11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hefur mjög beinst að því að samnýta búnað fyrir bæði rannsóknir og kennslu sem<br />

er mjög hagstætt.<br />

Örverufræðistofa er rannsóknavettvangur kennara í líffræðiskor sem hafa örverufræði<br />

(einkum bakteríufræði), örverulíftækni eða örveruvistfræði sem sérsvið, svo<br />

og sérfræðinga sem starfa að lengri eða skemmri verkefnum á þessum sviðum.<br />

Um aðstöðu vegna verkefna stúdenta er samið hverju sinni.<br />

Hlutverk örverufræðistofu og starfsliðs hennar er:<br />

• að stunda rannsóknir innan örverufræðinnar, einkum á sviði bakteríufræði, svo<br />

og líftæknilegar rannsóknir á bakteríum og örveruvistfræðilegar rannsóknir á<br />

íslensku umhverfi (t.d. á hitakærum og kuldakærum bakteríum,<br />

sjávarbakteríum og dreifingu sýkla í umhverfinu).<br />

• að miðla grundvallarþekkingu í örverufræði og niðurstöðum rannsókna á<br />

vettvangi þjóðar og fræða, kynna nýjungar innan fræðigreinarinnar og styðja<br />

við kennslu í henni.<br />

Vegna betra húsnæðis og nýrra tækja sem einkum hafa fengist með rannsóknarstyrkjum<br />

hafa á undanförnum árum opnast möguleikar á ýmsum nýjum verkefnum.<br />

Má hér nefna rannsóknir á hitakærum og kuldakærum bakteríum og ensímum<br />

úr þeim, bakteríum í sjó og úr sjávarlífverum (þar með töldum vissum fisksjúkdómabakteríur,<br />

einkum vibrio-tegundum). Einnig hafa sýklar í umhverfi og<br />

matvælum verið rannsakaðir.<br />

Rannsóknasamvinna hefur verið ríkur þáttur í flestum verkefnum örverufræðistofu<br />

svo sem sérstök norræn samvinna og víðtækari Evrópusamvinna. Einnig<br />

hefur á síðustu árum aukist mjög samvinna við stofnanir í Bandaríkjunum og<br />

Kanada og mun það starf væntanlega eflast á næstu árum.<br />

Ofangreindar rannsóknir hafa verið styrktar af innlendum og norrænum rannsóknasjóðum<br />

og Evrópusjóðum (t.d. úr 3. og 4. rammaáætlun ESB) og einnig af<br />

nokkrum fyrirtækjum.<br />

Sérfræðingar á örverufræðistofu eða sem tengjast henni:<br />

• Eva Benediktsdóttir, dósent: Fisksjúkdómabakteríur, einkum vibrio-tegundir.<br />

• Eggert Gunnarsson, lektor (hlutastarf): Sýklar í búfé og búfjárafurðum.<br />

• Guðmundur Óli Hreggviðsson, lektor (hlutastarf): Hitakærar bakteríur og<br />

hagnýting þeirra.<br />

• Guðni Á. Alfreðsson, prófessor: Kuldakærar bakteríur, salmonella og campylobacter.<br />

• Hafliði M. Guðmundsson, deildarstjóri: Kuldakærar bakteríur og ensím þeirra.<br />

• Jakob K. Kristjánsson, rannsóknarprófessor: Hitakærar bakteríur og hagnýting<br />

þeirra.<br />

133

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!