30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

5 Landsbankinn<br />

virðið 397,3 milljarðar íslenskra króna í lok árs <strong>2007</strong>. Jókst það um 36,1% á árinu<br />

sem var yfir meðallagi 15 stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni. Ávöxtun bréfa í<br />

Landsbankanum hefur verið að meðaltali 51,2% á ári síðustu þrjú árin. Hlutabréfin<br />

í Landsbankanum eru með þeim seljanlegustu og líflegustu í kauphöllinni en að<br />

meðaltali voru um 42 milljón bréf seld á hverjum degi á síðasta ári.<br />

Landsbankinn, banki allra landsmanna, hefur að mínum dómi sýnt í verki á síðustu<br />

mánuðum að hann verðskuldar þann sess sem hann hefur ítrekað hlotið, að vera<br />

eitt traustasta fjármálafyrirtæki landsins.<br />

Landsbankinn hefur staðfest Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð,<br />

Kauphöll Íslands og SA hafa gefið út til að leiðbeina skráðum fyrirtækjum<br />

og stjórnum þeirra í samskiptum sínum við hluthafa og stuðla að trúverðugleika<br />

skráðra fyrirtækja gagnvart verðbréfamarkaðnum.<br />

Landsbankinn uppfyllir ákvæði tilmælanna um skipan stjórnar. Allir fimm aðalmenn<br />

í bankaráði eru óháðir félaginu í skilningi tilmælanna og þrír eru óháðir<br />

bæði félaginu og stærstu hluthöfum. Þá leggur bankinn sig fram um uppbyggilega<br />

samvinnu við fjármálaeftirlit á hverju því svæði sem bankinn starfar á.<br />

Landsbankinn gegnir veigamiklu hlutverki í íslensku samfélagi. Höfuðábyrgð<br />

bankans er að tryggja ábatasaman rekstur og veita viðskiptavinum sínum örugga<br />

og sífellt betri þjónustu. Þar að auki leggur bankinn sitt af mörkum til að efla<br />

og styrkja það samfélag sem hann starfar í enda veitir ekkert fyrirtæki á Íslandi<br />

meiri fjármunum til að styðja menningu, menntun, íþróttir og mannúðarmál. Þá<br />

tekur bankinn þátt í endursköpun miðborgar Reykjavíkur m.a. með uppbyggingu<br />

tónlistarhúss við höfnina. Hjá fámennri þjóð geta stór og öflug fyrirtæki átt mikinn<br />

þátt í að skapa lifandi og skemmtilegt samfélag þar sem allir eru hvattir til að<br />

hlúa að mannauði framtíðar<br />

Ég vil óska öllu starfsfólki og hluthöfum Landsbankans til hamingju með enn eitt<br />

árangursríkt ár sem að þessu sinni var erfiðara en oftast áður. Lið Landsbankans,<br />

hvar sem það er að finna í veröldinni, hefur staðið sig með sóma enn einu sinni<br />

og fyrir það er ég þakklátur. Ég vona að framtíðin beri áfram í skauti sér áskoranir,<br />

gleði og ríkulega uppskeru fyrir öll okkar sem komum að Landsbankanum.<br />

Björgólfur Guðmundsson<br />

Formaður bankaráðs

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!