11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

verk inn á einkaskrifstofur og gildir þá einu þótt þar séu haldnir fundir reglulega.<br />

Þá leyfir rekstur safnsins ekki frekari útþenslu að sinni og hefur stjórn safnsins<br />

því tekið þá ákvörðun að ekki verði sett upp verk í stofnunum Háskólans úti á<br />

landi. Eftirspurn eftir verkum úr eigu safnsins hefur vaxið jafnt og þétt. Ekki hefur<br />

þó verið hægt að koma til móts við allar óskir, þar sem húsnæði hefur verið mishentugt,<br />

m.a. með tilliti til öryggissjónarmiða og þess aðbúnaðar sem viðkvæm<br />

listaverk þurfa. Þótt starfsfólk Háskólans hafi undantekningalaust sýnt varkárni<br />

og tillitssemi í nábýli við verk safnsins hefur viðgerðarkostnaður vaxið hratt á síðustu<br />

árum. Þar ræður mestu að mörg eldri verkin þola illa breytingar á hitastigi<br />

sem skapast af flutningum milli staða og hitt, eins og fyrr segir, að ekki er um<br />

eiginlegt sýningarhúsnæði að ræða, m.a. með tilliti til jafns hitastigs, raka, dragsúgs,<br />

lýsingar og umgangs.<br />

Innkaup verka<br />

Í stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er ákvæði sem segir að „til kaupa á listaverkum<br />

og varðveislu þeirra skuli renna 1% þeirrar fjárhæðar sem árlega er varið<br />

til nýbygginga á vegum háskólans". Hefur sú upphæð í krónum talin að mestu<br />

verið óbreytt síðustu ár eða um ein og hálf milljón á ári. Fyrir þá upphæð keypti<br />

stjórn safnsins árið <strong>1999</strong> samtals 4 listaverk sem öll hafa verið sett upp á 2.hæð í<br />

Odda.<br />

Í ljósi takmarkaðs fjár til innkaupa hefur komið upp sú hugmynd að safnið gæti<br />

vissrar sérhæfingar. Ekki hefur þó verið tekin endanleg ákvörðun um þau mál.<br />

Enn sem komið er gætir safnið ekki annarrar sérhæfingar en þeirrar að leggja<br />

sig ekki eftir að safna gömlu meisturunum. Þannig á safnið aðeins sárafá verk<br />

sem gerð eru fyrir 1940. Þá hagar bæði samsetning stofngjafar og aðstæður til<br />

uppsetningar verka innan Háskólans, því þannig til að Háskólasafnið er fremur<br />

tvívítt safn en þrívítt.<br />

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands<br />

Sverrir Sigurðsson, stofnandi Listasafns Háskólans, færði því enn eina gjöfina á<br />

níræðisafmæli sínu 10. júní <strong>1999</strong>: 10 milljónir króna til stofnunar rannsóknarsjóðs<br />

á íslenskri myndlist. Í 1. grein stofnskrár sjóðsins segir að hlutverk hans sé að<br />

„efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í þessu skyni skulu árlega<br />

veittir styrkir af ráðstöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar,<br />

myndlistarsögu og forvörslu myndverka, svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra<br />

rannsókna, samkvæmt ákvörðun stjórnar Listasafns Háskólans sem jafnframt er<br />

stjórn sjóðsins."<br />

Sjóðurinn, sem gefur Listasafni Háskólans bæði nýtt hlutverk og sérstöðu meðal<br />

safna landsins, er eini styrktarsjóður landsins sem sinnir eingöngu rannsóknum<br />

á íslenskri listasögu og forvörslu myndverka. Gert er ráð fyrir að veitt verði úr<br />

sjóðnum árlega, hið fyrsta í maí árið 2000.<br />

Í tengslum við stofnun styrktarsjóðsins, 10.júní <strong>1999</strong>, var opnuð heimasíða Listasafns<br />

Háskólans. Katrín Sigurðardóttir, myndlistarmaður og vefhönnuður, hafði<br />

umsjón með gerð hennar og er slóðin: www.listasafn.hi.is.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Árið <strong>1999</strong> var 13. starfsár Rannsóknaþjónustu Háskólans. Meginverkefni ársins<br />

voru að efla þjónustu við starfsmenn Háskóla Íslands, bæta fjárhagsstöðu stofnunarinnar<br />

og tryggja áframhaldandi öfluga þjónustu í tengslum við evrópskt samstarf.<br />

Nýjar starfsreglur og ný stjórn<br />

Háskólaráð samþykkti í apríl nýjar starfsreglur fyrir starfsemi Rannsóknaþjónustu<br />

Háskólans. Þar eru markmið stofnunarinnar og helstu verkefni sett skýrt<br />

fram. Í júní skipaði háskólaráð síðan nýja stjórn fyrir stofnunina til tveggja ára. Í<br />

henni sitja þrír fulltrúar Háskóla Íslands: Ágústa Guðmundsdóttir, Ingjaldur<br />

Hannibalsson og Halldór Jónsson og þrír fulltrúar atvinnulífsins: Baldur Hjaltason,<br />

Lýsi hf., formaður stjórnarinnar, Jón Sigurðsson, Össuri hf. og Davíð Stefánsson,<br />

Samtökum atvinnulífsins.<br />

144

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!