11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

fyrir aukinni menntun kvenna svo að konur geti orðið sjálfstæðari í einkalífi og<br />

áhrifameiri í þjóðlífinu.<br />

Heilræðið sem ég vil gefa ykkur hér er þetta: Lítið á prófgráðu ykkar sem áfanga<br />

á þroskabraut sem gerir ykkur kleift að gefa meira af sjálfum ykkur í einkalífi og<br />

þjóðlífi, ekki síður en í starfslífi ykkar. Eiginleg menntun á að fela í sér þroska til<br />

að taka æ dýpri og víðari þátt í undrum tilverunnar sem við erum vitni að á hverjum<br />

degi.<br />

Auðmýkt<br />

Hér kem ég að síðasta atriðinu sem mig langar til að gera að umtalsefni og tengist<br />

beint því sem ég hef áður nefnt. Í þetta sinn skal ég nefna heilræðið strax:<br />

Hreykið ykkur aldrei af prófgráðum ykkar eða háskólanámi. Þið megið sannarlega<br />

vera stolt og ánægð yfir því sem þið hafið vel gert, en þegar ykkur tekst vel<br />

skuluð þið líka muna að það er mörgu öðru og öðrum að þakka en einungis ykkur<br />

sjálfum. Þekkingin á að kenna okkur auðmýkt og þakklæti gagnvart þeim öflum<br />

sem hafa líf okkar allt í hendi sér. En því miður sést okkur alltof oft yfir takmarkanir<br />

okkar og smæð og teljum okkur sjálf uppsprettu allra gæða. Í merku<br />

miðaldariti um dygðir og lesti stendur: „Fyrir þær sakir er ofmetnaður hverjum<br />

lesti verri, því að hann gerist oft af góðum verkum, þá er maður drambar í góðum<br />

verkum sínum og glatar því fyrir ofmetnað er hann hafði eignast fyrir ást. Allra<br />

lasta verstur er ofmetnaður, þá er maður prýðist í kröftum og tekur að dramba í<br />

þeim.“<br />

Ég skal nefna dæmi um þetta. Háskólanám – eins og raunar margs konar iðnnám<br />

– veitir fólki yfirleitt sérþekkingu í tilteknum greinum og þar með vissa yfirburði<br />

umfram þá sem ekki hafa slíkt nám að baki. Af ástæðum sem ég kann ekki<br />

fyllilega að skýra virðist mér sú skoðun vera furðu algeng meðal Íslendinga að<br />

háskólafólk sé í meiri hættu en aðrir að ofmetnast og telja sérstöðu sína, yfirburði<br />

eða sérréttindi vera svo merkileg að það hljóti sjálft að njóta virðingar og viðurkenningar<br />

umfram annað fólk. Þess vegna hljómar það ekki alltaf sem lofsyrði að<br />

segja um einhvern að hann sé „menntamaður“, þótt allir séu sammála um að<br />

menntun sé eftirsóknarverð. Hér blasir við umhugsunarverð þverstæða. Annars<br />

vegar hvetja foreldrar og uppalendur börn sín óspart til mennta en hins vegar er<br />

þetta sama fólk iðulega á varðbergi gagnvart þeim sem eiga langt háskólanám að<br />

baki og finnst það jafnvel vera yfir sig hafið. Hvernig á að skýra þetta?<br />

Seiðmagn þekkingarinnar<br />

Tilgáta mín er sú að þetta eigi sér rætur í þeirri ævafornu trú að þekkingin færi<br />

okkur nær æðri sviðum tilverunnar og komi okkur að endingu í tengsl við uppsprettur<br />

allrar visku og dýrðar. Hvern dreymir ekki um að komast þangað? Og<br />

hver óttast ekki þau ósýnilegu og óskiljanlegu öfl sem þar kunna að leynast – og<br />

einnig þá sem hafa snert þau með huga sínum? Hver hvetur samt ekki börn sín<br />

til að halda á vit viskunnar, þangað sem hann sjálfur hefur þráð að komast?<br />

Að skilja þá undrakrafta sem halda veröldinni saman, þau lögmál sem veruleikinn<br />

lýtur, er vafalaust eitt æðsta markmið mannsandans. Háskólar eru meðal<br />

annars til þess að gera okkur mannfólkinu kleift að stefna skipulega að þessu<br />

marki sem þó er tæpast á mannlegu valdi að ná. Háskólagráður staðfesta að þið,<br />

kandídatar góðir, hafið sannað hæfni ykkar til að taka þátt í skipulagðri og um leið<br />

óendanlegri þekkingarleit mannsandans. Prófgráðan á að veita ykkur þá vissu að<br />

þið hafið náð valdi á hugmyndum, kenningum og aðferðum sem duga ykkur til að<br />

standa á eigin fótum andspænis nýjum og óvæntum viðfangsefnum. En gleymið<br />

því aldrei að bilið á milli heilbrigðs sjálfstrausts og hrokafullrar sjálfumgleði getur<br />

á köflum orðið hverfandi lítið. Verið því aldrei of viss í ykkar sök. Spyrjið, leitið og<br />

þakkið. Þá mun ykkur farnast vel.<br />

Háskóli Íslands þakkar ykkur samfylgdina og vonar að hann eigi eftir að njóta<br />

vináttu ykkar og stuðnings um ókomin ár.<br />

156

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!