11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fyrirtækjum í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Í lok ársins var nafni stofunnar<br />

breytt og nefnist hún síðan jarð- og landfræðistofa.<br />

Reiknifræðistofa<br />

Á reiknifræðistofu starfa tveir sérfræðingar og 11 kennarar við stærð- og tölvunarfræðiskor<br />

raunvísindadeildar hafa þar rannsóknaraðstöðu. Að auki starfa þar<br />

nokkrir aðstoðarmenn, sem ráðnir eru til skamms tíma.<br />

Á reiknifræðistofu er unnið að rannsóknum á sviði hagnýtrar stærðfræði, reiknifræði<br />

og tölvunarfræði. Undir þessi svið falla m.a. aðferðafræði í hugbúnaðargerð,<br />

greining reiknirita, aðgerðagreining, líkindafræði, lífstærðfræði, töluleg greining<br />

og tölfræði. Rannsóknum á stofunni má síðan skipta í grunnrannsóknir á þeim<br />

sviðum sem undir stofuna heyra og rannsóknir á verkefnum innan annarra fræðigreina<br />

þar sem gerð stærðfræðilegra líkana og beiting stærðfræðilegra aðferða<br />

skilar oft miklum árangri. Þær rannsóknir hafa á undanförnum árum einkum<br />

beinst að verkefnum tengdum fiskifræði og sjávarútvegi, straumfræði, snjóflóðum<br />

og veðurfræði. Mörg verkefnanna eru unnin í samstarfi við aðrar stofnanir eins og<br />

Veðurstofu Íslands og Hafrannsóknastofnun og verkfræðistofur, t.d. Vatnaskil.<br />

Verkefni á sviði tölvunarfræði eru af ýmsum toga. Má þar nefna rannsóknir á sviði<br />

forritunarmála og forritun í stórum stíl. Þar er fjallað um einingaforritun og aðferðir<br />

til að skipta stórum verkum niður á traustan og góðan hátt þannig að tryggt<br />

sé að allir hlutar heildarkerfisins vinni rétt saman. Rannsóknir í hugbúnaðargerð<br />

snúast m.a. um gerð forritunarmála, þróun viðmóts- og samskiptakerfa, og bættar<br />

aðferðir í hugbúnaðargerð. Þar er m.a. verið að athuga hvaða áhrif nýjar aðferðir<br />

í hlutbundinni hönnun hafa, og hvernig hagkvæmt sé að nýta nýjungar á<br />

þessu sviði. Meðal nýrra og athyglisverðra viðfangsefni í tölvunarfræði á stofunni<br />

eru dulmálskóðun og tölvuöryggi, framtíð og áhrif upplýsingavæðingarinnar,<br />

notkun aðferða úr tölvunarfræði í sameindaerfðafræði og hópvinnukerfi. Sum<br />

verkefnin eru unnin í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtæki, t.d. Softís hf. og Hugvit<br />

hf.<br />

Stærðfræðistofa<br />

Á stærðfræðistofu starfa allir kennarar Háskólans í hreinni stærðfræði og sumir<br />

kennilegu eðlisfræðinganna. Á stofunni eru að auki fjórir sérfræðingar í fullu<br />

starfi við rannsóknir. Rannsóknarverkefnin eru á sviði hreinnar stærðfræði.<br />

Starfsmenn stofunnar vinna einnig að einstökum verkefnum á sviði hagnýtrar<br />

stærðfræði og við ráðgjöf á ýmsum sviðum. Meðal verkefna af þessu tagi má<br />

nefna ritun kennslubóka, skipulag stærðfræðikennslu í grunnskólum og umsjón<br />

með ólympíukeppninni í stærðfræði.<br />

Siðfræðistofnun<br />

Stjórn og starfslið<br />

Í stjórn Siðfræðistofnunar árið <strong>1999</strong> áttu sæti Vilhjálmur Árnason prófessor, formaður,<br />

Björn Björnsson prófessor og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Starfsmenn<br />

stofnunarinnar voru Jón Á. Kalmansson verkefnastjóri, Þorvarður Árnason sérfræðingur<br />

og Svanur Kristbergsson aðstoðarmaður.<br />

Rannsóknir<br />

Haldið var áfram rannsóknum á siðfræði náttúrunnar sem staðið hafa yfir frá árinu<br />

1993, síðustu ár að stærstum hluta innan ramma verkefnisins „Náttúra, þjóðerni<br />

og umhverfisstefna á Norðurlöndum“ sem unnið hefur verið að í samstarfi<br />

við háskólastofnanir í Svíþjóð og Danmörku. Þá var unnið að því að koma á laggirnar<br />

rannsóknarverkefni er nefnist „Friðhelgi einkalífs, upplýsingatækni og<br />

gagnagrunnar“ og fékkst styrkur frá Rannís til þess. Tvö verkefni styrkt af<br />

Nýsköpunarsjóði námsmanna voru unnin fyrir Siðfræðistofnun árið <strong>1999</strong>, en þau<br />

voru „Friðhelgi einkalífs í tölvuvæddum heimi“, unnið af Sveini Birki Björnssyni í<br />

umsjón Jóns Á. Kalmanssonar og „Sjálfræði aldraðra á stofnunum“, unnið af<br />

Kristínu S. Kristjánsdóttur og Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur. Gallup á Íslandi veitti<br />

121

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!