11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Bæklingur um val kjörgreina við lagadeild. Í byrjun mars ár hvert gefur lagadeild<br />

út bækling um val kjörgreina í seinni hluta laganáms. Í riti þessu eru greinargóðar<br />

lýsingar á öllum þeim námskeiðum sem í boði eru í kjörnáminu, mun ítarlegri<br />

upplýsingar en í kennsluskrá H.Í. Þar er einnig listi yfir þær kjörgreinar, sem í<br />

boði verða næstu tvö háskólaárin. Í ritinu eru auk þess birtar reglur um kjörnám<br />

við deildina auk annarra reglna um laganámið almennt. Bæklingnum er dreift til<br />

laganema á þriðja og fjórða ári laganáms fyrir árlegan skráningardag í námskeið<br />

við H.Í. og á sérstakri kjörgreinakynningu í marsbyrjun ár hvert.<br />

Kjörgreinakynning fyrir þriðja og fjórða árs laganema. Orator, félag laganema,<br />

stendur fyrir kynningarfundi í byrjun mars ár hvert um kjörgreinar við lagadeild<br />

með þátttöku kennslustjóra og kennara.<br />

Almenn námskynning á vegum H.Í.. Lagadeild hefur, eins og aðrar deildir Háskólans,<br />

sérstakan kynningarbás á árlegri námskynningu H.Í., sem fram fer í byrjun<br />

aprílmánaðar. Laganemar auk kennslustjóra mæta þar til að veita almennar og<br />

sértækar upplýsingar um laganámið, auk þess sem dreift er einblöðungi um nám<br />

við lagadeild.<br />

Heimasíða lagadeildar. Lagadeild tók formlega í notkun heimasíðu sína hinn 2.<br />

október <strong>1999</strong>. Þar er að finna upplýsingar um deildina, kennara og stjórnsýslu,<br />

laganámið almennt, um námskeið í kjarnanámi og kjörnámi auk fjölda annarra<br />

gagnlegra upplýsinga. Þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar á ensku fyrir erlenda<br />

stúdenta og aðra. Vinna við gerð heimasíðunnar heldur stöðugt áfram.<br />

Næsta stig er að auka efni frá kennurum lagadeildar auk kynningar á kennurunum.<br />

Slóð heimasíðunnar er: www.hi.is/nam/laga<br />

Bæklingur á ensku um nám við lagadeild. Árlega er gefinn út bæklingur á ensku<br />

um starfsemi lagadeildar. Hann er sérstaklega ætlaður erlendum Erasmus- og<br />

Nordplus-stúdentum, sem sækja þau námskeið deildarinnar sem kennd eru á<br />

ensku. Bæklingurinn nýtist einnig öðrum erlendum stúdentum og fræðimönnum<br />

sem áhuga hafa á námi og fræðistörfum við deildina.<br />

Vinnuferð lagakennara til meginlands Evrópu<br />

Haustið 1997 fór þorri fastráðinna kennara lagadeildar í einnar viku vinnuferð til<br />

Danmerkur. Sú heimsókn heppnaðist vel og skilaði miklum árangri. Snemma árs<br />

<strong>1999</strong> hófst undirbúningur að annarri vinnuferð, að þessu sinni til Lúxemborgar og<br />

Strassborgar. Ferðin var farin í byrjun september með þátttöku níu lagakennara<br />

auk kennslustjóra. Deildarforseti og kennslustjóri önnuðust allan undirbúning og<br />

fararstjórn. Helstu áfangastaðir voru EFTA-dómstóllinn og Evrópudómstóllinn í<br />

Lúxemborg og síðan Mannréttindadómstóllinn, Evrópuráðið og Robert Schuman<br />

háskólinn í Strassborg. Markmið ferðarinnar var að kynnast starfsemi þessara<br />

stofnana, bókasöfnum og gagnasöfnum þeirra og kanna hvort og hvernig þau geti<br />

nýst starfsmönnum og nemendum í lagadeild með hjálp upplýsinga- og samskiptatækni<br />

nútímans. Enn fremur voru lögð drög að frekari samvinnu um útvegun<br />

aðstöðu á þessum stöðum fyrir íslenska nemendur og fræðimenn. Engin fjárútlát<br />

hafa hlotist af þessum ferðum fyrir lagadeild, allur kostnaður var greiddur<br />

með styrkjum og framlögum þátttakenda sjálfra.<br />

Málþing lagadeildar til heiðurs Ármanni Snævarr áttræðum<br />

Lagadeild efndi til málþings 2. október <strong>1999</strong> í hátíðasal Háskólans þar sem var<br />

fjallað um réttarþróun á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Málþingið var haldið til<br />

heiðurs Ármanni Snævarr prófessor sem varð áttræður 18. september <strong>1999</strong>.<br />

Gunnar G. Schram prófessor stýrði málþinginu og var dagskrá þess sem hér<br />

segir: ónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar: Setningarávarp. Páll Skúlason,<br />

háskólarektor: Ávarp. Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari: „Sifjaréttur á 20.<br />

öld – Breytingar á fjölskyldugerð". Sigurður Líndal, prófessor: „Að selja þekkingu".<br />

Páll Sigurðsson, prófessor: „Straumhvörf í kirkjurétti". Jónatan Þórmundsson,<br />

prófessor: „Þróun refsiréttar í ljósi mannréttinda". Einar Sigurbjörnsson,<br />

prófessor við guðfræðideild: „Upphaf laga vorra". Ármann Snævarr, prófessor:<br />

Lokaorð. Heimasíða lagadeildar formlega tekin í notkun.<br />

Hollvinafélag lagadeildar<br />

Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar var haldinn 21. september <strong>1999</strong> og voru þá<br />

eftirtaldir einstaklingar kosnir í stjórn félagsins: Halldór Jónatansson formaður,<br />

Lára V. Júlíusdóttir gjaldkeri, Lilja Jónasdóttir ritari, Arnljótur Björnsson og Jónas<br />

Þór Guðmundsson meðstjórnendur, en auk þeirra sitja forseti lagadeildar og<br />

kennslustjóri fundi stjórnarinnar. Á fundinum flutti forseti lagadeildar erindi sem<br />

hann nefndi „Lagadeild í blíðu og stríðu".<br />

58

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!