30.06.2015 Views

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

Ársskýrsla 2007 - BTB

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

131 Landsbankinn<br />

2.6 Vaxtatekjur og -gjöld<br />

Vaxtatekjur og –gjöld eru færð í rekstrarreikning með aðferð virkra vaxta á afskrifuðu kostnaðarverði fyrir alla fjármálagerninga.<br />

Aðferð virkra vaxta byggist á því að reiknað er endurgreiðsluvirði fjáreignar eða fjárskuldar og vaxtatekjum eða –gjöldum dreift á viðeigandi tímabil. Virkir<br />

vextir er sú ávöxtunarkrafa sem núvirðir áætlað sjóðstreymi eða tekjur yfir áætlaðan líftíma fjármálagerningsins eða styttra tímabil, eftir því sem við á,<br />

þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnar eða fjárskuldarinnar í efnahagsreikningi. Þegar hlutfall virkra vaxta er reiknað áætlar samstæðan<br />

sjóðstreymi með tilliti til allra samningsþátta fjármálagerningsins en tekur ekki tillit til útlánataps í framtíðinni. Útreikningurinn tekur til allra gjalda<br />

og greiðslna á milli aðila að samningnum, sem eru hluti af hlutfalli virkra vaxta sem og viðskiptakostnaði, yfirverði og afsláttum.<br />

Þegar fjáreignir eða söfn sambærilegra fjáreigna hafa verið færðar niður vegna virðisrýrnunar eru vaxtatekjur færðar með sömu ávöxtunarkröfu og notuð<br />

var til að núvirða virðisrýrnunartapið. Vaxtatekjur af fjáreignum sem færðar hafa verið niður vegna virðisrýrnunar eru reiknaðar af hreinni fjárhæð fjáreignarinnar<br />

að teknu tilliti til niðurfærslunnar.<br />

2.7 Þjónustutekjur<br />

Þjónustutekjur og þóknanir eru að jafnaði færðar til tekna þegar þjónustan hefur verið veitt. Tekjum vegna lántökugjalda er að jafnaði frestað (ásamt<br />

tengdum beinum kostnaði) og þær færðar sem leiðrétting á virku vaxtahlutfalli lánsins. Þjónustutekjur vegna samninga eða vegna þátttöku í samningum<br />

um viðskipti fyrir þriðja aðila – eins og aðstoð og umsjón með hlutabréfaviðskiptum eða öðrum fjármálagerningum eða kaupum eða sölu á fyrirtækjum<br />

– eru færðar þegar viðskiptunum er lokið. Þjónustutekjur og þóknanir fyrir umsjón með eignasöfnum og aðra ráðgjöf og þjónustu eru færðar miðað við<br />

þjónustusamningana sem við eiga og er þeim að jafnaði dreift á viðeigandi tímabil. Þóknanir fyrir eignastýringu sem tengjast fjárfestingasjóðum eru<br />

færðar til tekna hlutfallslega yfir tímabilið sem þjónustan er veitt. Sömu grunnreglu við tekjufærslu er jafnframt beitt við aðra vörsluþjónustu sem veitt<br />

er með samfelldum hætti til lengri tíma.<br />

2.8 Arðstekjur<br />

Arður er færður í rekstrarreikning þegar réttindi til greiðslu hafa skapast.<br />

2.9 Fjáreiginir<br />

Samstæðan skipar fjáreignum sínum í eftirfarandi flokka: veltufjáreignir, fjáreignir tilgreindar á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi, útlán og<br />

kröfur. Flokkun fjárfestinga er ákvörðuð við upphaflega færslu í reikningsskil.<br />

(a) Veltufjáreiginir<br />

Fjáreign er færð í þennan flokk ef megin tilgangurinn er að selja eignina innan skamms tíma. Afleiður eru einnig flokkaðar sem veltufjáreignir nema þær<br />

séu skilgreindar sem áhættuvörn.<br />

(b) Fjáreignir tilgreindar á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi<br />

Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi þegar:<br />

• Vissar fjárfestingar eru færðar á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi, m.a. hlutabréf, sem farið er með og metin á<br />

gangvirði í samræmi við skráða áhættustýringu eða fjárfestingarstefnu; og<br />

• Fjármálagerningar, svo sem skuldabréf í eigu samstæðunnar, innihalda innbyggðar afleiður og breyta verulega sjóðsflæði; og<br />

• Fjáreignir sem liggja til grundvallar samningum um fjárfestingu og tengjast skuldum með sjóðsflæði sem er í samningsbundnum<br />

tengslum við afrakstur eignanna.<br />

Slíkar fjáreignir eru færðar á gangvirði og breytingar á því færðar í rekstrarreikningi. Ekki er mögulegt að breyta síðar flokkun þeirra fjáreigna sem hafa<br />

verið settar í þennan flokk eftir upphaflega færslu.<br />

(c) Útlán og kröfur<br />

Útlán og kröfur eru fjáreignir með skilgreindum gjalddögum og eru ekki skráðar á virkum markaði. Til þeirra stofnast þegar samstæðan greiðir fjármuni<br />

beint til skuldara án þess að til standi að selja kröfuna.<br />

Kaup og sala veltufjáreigna og fjáreigna sem tilgreindar eru á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi er skráð á þeim degi þegar samstæðan skuldbindur<br />

sig til að kaupa eða selja eignina. Útlán eru færð þegar lántakendum eru greiddir út fjármunir tengdir útláninu.<br />

Fjáreignir eru við upphaflega skráningu færðar á gangvirði auk viðskiptakostnaðar allra fjáreigna sem ekki eru færðar á gangvirði með breytingum í<br />

reikstrarreikningi. Fjáreignir sem færðar eru á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi eru við upphaflega skráningu færðar á gangvirði og viðskiptakostnaður<br />

gjaldfærður í rekstrarreikning.<br />

Fjáreignir samstæðunnar eru afskráðar þegar (i) eignirnar hafa verið færðar til annars aðila eða rétturinn til sjóðstreymis af fjáreignunum er ekki lengur<br />

til staðar eða (ii) samstæðan hefur yfirfært alla áhættu og ávinning sem fylgir eignarhaldi eða (iii) samstæðan hefur hvorki yfirfært eða haldið eftir allri<br />

áhættu og ávinningi af eignarhaldi en hefur ekki haldið umráðarétti. Umráðarétti er haldið ef mótaðili getur ekki í raun selt eignina að öllu leyti ótengdum<br />

aðilan án þess að setja viðbótar hömlur á söluna.<br />

Eftir upphaflega færslu eru veltufjáreignir og fjáreignir sem tilgreindar eru á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi bókfærðar á gangvirði. Útlán og<br />

kröfur eru bókfærðar á kostnaðarverði með aðferð virkra vaxta. Hagnaður og tap sem myndast vegna breytinga á gangvirði fjáreigna sem tilgreindar eru<br />

á gangvirði með breytingum í rekstrarreikningi og veltufjáreigna er fært í rekstrarreikninginn á því tímabili sem það myndast.<br />

Gangvirði skráðra fjárfestinga er byggt á gildandi tilboðsverði. Ef markaður fyrir fjáreign er ekki virkur (til dæmis óskráð verðbréf) ákvarðar samstæðan<br />

gangvirði með því að nota viðurkenndar matsaðferðir. Meðal þeirra er notkun nýlegra viðskipta ótengdra aðila, tilvísun til annarra gerninga sem eru<br />

efnislega þeir sömu, núvirt sjóðflæðislíkön og virðislíkön fyrir vilnanir og aðrar matsaðferðir sem almennt eru notaðar af aðilum á markaði.<br />

Milljónir króna

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!