11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fyrirlestrar og kynningar<br />

Háskóladeildin í Vestmannaeyjum stóð fyrir fjölmörgum fyrirlestrum og námskeiðum<br />

á síðasta ári, en þar ber hæst:<br />

• „Kvótakerfið (hvernig getur myndast sátt um kvótakerfið?)“: Fyrirlesari var<br />

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann fjallaði um tilurð kvótakerfisins og<br />

þróunina fram að þeim lögum um stjórn fiskveiða sem sett voru 1990. Einnig<br />

fjallaði hann um þá reynslu sem síðan fékkst af kvótakerfinu og loks um þá<br />

annmarka sem sumir sjá á kerfinu. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og voru<br />

fjörlegar umræður að honum loknum.<br />

• „Saga lækningarannsókna á Íslandi“: Fyrirlesari var Ólafur Grímur Björnsson<br />

rannsóknalæknir. Fyrirlesturinn fjallaði um sögu lækningarannsókna á Íslandi<br />

og var hann tengdur samnefndri sýningu á vegum samstarfsnefndarinnar sem<br />

haldin var í Byggða- og bókasafni Vestmannaeyja og opnuð á sjómannadaginn.<br />

• „Mið-Austurlönd í fortíð, nútíð og framtíð“: Námskeiðið var haldið í samstarfi<br />

við Endurmenntunarstofnun og Yale-háskóla. Kennarar voru sérfræðingar í<br />

málefnum Mið-Austurlanda og komu alla leið frá Yale-háskóla til Íslands.<br />

Mætingin á námskeiðið í Eyjum var lítið minni en í Reykjavík og þótti það<br />

takast afspyrnu vel.<br />

„Athafnaverið“ er verkefni í umsjón háskóladeildarinnar í Eyjum og með tilkomu<br />

þess hafa opnast nýir möguleikar til námskeiðahalds. Athafnaverið er búið fullkomnum<br />

tölvu- og fjarfundabúnaði sem hentar vel fyrir minni námskeið sem eru<br />

oft haldin á vegum fyrirtækja og stofnana í Reykjavík. Gerður var samningur við<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands þess efnis að öll námskeið sem boðið<br />

er upp á í fjarkennslu yrðu send til Vestmannaeyja. Alls voru níu námskeið í boði<br />

og nýttu Vestmannaeyingar sér fimm þeirra. Eftirfarandi námskeið voru kennd í<br />

Eyjum:<br />

• Gigtarsjúkdómar (Björn Guðbjörnsson, lyflækningadeild FSA)<br />

• Skipulagsgerð sveitarfélaga (Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Skipulagsstofnun, og<br />

Matthildur Elmarsdóttir, Skipulagsstofnun)<br />

• Lífsleikni í leikskólum (Aldís Yngvadóttir, Námsgagnastofnun, og Bryndís<br />

Garðarsdóttir, Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar)<br />

• Mat á verðmæti fyrirtækja og rekstrareininga (Davíð Björnsson, fyrirtækja- og<br />

stofnanasviði Landsbankans og Gunnar Engilbertsson, Viðskiptastofu<br />

Landsbankans)<br />

• ATM-gagnanet fyrir kröfur framtíðar (Davíð Gunnarsson, Landssímanum,<br />

Sæmundur E. Þorsteinsson, Landssímanum, og Örn Orrason, Flugleiðum)<br />

Heimsóknir til Rannsóknasetursins eru fjölmargar frá fyrirtækjum, opinberum<br />

stofnunum, ráðuneytum og sveitarstjórnum sem hafa óskað eftir að fá að kynnast<br />

starfseminni. Einnig hefur forstöðumaður kynnt setrið í fjölmörgum fyrirlestrum í<br />

háskólum og hjá fjölmörgum félagasamtökum, en þar má nefna Kiwanis, Akóges,<br />

Round Table, Lions og Rotary. Þá hefur Þorsteinn I. Sigfússon stjórnarformaður<br />

kynnt starfið á vettvangi Háskólans, fyrir alþingismönnum og fyrir stjórnarnefndum<br />

í rannsóknaáætlunum í Brussel.<br />

Kennsla á háskólastigi<br />

Veturinn 1998–<strong>1999</strong> bauð Háskóli Íslands upp á fjarkennslu í ferðamálafræðum í<br />

tilraunaskyni. Háskóladeildin í Vestmannaeyjum hóf þegar viðræður við aðstandendur<br />

fjarkennslunnar og varð það til þess að fimm Vestmannaeyingar hófu nám<br />

í ferðamálafræðum í gegnum fjarkennslubúnað Athafnaversins. Haustið <strong>1999</strong> var<br />

boðið upp á tvö fög í fjarkennslu í ferðamálafræðum og var það þriðja önnin sem<br />

kennd var í gegnum Athafnaverið í Eyjum.<br />

Verkefni<br />

Helstu verkefni sem unnið var að árinu voru:<br />

• „Áhrif umhverfis á form og þroska Yoldiella nana (Bivalvia, Protobranchia) á<br />

mismunandi dýpi.“ Markmið verkefnisins er að kanna áhrif setgerðar, hitastigs<br />

og þrýstings á útlitsform samlokana af ættkvíslinni Yoldiella í hlýsjónum<br />

sunnan við Ísland. Verkefnið er styrkt af Lýðveldissjóði. Verkefnisstjóri: Páll<br />

Marvin Jónsson.<br />

• Vistvænar humarveiðar. Í ársbyrjun 1998 hófust tilraunaveiðar með humargildrur<br />

við Vestmannaeyjar. Markmið þeirra er að kanna hagkvæmni gildruveiða<br />

miðað við togveiðar, ásamt því að rannsaka líffræðilega þætti og útbreiðslu.<br />

Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Haraldi Böðvarssyni<br />

hf., Netagerðinni Ingólfi, Hafrannsóknastofnun og Hampiðjunni.<br />

Verkefnisstjóri: Páll Marvin Jónsson.<br />

• Atferli lunda við fæðuleit, skráning dýpis og hitastigs með DST-rafeindamerkjum.<br />

Markmið verkefnisins er að rannsaka atferli lunda með hjálp raf-<br />

98

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!