11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Í lagadeild hafa á hverju haustmisseri frá árinu 1995 verið kennd fjögur námskeið<br />

á ensku fyrir erlenda stúdenta. Námskeið þessi eru metin til 15 eininga alls eða<br />

30 ECTS og svara til eins misseris náms. Þau eru: „Comparative Criminal Law" í<br />

umsjón Jónatans Þórmundssonar prófessors, „European Law" í umsjón Stefáns<br />

Más Stefánssonar prófessors, „Legal History" í umsjón Sigurðar Líndal prófessors<br />

og „Law of the Sea" í umsjón Gunnars G. Schram prófessors. Enn fremur hefur<br />

verið boðið upp á sérhönnuð námskeið eða leiðbeiningar á ensku á vormisseri,<br />

þegar þörf krefur. Á árinu <strong>1999</strong> voru samtals 19 erlendir stúdentar í þessu<br />

námi við lagadeild, þrír á vormisseri og 16 á haustmisseri.<br />

Endurmenntunarsamningur hefur verið í gildi milli Lagastofnunar Háskóla Íslands<br />

f.h. lagadeildar annars vegar og félaga starfandi lögfræðinga hins vegar,<br />

þ.e. Lögmannafélags Íslands, Lögfræðingafélags Íslands, Dómarafélags Íslands<br />

og Sýslumannafélags Íslands, um aðgang lögfræðinga að kjörgreinum við lagadeild.<br />

Hafa nokkrir lögfræðingar lokið námi samkvæmt endurmenntunarsamningi<br />

þessum.<br />

Að lokum skal þess getið að á háskólahátíð 3. september <strong>1999</strong> veitti háskólarektor<br />

Páli Hreinssyni dósent viðurkenningu fyrir „lofsvert framlag til kennslu við Háskóla<br />

Íslands“.<br />

Rannsóknir<br />

Lagastofnun Háskóla Íslands sendir árlega frá sér skýrslu um rannsóknir og ritstörf<br />

kennara við lagadeild og er skýrslan birt í Tímariti lögfræðinga.<br />

Erlendir fyrirlesarar og gistiprófessorar<br />

• Geir Ulfstein, prófessor við „Department of Public and International Law“ við<br />

háskólann í Osló og gistiprófessor við „Lauterpacht Research Centre for<br />

International Law“ við háskólann í Cambridge, hélt almennan fyrirlestur 16.<br />

mars <strong>1999</strong> í Lögbergi um efnið: „Þjóðréttarleg staða Svalbarðasvæðisins með<br />

sérstöku tilliti til auðlindanýtingar“.<br />

• Vagn Greve, prófessor í refsirétti og forseti lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla,<br />

hélt almennan fyrirlestur 26. mars <strong>1999</strong> í Lögbergi um efnið: „Criminal<br />

Law in the 21st Century“. Fyrirlesturinn var liður í þriggja daga heimsókn<br />

deildarforsetans og eiginkonu hans, Annika Snare, til lagadeildar.<br />

• Annika Snare,afbrotafræðingur, hélt fyrirlestur fyrir nemendur í kjörgreininni<br />

„Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar" um efnið: „Women as victims of<br />

private / partner violence“.<br />

• Gérard Légier, prófessor og forstöðumaður alþjóðasamskipta við lagadeild<br />

Háskólans í Aix-en-Provence, kom í heimsókn til lagadeildar í marsmánuði<br />

<strong>1999</strong>. Hélt hann fyrirlestra og fundi með laganemum um laganám í Aix-en-<br />

Provence og í Frakklandi almennt. Enn fremur hélt hann fyrirlestra í tvo daga<br />

fyrir nemendur í kjörgreininni Evrópuréttur II.<br />

• Ian Freckleton, lögmaður og háskólakennari í Ástralíu, kom í heimsókn til<br />

lagadeildar í júnímánuði <strong>1999</strong>. Hann hélt tvo fyrirlestra í Lögbergi, annars<br />

vegar almennan fyrirlestur 21. júní um efnið: „Upplýst samþykki við læknisaðgerðir<br />

og hugsanleg refsi- og skaðabótaábyrgð ef út af er brugðið“, og hins<br />

vegar lokaða málstofu 22. júní með sérfræðingum sem fást við rannsókn og<br />

meðferð tiltekinna brotamála, s.s. kynferðisbrotamála. Efni málstofunnar var:<br />

„Sönnun byggð á sálfræðilegum sjúkdómsmyndum og á ófullnægjandi<br />

niðurstöðum réttarlæknisfræðinnar“.<br />

• Carl Baudenbacher, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, heimsótti<br />

lagadeild í september og flutti sex fyrirlestra fyrir nemendur í kjörgreininni<br />

„Evrópuréttur I“.<br />

• John Norton Moore, prófessor og forstöðumaður fyrir „Center for Ocean Law<br />

and Policy" við háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum, hélt almennan fyrirlestur<br />

á sviði hafréttar 19. nóvember <strong>1999</strong> í hátíðasal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn<br />

var haldinn á vegum lagadeildar, utanríkisráðuneytisins og Hafréttarstofnunar<br />

Íslands og var nefndur: „Nýjar stefnur og straumar í hafrétti“.<br />

Útgáfu- og kynningarstarfsemi á vegum lagadeildar<br />

Námsvísir. Á hverju ári gefur lagadeild út námsvísi, um 40 bls. bækling, sem er<br />

ætlaður nýnemum við lagadeild. Bæklingi þessum er dreift á kynningarfundi fyrir<br />

nýnema, sem haldinn er við upphaf kennslu ár hvert.<br />

Kynningarfundur fyrir nýnema. Fyrsta kennsludag á hverju hausti er haldinn sérstakur<br />

kynningarfundur fyrir nýnema við lagadeild. Öllum skráðum laganemum<br />

er sent bréf þar sem þeir eru boðnir velkomnir til náms við lagadeild ásamt dagskrá<br />

kynningarfundarins.<br />

57

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!