11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Í tengslum við tölvuátak stúdenta Háskólans færði fyrirtækið Magnús Kjaran<br />

verkfræðideild Minolta geislalitaprentara og er því þökkuð höfðingleg gjöf.<br />

Rannsóknir í verkfræðideild<br />

Sjá kafla Verkfræðistofnunar í þessu riti.<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Kennsla<br />

Aðsókn að námi í viðskipta- og hagfræðideild jókst stórum haustið <strong>1999</strong> þegar<br />

nemendur urðu fleiri en 1100 en áður hefur fjöldi þeirra aldrei farið yfir 1000.<br />

Nemendur á fyrsta ári voru um 550 og eru þá ótaldir ríflega 100 nemendur sem<br />

sóttu námskeið í deildinni í svonefndu diplóma-námi sem hófst um haustið.<br />

Í báðum skorum er nú boðið upp á 90 eininga B.S.-nám sem tekur þrjú ár, og<br />

M.S.-nám sem er 45 einingar til viðbótar. Í hagfræðiskor er í boði 90 eininga B.A.-<br />

nám þar sem samsetning námskeiða til prófs er frjálsari en í B.S.-námi og í viðskiptaskor<br />

er enn í boði cand.oecon.-gráða sem er 120 einingar eða fjögurra ára<br />

nám. Bætt var við fjármálasviði í M.S.-námi í viðskiptaskor og M.S.-nám hófst við<br />

skólann í umhverfisfræðum sem deildin á aðild að. Undirbúningur hófst að MBAnámi<br />

og doktorsnámi.<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 1995 1996 1997 1998 <strong>1999</strong><br />

Skráðir stúdentar 608 635 802 846 1.168<br />

Brautskráðir<br />

B.S./B.A.econ.-próf 14 13 26 56 91<br />

M.S.econ.-próf 5 2 5 7 9<br />

Cand.oecon.-próf 105 80 69 70 46<br />

Kennarastörf 19,87 18,97 20,60 20 20,5<br />

Aðrir starfsmenn 2 2 8,64* 7,9* 9,25*<br />

Stundakennsla/stundir 19.000<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 71.219 84.804 102.743 111.979 140.197<br />

Fjárveiting í þús. kr. 71.250 77.147 82.389 104.517 125.764<br />

* Hagfræðistofnun meðtalin.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Í meistaranámi í hagfræði, sem fer fram á ensku, voru 12 nýir nemendur. Þar af<br />

voru fjórir styrkþegar á vegum EFTA, tveir frá Albaníu og tveir frá Makedóníu.<br />

62 nýir nemendur stunduðu meistaranám í viðskiptafræði. Samstarfssamningur<br />

er milli deildarinnar og Háskólans í Árósum um að þessir nemendur geti stundað<br />

þar nám á vissum sviðum. Einnig hafa nemendur sótt hluta námsins til nokkurra<br />

annarra erlendra skóla.<br />

Nokkrar breytingar urðu á kennaraliði deildarinnar. Prófessor Ágúst Einarsson<br />

snéri aftur til starfa 1. september. Haukur C. Benediktsson var ráðinn lektor í viðskiptaskor<br />

1. ágúst. Agnar Hansson sagði lektorsstarfi sínu lausu frá og með 15.<br />

júní.<br />

Samningar, húsnæði og tölvur<br />

Í nóvember var undirritaður samstarfssamningur við Háskólann í Skopje í Makedóníu,<br />

en forseti viðskipta- og hagfræðideildar þess skóla, prófessor Bobek Suklev,<br />

kom hingað af því tilefni.<br />

Hin mikla en ánægjulega fjölgun sem varð í deildinni olli nokkrum húsnæðisvandræðum.<br />

Kenna þurfti námskeið á fyrsta ári í stórum hópum og deildin hefur<br />

vart undan að auka tölvukost og bæta aðstöðu nemenda. Tölvu- og upplýsinga-<br />

72

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!