11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rannsóknastofa<br />

í kvennafræðum<br />

Rannsóknastofa í kvennafræðum við Háskóla Íslands er þverfagleg stofnun sem<br />

heyrir undir háskólaráð. Hún var stofnuð samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneytinu<br />

árið 1990 en tók formlega til starfa haustið 1991.<br />

Samkvæmt reglugerðinni er hlutverk stofunnar að:<br />

• efla og samhæfa rannsóknir í kvennafræðum,<br />

• hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði kvennafræða,<br />

• koma á fót gagnabanka um kvennarannsóknir,<br />

• vinna að og kynna niðurstöður rannsókna í kvennafræðum,<br />

• veita upplýsingar og ráðgjöf um rannsóknir í kvennafræðum,<br />

• leita samstarfs við deildir Háskólans um að auka þátt kvennafræða í kennslu<br />

fræðigreina,<br />

• gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um kvennafræði og kvennarannsóknir.<br />

Stjórn<br />

Háskólaráð skipar sex manna stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum til tveggja<br />

ára, þar af fjóra samkvæmt tilnefningum viðkomandi deilda. Stjórn stofunnar nú<br />

hefur starfað síðan í lok september 1998. Í henni sitja: Arnfríður Guðmundsdóttir,<br />

lektor við guðfræðideild, Herdís Sveinsdóttir, dósent við námsbraut í hjúkrunarfræðum<br />

og Rannveig Traustadóttir, dósent í félagsvísindadeild (fulltrúar háskólaráðs),<br />

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent í félagsvísindadeild, Sigríður Þorgeirsdóttir,<br />

lektor í heimspekideild, og Svafa Grönfeldt, lektor í viðskipta- og hagfræðideild.<br />

Samkvæmt ósk stofunnar var skipaður varamaður í þessa stjórn sem<br />

er Helga Kress, prófessor í heimspekideild. Formaður frá september 1998 var<br />

Herdís Sveinsdóttir en haustið <strong>1999</strong> tók Rannveig Traustadóttir við formennskunni.<br />

Ný stjórn verður skipuð haustið 2000.<br />

Rannsóknir<br />

Annadís Gréta Rúdólfsdóttir starfaði við stofuna á árinu sem sérfræðingur í rannsóknastöðu<br />

sem greidd var af Rannsóknarráði Íslands. Rannsóknastofan tók virkan<br />

þátt í samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir á sviði kvenna- og kynjafræða<br />

á árinu. Meðal annars má nefna samstarf við Norrænu kvenna- og kynjarannsóknastofnunina<br />

NIKK (Nordisk institutt for kvinne og kjönsforskning) en Rannveig<br />

Traustadóttir var formaður stjórnar NIKK á árinu <strong>1999</strong>.<br />

Fyrirlestrar og málþing<br />

Eins og undanfarin ár stóð Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir viðamikilli<br />

kynningu á rannsóknum í kvenna- og kynjafræðum. Þessi kynning fór einkum<br />

fram í formi rabbfunda (Rabb um rannsóknir og kvennafræði) sem haldnir voru<br />

að jafnaði aðra hverja viku á vor- og haustmisseri. Þá voru haldnir opinberir fyrirlestrar<br />

með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Eitt málþing var haldið á árinu<br />

í tilefni 50 ára afmælis tímamótarits Simone de Beauvoir, Hitt kynið.<br />

Útgáfa<br />

Á árinu <strong>1999</strong> gaf stofan út ritið Simone de Beauvoir. Heimspekingur, rithöfundur,<br />

femínisti, í ritstjórn Irmu Erlingsdóttur og Sigríðar Þorgeirsdóttur. Bókin var gefin<br />

út í samstarfi við Háskólaútgáfuna. Fréttabréf stofunnar kemur út tvisvar á ári, í<br />

upphafi haust- og vormisseris og í því er dagskrá Rannsóknastofunnar á misserinu,<br />

auk upplýsinga um ráðstefnur, fundi, bækur og annað sem snertir kvennaog<br />

kynjafræði.<br />

102

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!