11.01.2014 Views

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 1999 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kennslumál, stúdentar,<br />

brautskráningar<br />

Helsta verkefni kennslusviðs er að annast sameiginleg mál Háskólans er varða<br />

kennslu, próf, skráningu stúdenta, kennsluhúsnæði og búnað. Þar er jafnframt<br />

starfrækt Háskólaútgáfa, Tungumálamiðstöð og Námsráðgjöf sem sérstakar<br />

deildir. Enn fremur er unnið að undirbúningi þess að stofna sérstaka kennslumiðstöð<br />

til að annast verkefni tengd fjarkennslu og gæðaeftirliti með kennslu.<br />

Háskólaárið telst frá 5. september til jafnlengdar næsta ár og skiptist kennsluárið<br />

í tvö misseri, haustmisseri sem lýkur 21. desember og vormisseri sem lýkur 26.<br />

maí. Nýskráning fer fram í lok maí og byrjun júní ár hvert og einnig er tekið við<br />

skráningarbeiðnum í byrjun janúar. Þrjár brautskráningar kandídata tilheyra<br />

hverju háskólaári, í febrúar, júní og í október.<br />

Kennsluskrá, nemendaskrá, námskeið og próf<br />

Í Kennsluskrá Háskólans eru tilgreind öll námskeið sem kennd eru við skólann<br />

og skipulag námsins. Lýsingar námskeiða eru aðgengilegar á netslóðinni<br />

www.hi.is/nam/namsk. Samtals eru á skrá um 1.500 námskeið (ýmist kennd<br />

námskeið, verkefni eða ritgerðir) í deildunum níu og þremur námsbrautum<br />

læknadeildar. Skipulagðar námsleiðir í grunnnámi til fyrsta háskólaprófs eru 57,<br />

til meistaraprófs 47 og 7 til doktorsprófs. Auk þess er boðið upp á starfsmiðað<br />

nám að lokinni fyrstu háskólagráðu á 16 námsleiðum. Haustið <strong>1999</strong> var í fyrsta<br />

skipti boðið upp á 12 stuttar hagnýtar námsleiðir sem lýkur með sjálfstæðu prófi,<br />

diplóma. Náin samvinna er um erlend samskipti við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins<br />

og á milli kennslusviðs, kennslumálanefndar, vísindanefndar og alþjóðasamskiptaráðs.<br />

Nemendaskrá Háskólans er sá grunnur sem skipulag háskólastarfsins byggist á,<br />

s.s. stundaskrár, skipan í stofur og bókakaup Bóksölu stúdenta. Þar fer fram<br />

nýskráning, árleg skráning í námskeið og próf, innheimta skráningargjalds, varðveisla<br />

einkunna og úthlutun notendanafna vegna notkunar búnaðar í tölvuverum<br />

Reiknistofnunar Háskólans. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru tengdar tölvukerfi<br />

Nemendaskrárinnar beint með tilteknum aðgangsmöguleikum, auk þess<br />

sem nemendaskrárkerfið er beinlínutengt tölvukerfi LÍN.<br />

Á árinu <strong>1999</strong> voru haldin 1.315 skrifleg próf (í 911 námskeiðum) á þremur próftímabilum<br />

með samtals 29.723 einstökum skriflegum próftökum.<br />

Fjöldi stúdenta og brautskráning<br />

Á töflu 1 er yfirlit yfir fjölda stúdenta við Háskóla Íslands háskólaárið 1998–<strong>1999</strong>.<br />

Brautskráðir voru samtals 937, þar af luku 68 meistaraprófi. Tvær doktorsvarnir<br />

Tafla 1 – Fjöldi stúdenta háskólaárið 1998–<strong>1999</strong> og brautskráðir á háskólaárinu 1998–<strong>1999</strong>.<br />

Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar <strong>1999</strong>.<br />

1998–199 Nemendur alls Brautskráðir Viðbótarnám (lokið)<br />

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls<br />

Guðfræðideild 45 78 123 9 11 20 4 4<br />

Læknisfræði 177 165 342 29 17 46<br />

Lyfjafræði 22 58 80 6 6 12<br />

Hjúkrunarfræði 3 534 537 0 92 92 6 6<br />

Sjúkraþjálfun 42 58 100 8 8 16<br />

Lagadeild 221 198 419 47 33 80<br />

Viðsk.- og hagfrd. 477 369 846 87 60 147<br />

Heimspekideild 397 774 1171 42 116 158 2 2<br />

Tannlæknadeild 28 13 41 3 4 7<br />

Verkfræðideild 269 58 327 42 9 51<br />

Raunvísindadeild 431 352 783 71 65 136 3 3<br />

Félagsvísindadeild 282 836 1118 42 130 172 14 76 90<br />

Samtals: 2394 3493 5887 386 551 937 17 88 105<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!