11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Eirberg<br />

Stækkaðar voru skrifstofur á efri hæð Eirbergs, gólfefni endurnýjuð og málað.<br />

Auk þess var fleira smálegt lagað og málað. Áætlaðar eru talsverðar framkvæmdir<br />

í húsinu árið 2000.<br />

Aðalbygging<br />

Í Aðalbyggingu var lokið smíði á salerni fyrir fatlaða á fyrstu hæð. Endursmíðuð<br />

var aðstaða fyrir ljósritun og póstflokkun á fyrstu hæð. Bætt var við geymslu fyrir<br />

Háskólaútgáfuna í kjallara. Tveir stigagangar voru teknir rækilega í gegn og málaðir,<br />

einnig nokkrar kennslustofur, auk þess sem allt rafmagn var endurnýjað í<br />

þeim. Hafin var endurnýjun á innviðum í hátíðasal um mitt sumar en síðar var<br />

henni frestað til áramóta <strong>1999</strong>–2000. Breytingar voru gerðar á aðalskrifstofu samskiptasviðs<br />

og útbúnar dyr á herbergi á sviðinu. Sett var rafmagnsopnun á aðaldyr.<br />

Læknagarður<br />

Unnið hefur verið að undirbúningi á smið innréttinga á fyrstu hæð Læknagarðs.<br />

Talsverð töf hefur orðið á að framkvæmdir hæfust vegna óska um breytingar á<br />

fyrri hugmyndum. Það leiddi af sér nokkra endurgerð teikninga. Talsverðar bilanir<br />

hafa orðið í loftræstikerfi á rishæð og hafa þær reynst bæði kostnaðarsamar og<br />

seinunnar. Einnig urðu miklar bilanir í kælipressu og loftdælu í kjallararými. Þá<br />

var unnið að viðgerðum vegna lekaskemmda í húsinu.<br />

VR I<br />

Lokið var við endurbyggingu á rannsóknastofu í VR I sem skemmdist í bruna<br />

1998.<br />

VR II<br />

Í kennslustofu 157 og 158 í VR II voru öll borð spónlögð að nýju, einnig kennaraborð<br />

í bókasafni. Settar voru stýfingar á bókahillur vegna fallhættu af hugsanlegum<br />

jarðskjálfta.<br />

Nýi-Garður<br />

Keyptur var húsbúnaður fyrir efstu tvær hæðirnar í Nýja-Garði og honum komið<br />

fyrir. Einnig voru settar upp kaffistofur á sömu hæðum.<br />

Lögberg<br />

Loftræsting hefur lengi verið vandamál í Lögbergi þannig að ákveðið var að setja<br />

upp litlar blásarasamstæður í átta herbergi til reynslu. Árangurinn varð vonum<br />

framar og er reiknað með að settar verði upp fleiri blásarar í sumar. Lagfæringar<br />

voru gerðar á stólum í stofu 101. Settir voru upp lagnastokkar á nokkrum stöðum<br />

til að auka tengimöguleika inn á net Reiknistofnunar H.Í.<br />

Árnagarður<br />

Í tveimur kennslustofum og þremur skrifstofum í Árnagarði voru korkgólf slípuð<br />

og lökkuð. Stigagangur í suðvesturhorni var sprunguskrapaður, spartlaður og<br />

málaður. Tvær skrifstofur voru einnig almálaðar.<br />

Oddi<br />

Settir voru upp lagnastokkar inn í skilrúmsrými á efstu hæð Odda fyrir síma-,<br />

tölvu- og rafmagnslagnir. Enn fremur var bætt við húsbúnaði á hæðina. Sett voru<br />

upp skilrúm milli borða með hillum. Í stofu 101 voru stólar lagfærðir og í tölvustofu<br />

102 voru fræstar í gólfið nýjar rafmagns- og tölvulagnir fyrir tölvuborðin og<br />

síðan steypt í raufarnar, korklagt, slípað og lakkað. Þegar Félagsvísindastofnun<br />

flutti út úr Odda var aðstaðan sem hún hafði haft tekin í gegn, gólf lökkuð og<br />

veggir málaðir.<br />

Raunvísindastofnun<br />

Á trésmíðaverkstæðinu voru smíðaðar nýjar innréttingar í tvær rannsóknastofur<br />

Raunvísindastofnunar. Einnig voru loft og gólf lagfærð og loks málað.<br />

Garðyrkjumál<br />

Ásamt hefðbundnum garðyrkjustörfum sá garðyrkjudeildin t.d. um lagningu<br />

nýrra gangstíga og lóðarfrágang við VR III, frágang lóðar við gömlu loftskeytastöðina,<br />

og frágang lóðanna við Aragötu 9 og Aragötu 14.<br />

35

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!