankans, svo sem í Halifax, Helsinki, Hong Kong og Osló, eru<br />

byggðar upp á þeim innviðum sem fyrir eru en það bæði styttir tíma og einfaldar<br />

ferlið við opnun. Þá er áfram unnið að því að færa dótturfélög bankans á sömu<br />

innviði til að ná fram auknum samlegðaráhrifum.<br />

Viðskipti með skráða fjármálagerninga<br />

að undanskildum dótturfélögum<br />

400.000<br />

300.000<br />

200.000<br />

100.000<br />

Fjöldi netþjóna og forrita í samstæðunni<br />

1.000<br />

400,000<br />

800<br />

300,000<br />

600<br />

200,000<br />

400<br />

100,000<br />

200<br />

1000<br />

800<br />

600<br />

400<br />

200<br />

2004<br />

2005<br />

2006<br />

<strong>2007</strong><br />

2004<br />

2004<br />

2005<br />

2005<br />

2006<br />

2006<br />

<strong>2007</strong><br />

<strong>2007</strong><br />

2004<br />

2005<br />

2006<br />

<strong>2007</strong><br />

Forrit í notkun<br />

Netþjónar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!