11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hafréttarstofnun Íslands<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Hafréttarstofnun Íslands er ný stofnun við Háskóla Íslands, hún var formlega sett<br />

á laggirnar <strong>1999</strong>. Hlutverk hennar er að annast rannsóknir og fræðslu á sviði hafréttar.<br />

Stofnunin nýtur tilstyrks utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins,<br />

sem að henni standa ásamt Háskóla Íslands. Stofn og samstarfssamningur<br />

stofnunarinnar var undirritaður 31. mars <strong>1999</strong> af Páli Skúlasyni rektor, Halldóri<br />

Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Þorsteini Pálssyni þáverandi sjávarútvegsráðherra.<br />

Í stjórn stofnunarinnar sitja: Gunnar G. Schram prófessor, formaður, Sverrir<br />

Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Þorsteinn Geirsson<br />

ráðuneytisstjóri sjárvarútvegsráðuneytisins. Varamenn eru: Þorgeir Örlygsson<br />

prófessor, Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur og Kolbeinn Árnason lögfræðingur.<br />

Forstöðumaður Hafréttarstofnunar verður ráðinn á árinu 2000.<br />

Rannsóknir<br />

Í undirbúningi eru rannsóknaáætlanir stofnunarinnar á sviði hafréttar sem hafnar<br />

munu þegar forstöðumaður stofnunarinnar hefur verið ráðinn.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Stofnunin bauð hingað til lands í nóvember <strong>1999</strong> einum kunnasta hafréttarfræðingi<br />

Bandaríkjanna, John Norton Moore, prófessor við Virginíuháskóla og yfirmanni<br />

„Center for Ocean Law and Policy“ við þann skóla. Flutti hann fyrirlestur<br />

18. nóvember í Lögbergi fyrir starfsmenn ráðuneyta, stofnana sem tengjast sjárvarútvegi<br />

og aðra hagsmunaaðila. Þann 19. nóvember flutti hann opinberan fyrirlestur<br />

í Lögbergi á vegum Hafréttarstofnunar og Orators, félags laganema, um<br />

efnið „New Developments in Ocean Law“.<br />

Annað<br />

Háskóli Íslands leggur stofnuninni til húsnæði og starfsaðstöðu, væntanlega í<br />

Lögbergi fyrst um sinn. Fyrir atbeina utanríks- og sjávarútvegsráðuneyta voru<br />

veittar 10 milljónir kr.á fjárlögum ársins 2000 til starfsemi stofnunarinnar.<br />

Hagfræðistofnun<br />

Starfsmanna- og fjármál<br />

Á árinu <strong>1999</strong> voru unnin fjórtán ársverk af átján starfsmönnum Hagfræðistofnunar.<br />

Hrein velta, þ.e. velta án 10% gjalds í Rannsóknasjóð Háskólans, var um 43<br />

milljónir sem er tæplega 23% aukning frá árinu áður. Stofnunin og fastir starfsmenn<br />

hennar fengu rannsóknarstyrki frá Seðlabanka Íslands, Rannís, fjármálaráðuneytinu,<br />

forsætisráðuneytinu Rannsóknasjóði Háskólans, Evrópusambandinu,<br />

Mellon Fundation, NORA, Norrænu ráðherranefndinni, ríkisstjórn Íslands, og<br />

Rannsóknaframlagi bankanna.<br />

Á árinu létu 4 fastir starfsmenn af störfum. Haukur C. Benediktsson fékk stöðu<br />

lektors við viðskipta- og hagfræðideild, Kári Sigurðsson hvarf til starfa hjá Nordic<br />

Investment Bank í Helsinki, Jón Óskar Þorsteinsson hóf störf hjá Arthur Andersen<br />

í London og Ayse Sabuncu hvarf til annarra starfa.<br />

Þrír nýir starfsmenn hófu störf á árinu. Friðrik Már Baldursson hóf á ný störf hjá<br />

stofnuninni eftir að hafa gengt starfi forstjóra Þjóðhagsstofnunar um skeið og er<br />

hann í stöðu Norræns rannsóknarprófessors í orkuhagfræði. Gústaf Sigurðsson<br />

var ráðin til að sinna samgöngurannsóknum með námi og Marías H. Gestsson<br />

hóf aftur störf eftir framhaldsnáms í Bretlandi og sinnir hann einnig samgöngurannsóknum.<br />

Útgáfur<br />

Á árinu voru gefnar út 11 skýrslur í ritröðinni þjónustuskýrslur (C-ritröð):<br />

C99:01 Samgöngulíkan fyrir Ísland: Forgangsröðun hafnarframkvæmda.<br />

C99:02 Áhrif kvótaeignar á verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja.<br />

C99:03 Könnun á flutningum eftir vegakerfinu: Áfangaskýrsla nr. 4.<br />

C99:04 Kostnaður vegna slysa á börnum á Íslandi.<br />

77

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!